Lögmannablaðið - 01.06.2008, Page 15

Lögmannablaðið - 01.06.2008, Page 15
Á málstofunni fjölluðu Jón Steinar Gunnlaugsson, Róbert Ragnar Spanó og Sigurður Líndal um lög- skýr ingaraðferðir í atkvæðum meiri- og minnihluta í dómi Hæsta réttar, uppkveðnum 10. desember 2007, í máli nr. 634/2007. Ágrein ingsefni málsins laut að skýringu á 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. laga um framsal saka- manna og aðra aðstoð í sakamálum nr. 13/1984 sem hljóðar svo: „Framsal á manni er aðeins heimilt ef verknaður eða sambæri legur verknaður getur varðað fangelsi í meira en 1 ár samkvæmt íslenskum lögum“. Meirihluti dómsins komst að þeirri niðurstöðu að ákvæðið bæri að skýra þannig að það tæki til refsiramma hlutað eigandi refsi- ákvæðis en minnihluti dómsins taldi að skýra ætti ákvæðið þannig að meta þyrft i hver yrði l íkleg niðurstaða um refsingu óháð refsiramma ákvæðisins. Óþarft er að taka fram að fram- sögumenn voru ekki á einu máli um álitaefnið. Róbert Spanó flutti fróðlegt erindi um lögskýringar og gagnrýndi hann nálgun bæði meiri- og minnihluta réttarins. Sigurður Líndal fjallaði um dóminn frá ýmsum hliðum og virtist ekki telja vandkvæðum bundið að skýra umrætt lagaákvæði. Jón Steinar Gunnlaugsson, annar dómara í minnihluta Hæstaréttar í umræddu máli, gagnrýndi atkvæði meiri- hlutans eins og búast mátti við. Ræddi hann m.a. gildi for dæma í tilefni af tilvísun meirihlutans til þess hvernig Hæstiréttur hafði áður dæmt í sambærilegum málum þótt þar hafi ekki verið fjallað sérstaklega um álita efnið. Erindi framsögumannanna þriggja voru fróðleg og skemmtileg enda umræðuefnið áhugavert og fram- sögumennirnir þekktir fyrir allt annað en að eiga erfitt með að mynda sér skoðanir. Undirritaðri þótti einmitt áhugaverðast að heyra hversu ólík viðhorf þeirra til álita- efnisins voru og hversu glöggt mátti sjá að lagaleg niðurstaða liggur svo sannarlega ekki alltaf í augum uppi. Ragna Bjarnadóttir lögfræðingur Málstofa II – Deilt um lögskýringaraðferðir LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2007 > 15 Sigurður Líndal jón Steinar gunnlaugsson og Róbert Ragnar Spanó.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.