Lögmannablaðið - 01.06.2008, Qupperneq 4

Lögmannablaðið - 01.06.2008, Qupperneq 4
4 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2007 Í lýðræðinu er falin samkeppni milli ólíkra sjónarmiða og hugmynda. Samkeppnin er á köflum bæði hörð og óvægin en þó eru úrslitin aldrei þannig að samfélagið væri betur sett ef slíkrar samkeppni nyti ekki við. Þátttakendur í þessari hörðu samkeppni mæta til leiks vel vopnum búnir, enda hafa þeir flestir mikilvæga hagsmuni að verja og sumir að eigin dómi heilagan málstað. Hugmyndafræðileg barátta og hagsmunagæsla eru þannig þungamiðja samkeppninnar. Hið mikilvæga hlutverk lögmanna í lýðræðislegu réttarríki kallar á þátttöku þeirra í þessari samkeppni. Upphafsorð siðareglna lögmanna um að þeim beri „að efla rétt og hrinda órétti“ undirstrika þetta mikilvæga hlutverk þeirra. Áhrif lögmanna eru og eiga vera mikil þegar kemur að mótun samfélagsins. Sjónarmið þeirra eiga að vega þungt þegar til umfjöllunar eru mál sem varða réttindi og skyldur manna. Lögmönnum er bæði rétt og skylt að láta rödd sína heyrast með afgerandi hætti í slíkri umræðu. Þeirra framlag er mikilvægt fyrir hagsmuni heildarinnar og það er algjörlega óásættanlegt að lögmenn láti sig þjóðmál litlu varða. Raddir lögmanna þurfa líka heyrast í innbyrðis málum stéttarinnar. Fagleg og fræðileg umræða þarf að vera lifandi innan stéttarinnar ef hún á að áfram að gegna forystuhlutverki í samfélaginu. Þá eru opinská skoðanaskipti um sameiginleg hagsmuna- og réttindamál nauðsynleg til að forvígismenn stéttarinnar standi traustum fótum í hagsmunabaráttu sinni. Slíkur innri styrkur gefur rödd lögmanna enn meira vægi út á við. Lögmannablaðið er rödd lögmanna. Í fyrsta lagi á blaðið að vera málgagn og málsvari lögmanna út á við. Í öðru lagi þjónar blaðið þeim tilgangi að vera vettvangur innbyrðis skoðanaskipta og fræðilegrar umræðu. Í þriðja lagi gegnir blaðið því hlutverki að efla samheldni og félagsanda innan stéttarinnar með fréttum og margvíslegri umfjöllun. Það er von undirritaðs að Lögmannablaðið sinni sem best þessu þríþætta hlutverki sínu undir hans stjórn. Frá ritstjórn Borgar Þór Einarsson hdl. Rödd lögmanna

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.