Lögmannablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 17

Lögmannablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 17
LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2007 > 17 Lögmaður áfrýjanda mótmælti skilningi Hæstaréttar og vísaði til þess sem kemur fram í greinargerð frumvarps með 158. gr. einka­ málalaganna að ekki stæði til að breyta þeirri venju sem áður gilti samkvæmt fyrri einkamálalögum, að áfrýjandi mætti flytja málið skriflega við þær aðstæður sem hér að ofan hefur verið lýst. Ekkert svar barst frá Hæstarétti við kröfu áfrýjanda. Í greinargerð fyrir Hæstarétti greindi áfrýjandi frá því að hann myndi biðja um matsgerð á nánar tilteknum atriðum vegna matsgerðar dóm­ kvadds matsmanns sem stefnandi í héraði lagði fram. Með því var óskað eftir umfjöllun um hvort tilteknir verkþættir í fyrri matsgerð væru nauðsynlegir. Dómkvaddur mats­ maður staðfesti matsgerðina fyrir héraðsdómi. Við sama tækifæri var tekin fyrir krafa áfrýjanda um að þeir menn sem voru í vinnu við endurbætur á húsinu fyrir afhend­ ingu kæmu fyrir dóm til að upplýsa um það hvort kaupandi hefði kynnt sér húsið og ástand þess, þar á meðal þakið. Lögmaður kaupanda mótmælti þeirri skýrslu töku með því að málið væri komið í dóm fyrir Hæstarétti en hann taldi sig ekki vita hverj ir mennirnir væru. Matsgerðin var svo lögð fram í Hæstarétti ásamt tveimur ljósmynd­ um sem teknar voru af húsinu frá götu og gátu bent til þess að sýnilegt hefði verið með berum augum hvort skipt hefði verið um þakskífurnar að hluta eða öllu leyti. Einnig var í skýringum með matsgerðinni skorað á dómendur að fara á vettvang til að meta sjálfir hvort hinn meinti galli væri sýnilegur frá götu. Með dómi Hæstaréttar frá 3. júní 2004, nr. 214/2003, var héraðsdómur staðfestur. Málið sent til Mannréttindadómstóls Evrópu Áfrýjandi sætti sig ekki við máls­ með ferðina fyrir Hæstarétti þar sem hann taldi sér ekki hafa verið veittur réttur til að koma að sjónarmiðum sínum, rökum, máls ástæðum, dómafordæmum, fræði legum tilvís­ unum og laga sjónar miðum áður en málið var dæmt. Hann kærði því málið til Mann réttinda dómstóls Evrópu og taldi að Hæstiréttur hefði með skilningi sínum á 158. gr. einkamálalaga brotið 1. mgr. 6. gr. mannréttinda sáttmálans að því er varðar rétt til réttlátrar málsmeð­ ferðar. Vísaði áfrýjandi til þeirra hafta sem lagður var á málatilbúnað hans fyrir Hæstarétti. Reifun málsins fyrir Hæstarétti á grundvelli fram lagðrar greinargerðar og áfrýjunar­ stefnu áfrýjanda væri með öllu ófull­ nægjandi. Við þingfestingu málsins hefði einungis ramminn um málið verið til staðar, kröfum um ítarlegri reifun sem í málflutningi felst hafi verið hafnað. Íslenska ríkið tók til varnar fyrir Mannréttinda dóm­ stólnum og sótti málið af verulegri hörku. Því var t.d. haldið fram að ekki væri ágreiningur um málsatvik eða lagaatriði. Athyglisverður dómur Niðurstaða Mannréttinda dóm­ stólsins er athyglisverð fyrir íslenskt réttarfar þar sem íslenska ríkið var talið hafa brotið 1.mgr. 6. gr. mann réttindasáttmála Evrópu með því að meina áfrýjanda að færa fram fullnægjandi röksemdir af sinni hálfu áður en málið var dæmt. Sérstaka athygli vekur að dóm­ stóllinn gerir alvarlegar athuga­ semdir við tvö önnur atriði í íslenskum réttarfarsreglum umfram það sem áður er nefnt. Fyrra atriðið er að Hæstarétti er skylt að heimila munnlegan mál­ flutn ing þótt stefndi taki ekki til varna. Þannig telur Mannréttinda­ dómstóllinn það ekki standast að hafna munnlegum málflutningi við þær aðstæður sem komu upp í þessu máli þrátt fyrir ákvæði 158. gr. einkamálalaga sem tekur fyrir munnlegan málflutning. Síðara atriðið er að heimila ber vitnaskýrslur fyrir Hæstarétti. Með réttu hefði Hæstiréttur átt að heimila skýrslutöku af þeim starfsmönnum sem unnu fyrir kaupanda til að upplýsa um vitneskju hans um húsþakið. Mannréttindadómstóllinn beinir því til íslenska ríkisins að koma réttarreglum um skýrslutöku fyrir Hæstarétti í það horf sem grunnreglur mannréttinda sátt­ málans kveða á um. mannréttindadómstóll evrópu í Strassborg. frh. á næstu síðu

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.