Lögmannablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 21

Lögmannablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 21
Með nýjum jafnréttislögum sem samþykkt voru á Alþingi þann 26. febrúar 2008 eru gerðar umtalsverðar breytingar og þá fyrst og fremst varðandi eftirlitsþáttinn. Þá eru auknar skyldur lagðar á vinnu veit endur hvað varðar gerð jafnréttis áætlana, reglur um tilnefningar í nefndir og ráð á vegum hins opin bera eru hertar auk þess sem starfs mönnum skal ávallt heimilt að skýra frá launakjörum sínum. Auknar eftirlitsheimildir Jafnréttisstofu Heimildir Jafnréttisstofu til að krefjast upplýsinga og gagna eru auknar mjög verulega og stofunni veitt heimild til beitingar dagsekta þar til umbeðnar upplýsingar og gögn hafa verið látin í té. Stofan skal óska eftir því að kærunefnd jafn réttis mála taki mál til meðferðar renni gögnin frekari stoðum undir að brotið hafi verið gegn lögunum. Jafnréttisstofa skal einnig fylgja eftir úrskurðum kærunefndar að beiðni kæranda og getur beitt dagsektum verði sá sem úrskurður nefndarinnar beinist gegn ekki við fyrirmælum hennar um að grípa til viðunandi úrbóta. Sama gildir láti vinnuveitandi hjá líða að gera jafnréttisáætlun eða telji Jafnréttisstofa jafnréttisáætlun ekki viðundandi. Málsmeðferð fyrir kærunefnd jafnréttismála Úrskurðir kærunefndar jafnréttis mála eru nú bindandi gagnvart málsaðilum. Málsmeðferðar reglurnar vekja athygli. Úrskurði skal kveða upp eigi síðar en þremur mánuðum eftir að nefndinni berst mál í hendur sem er afar knappur tími, t.d. ef um er að ræða flókin jafnlaunamál. Frestun réttaráhrifa úrskurðar Lögin fjalla ítarlega um frestun réttaráhrifa úrskurðar og heimildir kærunefndar til slíkrar ákvörðunar. Krefjast þarf frestunar innan 10 daga frá birtingu úrskurðar og hún er háð því skilyrði að mál sé borið undir dómstóla innan 30 daga og óskað hafi verið eftir flýtimeðferð. Þetta vekur spurningar um hvaða réttaráhrif úrskurðir nefndarinnar hafi. Verkefni hennar er óbreytt frá fyrri lögum, þ.e. að fjalla um það hvort ákvæði laganna hafi verið brotin. Það verður því ekki séð úrskurðir kærunefndar geti verið aðfararhæfir. Ný gjafsóknarregla Lögin veita kærunefnd heimild til ákvörðunar málskostnaðar til handa kæranda. Hafi kæra verið bersýni lega tilefnislaus getur nefndin þó úrskurðað kærða málskostnað. Þá hafa lögin að geyma sérstaka gjafsóknarreglu sem felur í sér að kærandi fær málskostnað sinn fyrir héraðsdómi og Hæstarétti greiddan úr ríkissjóði án nokkurra skilyrða vilji gagnaðili ekki una úrskurði nefndarinnar. Um málsmeðferð fer auk þess að hætti opinberra mála. Ný jafnréttislög LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2007 > 21 Litlaprent ehf. | Skemmuvegi 4 | 200 Kópavogi Sími 540 1800 | Fax 540 1801 | litla@prent.is prent.is Stórt verk lítið mál Einstakt námskeið hjá LMFÍ: Samningatækni – vísindin og listin að eiga árangursríkar samninga viðræður Í aprílmánuði er von á dr. Simao avila prófes sor við Stanford háskóla til að halda námskeið á vegum LmFÍ í samningatækni. Ástæða þess að dr. avila er að koma til Íslands er sú að einn félagsmanna lög­ manna félagsins var nemandi hans við Stan­ ford háskóla á síðasta ári. Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig þátttakendur geta aukið hæfni sína við lausn ágreiningsefna, hlutverki lögmanna við samninga borðið, færni við að greina og undirbúa samninga­ viðræður og að þróa samningatækni sem reynist þeim sjálfum best. Námskeiðið verður haldið 22. og 23. apríl en nánari upplýsingar eru á heimasíðu LmFÍ.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.