Lögmannablaðið - 01.09.2005, Qupperneq 36
36 3 / 2 0 0 5
sérfræðingar um ágreininginn og allar aðstæður
tengdar honum og því best til þess fallnir að finna
í sameiningu lausn sem báðir eða allir aðilar geti
unað við til frambúðar. Þar sem málið er jú komið
fyrir dóm má segja að sáttamiðlun sé lokatækifæri
aðila til að finna sjálfir lausn á ágreiningi sínum.
Nefndu dómararnir að verið geti að sáttamaður,
sem er einnig dómari, leggi sig meira fram við að
hjálpa aðilum til að leysa málið heldur en að það
fari til baka í hefðbundinn farveg.
Hvað einkennir sáttamiðlun miðað við önnur
form til lausnar ágreiningi? Við dómsúrlausn er
horft til þess sem átti sér stað, þ.e.a.s. litið til baka
og reynt að skoða staðreyndir varðandi ágrein-
ingsefnið eða afla sér upplýsinga og sannana um
það. Staða ágreiningsins er metin út frá þeim stað-
reyndum og aðstæðum sem voru. Við sáttamiðlun
er aftur á móti horft til þess hvernig málið horfir
við í dag. Höfuðáhersla er lögð á það sem máli
skiptir þegar litið er til framtíðar, t.d. áframhald-
andi viðskiptasamband eða góð fjölskyldu- eða
nágrannatengsl, og aðilar hvattir til að finna lausn
með opnum hug og nýrri sýn sem þeir geta sætt
sig við. Við mat á því hvaða lausn aðilar sjálfir
telja viðunandi hafa þeir hliðsjón af öllum þáttum
sem þeir telja máli skipta og eru réttarreglur ein-
ungis einn af fleiri þáttum sem koma til álita í því
sambandi. Dómstólaleiðin einkennist af formfestu
þar sem aðilar standa fast á sínu og gefa ekkert
eftir en sáttamiðlun er sveigjanlegt ferli og felur í
sér hreyfikraft sem gefur aðilum kost á að endur-
skoða afstöðu sína og gefa eftir af kröfum sínum
til eigin hagsbóta. Sáttamiðlun einkennist af sam-
vinnu aðila um hagsmuni en dómsmál um hvor
aðilinn hafi sterkari stöðu. Dómari leggur áherslu
á lagarök og sönnun um málsatvik sem máli skipta
að lögum á meðan sáttamaður leggur áherslu á
hagsmuni og þarfir aðila sem grundvöll sam-
komulags.
Hlutverk lögmanna í sáttamiðlun
Hlutverk lögmanna aðila er um margt ólíkt eftir
því hvort málið sætir hefðbundinni málsmeðferð
fyrir dómi eða sáttamiðlun fyrir dómi. Í dómsmáli
eru það lögmenn sem tala máli aðila, og fyrir þá,
þannig að aðilar eru oftar en ekki óvirkir þátttak-
endur málsins. Aftur á móti við sáttamiðlun fyrir
dómi er hlutverk lögmannsins að vera umbjóð-
anda sínum til ráðgjafar en láta hann sjálfan um að
tala máli sínu. Skylda og hlutverk sáttamanns er
að sjá til þess að aðilar sjálfir tali saman og finni
lausn málsins, ekki með beinum atbeina lögmanns
á sáttafundi né tillögum frá sáttamanni.
Málþinginu lauk síðan með hlutverkaleik þátt-
takenda í sáttamiðlun um ágreining vegna galla
við fasteignakaup. Sáttamaður, aðilar og lögmenn
aðila fengu forskrift um hlutverk sitt og mála-
vexti. Veitti það fundarmönnum betri innsýn í
hvernig staðið sé að sáttamiðlun fyrir dómi í fram-
kvæmd.
Greinarhöfundur er með diploma í sáttamiðlun
frá danska lögmannafélaginu síðan 2005.
1 Orðið sáttamiðlun er í þessari grein notað um hugtakið sem mediation
– mekling – rettsmekling mægling tekur til í erlendum málum.
2 Sáttamenn fyrir dómi geta bæði verið dómarar og lögmenn. Í Noregi
hefur þróunin orðið sú að dómarar eru sáttamenn í sáttamiðlun fyrir
dómi nema e.t.v. hjá dómstólum á landsbyggðinni. Aftur á móti hafa
Danir frá upphafi tilraunarverkefnis þeirra með sáttamiðlun fyrir
dómi, frá 1. mars 2003, tryggt jafnræði milli dómara og lögmanna í
því efni. Fimm dómstólum var falið tilraunaverkefnið og við hvern
dómstól tilnefndir 3 dómarar og 3 starfandi lögmenn sem sátta-
menn. Skipta bar verkefnum jafnt milli tilnefndra sáttamanna en
taka tillit til óska málsaðila ef ástæða var til. Dómsmálaráðuneytið
skipulagði þá menntun sem útnefndir dómarar og lögmenn þurftu
að ljúka til að gerast sáttamenn. Félög dómara og lögmanna hafa
síðan haldið sömu námskeið fyrir félagsmenn sína. Lögmenn sem
hafa lokið því námi fá leyfi ráðuneytisins til að taka að sér sátta-
miðlun fyrir dómi.Þeir hafa myndað með sér samtök “Mediator-
advokater” sem deiluaðilar geta leitað til fyrir málshöfðun og óskað
eftir tilnefningu sáttamanns í sáttamiðlun.
3 Rettsmekling i praksis. Redaktör: Kristin Kjelland-Mördre. Kap. I af
Knut Petterson.