Lögmannablaðið - 01.09.2005, Qupperneq 35
35L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð
sáttamanns og hlutverki hans sem dómara. Sátta-
maður á ekki að leysa ágreining aðila né koma
með tillögu til lausnar. Sáttamaður hefur hvorki
vald til þess né heimild. Það eru málsaðilar sem
bera ábyrgð á efni samkomulagsins en sáttamað-
urinn ber ábyrgð á vinnuferlinu sem leiðir til sam-
komulags aðila eða afmörkunar á ágreiningsefn-
inu. Hvert þrep í samningaferlinu er mikilvægt og
ómissandi og leiðir til þess að aðilar ganga í
gegnum sálrænt ferli
við sáttamiðlunina.
Sáttafundur er
ólíkur þinghaldi í
grundvallaratriðum. Í
sáttamiðlun fyrir dómi
er ekki stuðst við máls-
meðferð réttarfarslaga
en sáttamaðurinn verð-
ur að halda sig við
ágreiningsefnið sem
lagt hefur verið fyrir
dóminn. Athyglin
beinist þó ekki að
kröfugerð aðila heldur
fyrst og fremst að
hagsmunum þeirra og
þörfum tengdum
ágreiningsefninu.
Sáttamaður þarf að
ávinna sér traust aðila.
Hann þarf að vera
óformlegur í fram-
komu, opinn og
jákvæður, sýna skiln-
ing, hafa innsæi á
stöðu aðila og skapa
jákvætt andrúmsloft á
sáttafundinum. Við
slíkar aðstæður finna aðilar sig örugga og þora að
opna sig gagnvart hvor öðrum og gera grein fyrir
hagsmunum sínum og þörfum. Sáttaferlið miðast
við að sáttamaður haldi fundi með báðum aðilum
samtímis en einnig með hvorum aðila fyrir sig.
Eintal sáttamanns og aðila getur létt undir sátta-
ferlið.
Þagnarskylda
Þagnarskylda er í sáttamiðlun. Þagnarskylda
sáttamanns er m.a. grundvöllur að því trausti sem
þarf að skapast milli aðila og sáttamanns. Þagnar-
skylda sáttamanns tekur til allra upplýsinga sem
hann fær vitneskju um á sáttafundum með aðilum
og á sérfundum með þeim. Sérfundir sáttamanns
með aðilum eru oftar en ekki nauðsynlegt skref til
að hjálpa aðilum til að tjá sig við gagnaðila um
hagsmuni sína og þarfir og ekki síst um þá niður-
lægingu eða misgjörð sem aðili telur sig hafa
orðið fyrir af hendi hins. Þagnarskyldan á einnig
við um málsaðila. Þeir undirgangast þagnarskyldu
um það sem þeir fá vit-
neskju um frá gagnað-
ilanum á sáttafundum
og er óheimilt undir
öllum kringumstæðum
að notfæra sér þá vit-
neskju sér til fram-
dráttar, ekki síst ef
málið fer í hefðbundna
dómsmeðferð. Sátta-
manni er þá óheimilt
að upplýsa þann dóm-
ara, sem tekur við mál-
inu eftir árangurslausa
sáttamiðlun, um það
sem hann hefur orðið
áskynja um ágreining-
inn og aðila í sáttaferl-
inu.
Einkenni sáttamiðl-
unar fyrir dómi.
Hvað er það sem
einkennir sáttamiðlun
fyrir dómi? Sátta-
miðlun fyrir dómi felur
í sér að ágreiningi aðila
hefur verið skotið til
dómstóla, sem þýðir að
aðilar hafa notið
aðstoðar lögmanna til kröfugerðar og andmæla og
væntanlega gert sér einhverjar hugmyndir styrk-
leika málstaðs síns í málinu. Þegar dómstóll býður
aðilum upp á sáttamiðlun hafa grunngögn máls-
ins, stefna og greinargerð, borist dóminum en
frekari gagnaöflun hefur ekki átt sér stað. Þá fer
fram mat á vegum dómstólsins hvort málið þykir
henta fyrir sáttamiðlun. Ef svo er talið er aðilum
sent bréf og boðið upp á það úrræði. Þetta á aðal-
lega við í þeim málum sem aðilar hafa málsfor-
ræði á sakarefni og þeim því frjálst að taka boðinu
eða hafna því.
Grunnhugsun sáttamiðlunar er að aðilar séu
Teiknað af Ragnhild Steineger úr ritinu
Rettsmekling í Praksis