Lögmannablaðið - 01.09.2005, Síða 37

Lögmannablaðið - 01.09.2005, Síða 37
37L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Undanfarið hefur sáttaumleitun(sáttamiðlun) nokkuð verið í umræðunni hér á landi sem úrræði hvort heldur er í einkamálum eða opin- berum málum. Umfjöllunin hér mun lúta að sáttaumleitun á sviði refsiréttar. Í stuttu máli felst sáttaumleitun í því að aðilar máls, brotaþoli og brota- maður, eru leiddir saman í því skyni að koma hinum brotlega í skilning um þann verknað sem hann framdi og ná samkomulagi um málalok. Sáttamiðl- ari er aðilum til aðstoðar en á ekki að finna lausn málsins því það gera aðilarnir sjálfir. Eitt af meginskilyrðum þess að sáttaumleitun geti farið fram er að vilji beggja aðila, brotaþola og brotamanns, standi til þess. Sáttaumleitun eins og hún þekkist í dag má rekja til hugmynda sem fram komu í Bandaríkj- unum og Kanada í lok sjöunda áratugarins. Þær miðuðu að því að finna aðrar leiðir til að leysa úr smávægilegum ágreiningi manna á milli í stað hinnar hefðbundnu dómstólaleiðar og nýta betur aðrar stofnanir í þjóðfélaginu svo sem bæjarfé- lögin. Auk praktískra ástæðna komu fram á sama tíma hugmyndir um að fundnar yrðu aðrar leiðir, utan hins hefðbundna refsivörslukerfis, í því skyni að bregðast við refsiverðri háttsemi. Þá var farið að bera á þeirri kröfu að huga bæri að og bæta þyrfti stöðu brotaþola almennt. Þó að hugmyndin hafi til að byrja með ekki beinst að því að styrkja stöðu brotaþola sérstaklega þá verður að telja að með sáttaumleitun hafi staða þeirra styrkst með beinni þátttöku þeirra í lausn málsins. Framkvæmd sáttaumleitunar er misjöfn eftir löndum og jafnvel innan sama lands. Í sumum til- vikum er þessu úrræði einungis beitt um ákveðna hópa brotamanna t.d. unga afbrotamenn eða vegna tiltekinna brota. Aðferðin er hins vegar ætíð sú sama, þ.e. samleiðing brotaþola og brotamanns, en mismunandi er á hvaða stigi málsins slík sam- leiðing fer fram, þ.e. hvort sáttaumleitunin komi í stað saksóknar eða samhliða henni. Sáttaumleitun hefur einnig verið beitt vegna mála barna undir sakhæfisaldri. Sáttaumleitun byrjar oftast sem til- raunaverkefni til ákveðins tíma og er framkvæmd af mismunandi aðilum. Til fyrsta tilraunaverkefnisins í Nor- egi var stofnað til árið 1981 á vegum félagsmálaráðuneytisins en í Finn- landi var það á vegum borgaryfirvalda í Vantaa, Háskólans í Finnlandi, dómsmálaráðuneytisins og Lúthersku kirkjunnar árið 1983. Í Bretlandi voru þau oft á vegum ýmissa félagasamtaka. Ýmist eru sett sér- stök lög um úrræðið strax í upphafi eða lögum breytt til samræmis við það. Í byrjun er þó oftast um að ræða ólögfestar reglur. Í Noregi var sátta- umleitun ólögfest fyrstu 10 árin en framkvæmdin byggðist á starfsreglum ríkissaksóknara. Þau sjónarmið sem einkum búa að baki sátta- umleitun og réttlæta tilvist hennar eru m.a. þau að auka möguleika annarra stofnana t.d. bæjarfélaga til að taka á minni háttar brotamálum og færa deilur aftur til „aðila“ án þess þó að skerða réttar- öryggissjónarmið, að meðhöndla minniháttar brotamál á skjótvirkan hátt og flýta uppgjöri skaðabóta, að leiða aðila máls saman með aðstoð sáttamiðlara til að gera út um málið sín á milli sem vonandi hefur sérstök varnaðaráhrif á brota- mann og minnka fordóma samfélagsins gagnvart honum sem oft eru samfara hinum hefðbundnu refsingum, að auka möguleika brotaþola á að taka virkan þátt í að leysa málið, að gefa brotamanni kost á annarri leið en hinni hefðbundnu dómstóla- leið til lúkningu mála og síðast en ekki síst að skapa nýtt úrræði fyrir unga brotamenn og börn undir sakhæfisaldri. Greinin byggist á kandidatsritgerð sem greinar- höfundur skrifaði um sáttaumleitun við lagadeild Háskóla Íslands vorið 1996. Sáttaumleitun á sviði refsiréttar Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir hdl.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.