Lögmannablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 27

Lögmannablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 27
LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2007 > 27 Heimasíða LMFÍ Árið 2007 heimsóttu mánaðarlega að jafnaði 18.000 manns heimasíðu LMFÍ en frá því árið 2005 hefur umferð um heimasíðuna rúmlega tvöfaldast. Ástæður þessa eru eflaust þær að mikil aukning hefur orðið á notkun internetsins og fleiri nýta sér leitarvélar til að afla upplýsinga. Í þessari framþróun hefur LÖGMANNA­ LISTINN á heimasíðu LMFÍ sannað gildi sitt og auðveldað mörgum leit að lögmanni. Sömuleiðis hafa margir lögmenn gert gangskör í því að opna heimasíðu sem er síðan tengd við upplýsingar á heimasíðu LMFÍ. Íslendingaslóðir í Kanada Hafin er skipulagning á námsferð LMFÍ en að þessu sinni hafa Íslendingaslóðir í Kanada orðið fyrir valinu. Ferðin verður auglýst nánar síðar en reikna má með ca. fimm dögum í ferðina um og eftir miðjan október. Námskeið vorannar Ellefu námskeið hafa verið auglýst á vorönn og þar af hafa þrjú þegar verið haldin. Námskeið í flöggun og yfirtökuskyldu og nýjum lögum um fyrningu kröfu­ réttinda gengu afar vel en eitt námskeið þurfti að fella niður vegna þátttökuleysis. Það var námskeið í síma­ og tölvusvörun sem ætlað var fyrir starfsfólk lögmanns stofa. Önnur námskeið eru: Íslenskir lánasamningar, Gerð og framkvæmd lögfræðilegra áreiðanleikakannana, Varnarþingsreglur Lúganósamningsins, Viðurkenning og fullnusta erlendra dóma, Skiptir máli að lögmenn veiti afbragðsþjónustu? Samningatækni – vísindin og listin að eiga árangursríkar samningarviðræður, Gerð kaupmála og erfðaskráa og Nauðungarsala og aðfarar­ gerðir. Andlitslyfting bókasafns Bókasafnið hefur fengið andlitslyftingu svo um munar í vetur. Búið er að stækka rýmið, setja upp kaffiaðstöðu, snyrtingu og fleira. Þráðlaust net er einnig á bókasafninu og komin frábær aðstaða til fræðistarfa. Eyjafjallajökull – tilraun tvö Félagsdeild hefur auglýst ferð upp á Eyjafjallajökul laugardaginn 24. maí. Ætlunin var að ganga á jökulinn á síðasta ári en vegna veðurs varð að aflýsa þeirri ferð. Nú vonumst við eftir blíðu og útsýni yfir landið og miðin. Íslenskir fjallaleiðsögumenn hafa tekið að sér að lóðsa hópinn upp á jökulinn en um 20 manns hafa þegar skráð sig í ferðina. Ef vel tekst til er draumurinn að stefna á gönguferð á Grænlandi að ári. Fréttir frá félagsdeild Eyrún Ingadóttir

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.