Lögmannablaðið - 01.09.2005, Page 27
27
Í fjórða sæti einnig á 77 höggum netto var Geir
Gestsson, en hann lék seinni níu holurnar á 52
höggum.
Við þökkum þeim kylfingum sem tóku þátt í
mótum þessa árs fyrir golfsumarið. Við getum
verið ánægð með úrslit fjórleikjanna í ár því 2 1/2
af 3 vinningum er ekki slæmt. Við vonumst til að
sjá enn fleiri lögmenn með golfkylfur að ári og
ekki síst hinn mikla fjölda af upprennandi golf-
spilurum sem sögur fara af í stéttinni.
Með kveðju frá sjálfskipaðri golfnefnd LMFÍ
L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð
PIST ILL FORMANNS:
Eflaust þykir dómurum stöðug krafa lög-manna um endurskoðun og úrbætur
varðandi málskostnaðarákvarðanir þreyttur
og margsunginn söngur. Þó
vissulega hafi þokast í rétta átt í
þessum málum, t.a.m. hvað
varðar opinber mál, má betur
gera. Enn er tímagjald það sem
dómstólar miða við allt of lágt
auk þess sem lögmenn geta alls
ekki treyst því að dómarar
(a.m.k. sumir) taki trúanlegar
tímaskýrslur lögmanna og hafi
skilning á þeim tíma sem mál
geta oft tekið þó þau láti ekki
mikið yfir sér. Þá færist í vöxt
með fjölgun flókinna refsimála á
sviði félagaréttar að verjendur
og grunaðir þurfi að leggja mikinn kostnað
í vörn í formi aðkeyptrar aðstoðar. Hvernig
munu dómstólar taka á kröfum um endur-
greiðslu slíks kostnaðar?
Í einkamálum er enn allt of algengt að
dæmdur málskostnaður nægi aðeins fyrir
hluta af kostnaði viðkomandi skjólstæðings
við málaferlin. Það er ótækt. Enn verra er
svo þegar málskostnaður er felldur niður,
og það jafnvel án nokkurs rökstuðnings, í
málum sem vinnast að verulegu eða öllu
leyti. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að
slíkar niðurstöður séu skýlaust brot á 130.
gr. laga 91/1991.
Meðan þessi mál eru í ólestri
getum við ekki barið okkur á
brjóst og státað af öflugu og rétt-
látu réttarkerfi. Réttarkerfi með
þann innbyggða galla að aðili
dómsmáls með réttmæta lög-
varða hagsmuni sem hann þarf
að ná fram eða verjast órétt-
mætum kröfum geti endað með
því að bera stórkostlegt fjárhags-
legt tjón af, getur ekki verið fyr-
irmyndaréttarkerfi. Réttarkerfi
sem tryggir ekki grunuðum
mönnum fyrirtaks lögmannsaðstoð vegna
þess að lögmenn veigra sér við að taka að
sér málin nema hinn grunaði greiði sjálfur
hluta kostnaðar, getur ekki verið fyrirmynd-
arréttarkerfi.
Það er hlutverk okkar lögmanna að halda
þessum sjónarmiðum á lofti sífellt og ætíð
meðan við teljum að bæta megi úr. Það
munum við gera.
Helgi Jóhannesson hrl.
Helgi Jóhannesson
hrl.
Betur má ef duga skal
þátttakendum upp á veglegar veitingar að leik
loknum, auk verðlaunagripa.
Úrslit urðu eftirfarandi:
Án forgjafar:
1 Haukur Örn Birgisson, hdl. 84 högg (41 á seinni 9)
2. Rúnar S. Gíslason, hdl. 84 högg (42 á seinni 9)
3. Gestur Jónsson, hrl. 85 högg
Með forgjöf:
1 Hjörleifur Kvaran, hrl. 76 högg
2. Gestur Jónsson, hrl. 77 högg (38 á seinni 9)
3. Eiríkur Elís Þorláksson, hdl. 77 högg (51 á seinni 9)