Lögmannablaðið - 01.10.2010, Side 13
LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2010 > 13
Aðsent efni
stjórnarskrárinnar norsku. Í greininni
segir að ríkisrétturinn skuli dæma í
málum sem Stórþingið höfðar gegn
ráðherra, dómurum hæstaréttar og
þingmönnum fyrir refsivert eða annað
ólögmætt athæfi þegar þeir hinir sömu
teljast hafa brotið sínar stjórnskipulegu
skyldur. Norska fyrirkomulagið hefur
sérstöðu hvað það varðar hvers konar
mál heyra undir ríkisréttinn en lögsaga
dómsins nær eins og áður segir ekki
aðeins til embættisbrota ráðherra
heldur einnig til brota sem framin eru
af þingmönnum og dómurum hæsta
réttar.
Þegar ásakanir koma fram um meint
brot ráðherra í starfi á sér stað frum
athugun á málinu í þinginu sem gerist
gjarnan með athugun fastanefnda,
oftast í eftirlits og stjórnskipunar
nefndinni. Nefndin getur, telji hún þörf
á, ákveðið að leggja til við þingið að
skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd
þingsins á grundvelli 14. gr. a norsku
þingskapanna eða eftir atvikum að
málinu verði vísað til svokallaðrar
ábyrgðarnefndar sem fjallað er um í 3.
kafla laga nr. 2/1932 um málsmeðferð í
málum fyrir ríkisrétti. Telji þingið að
ekki sé nægilegur grundvöllur til
ákvörðunar um ákæru getur það með
samþykki að minnsta kosti þriðjungs
þingmanna vísað máli til ábyrgðar
nefndar þingsins til framhalds rann
sóknar. Ábyrgðarnefnd Stórþingsins
var komið á fót í tengslum við endur
skoðun á lagaákvæðum um ríkisréttinn
árið 2007. Nefndin er skipuð fimm
einstaklingum utan þings sem eru
kjörnir af Stórþinginu til sex ára í senn.
Skipan nefndarinnar er því óháð hverju
einstöku máli sem fyrir hana kann að
koma. Nefndinni er ætlað að leggja
grundvöll að ákvörðun þingsins um það
hvort ákæra skuli ef upp kemur ásökun
um brot sem varðað geti við lagalega
ábyrgð og gefa þinginu skýrslu þar um,
sbr. 31. gr. laga nr. 2/1932 um máls
meðferð í ríkisréttarmálum. Þinginu er
þó ekki skylt að kalla nefndina saman
þótt slík mál komi upp, það hefur val
um það og hingað til hefur ekki á þetta
reynt. Skýrslu ábyrgðarnefndar skal
síðan leggja fyrir eftirlits og stjórn
skipunarnefndina til umsagnar áður en
hún er lögð fyrir þingið, sem tekur
endanlega ákvörðun um hvort ákært
skuli. Eftir að eftirlits og stjórnskipunar
nefnd hefur gefið álit sitt um niðurstöðu
ábyrgðarnefndar, rannsóknarnefndar
eða eftir atvikum þeirrar fastanefndar
sem gerði frum skoðun á málinu, er
málið lagt fyrir þingið með tillögu um
ákæru eða að málið sé látið niður falla.
Um ábyrgð ráðherra og þeirra sem falla
undir ríkisrétt er fjallað í lögum um
embættismannaábyrgð nr. 1/19363 en í
8. – 11. gr. laganna er fjallað um
embættisbrot ráðherra.
Þann 1. október 2009 tóku gildi í Noregi
ýmsar breytingar á stjórnarskrá og
lögum um ábyrgð embættismanna og
ríkisrétt í kjölfar mikillar gagnrýni á
undirbúning og meðferð slíkra mála.
Með breytingunum var dómurum í
ríkisrétti fækkað úr 15 í 11 en eingöngu
var fækkað í þeim hópi dómara sem
kjörnir eru af þinginu og þannig dregið
úr pólitísku ívafi dómsins. Nú koma 5
dómarar úr hópi þeirra hæstaréttar
dómara sem lengst hafa setið í embætti
en 6 dómarar eru kjörnir af Stórþinginu.
Miklar umræður höfðu áður verið í
þinginu um ríkisréttinn og skipan hans
og m.a. hafði komið fram tillaga frá
nefnd um endurskoðun laga um
þingeftirlit, að hann yrði lagður af og
málum sem undir heyra komið fyrir hjá
almennum dómstólum. Ekki féllst
norska þingið á þær tillögur en þess í
stað voru gerðar lagfæringar á lögum
sem um ríkisréttinn gilda og rann
sóknarferlið vegna slíkra mála styrkt í
sessi. Ríkisréttinum norska svipar í dag
til landsdómsins íslenska ef undan er
skilið valdssvið hans, sem er víðara í
Noregi eins og áður greinir. Dómar
ríkisréttar eru endanlegir og verður ekki
áfrýjað.
Svíþjóð
Í Svíþjóð er fyrirkomulagið um
rannsókn og meðferð mála vegna
embættisbrota ráðherra að nokkru leyti
ólíkt því sem gerist í Danmörku og
Noregi. Þingið hefur ekki sett á fót
sérskipaðar rannsóknarnefndir en það
getur kallað eftir rannsókn tiltekinnar
fastanefndar þingsins, stjórnskipunar
nefndar (konstitusjonsutskottet), sem
hefur að hluta til sama hlutverk og
eftirlits og stjórnskipunarnefnd norska
þingsins hvað varðar rannsókn og
undirbúning slíkra mála. Nefndinni er á
grundvelli stjórnarskrárinnar4 m.a.
ætlað að rannsaka embættisfærslur
ráðherra en tillögur um rannsókn
nefndarinnar geta komið frá einstökum
þingmönnum eða þingnefndum.
Stjórnskipunar nefndin skal síðan að
minnsta kosti einu sinni á ári gefa
þinginu skýrslu um það sem henni
þykir athygli vert í rannsóknum sínum
og ástæða til að gera þinginu grein fyrir
og í kjölfar þess eiga sér stað umræður
í þinginu um athugasemdir nefndar
innar. Ekki er unnt að leggja fram
tillögu um vantraust undir slíkum
umræðum, en með því er leitast við að
aðskilja umræður um niðurstöður
rannsókna stjórnskip unarnefndarinnar
þeim flokkspólitísku átökum sem
gjarnan fylgja framlagningu vantrausts
tillagna. Rannsókn stjórn skipunar
nefndarinnar byggir á frjálsri upp
lýsingagjöf en í reynd líta þeir sem
kallaðir eru fyrir nefndina á það sem
skyldu sína að gefa henni þær upp
lýsingar sem hún kallar eftir. Telji
nefndin ástæða til að gagnrýna ráðherra
fyrir embættisfærslur hans getur það
leitt til þess að lögð er fram van
trausttillaga gegn ráðherranum.
Nefndin hefur einnig ákæruvald í
slíkum málum en ekki þingið sjálft eins
og í Noregi og Danmörku. Hæstiréttur
Svíþjóðar dæmir í málum vegna
embættisbrota ráðherra.
1 Lov nr. 357/1999 om undersøgelses-
kommissioner.
2 Lovnr. 100/1954 om Rigsretten.
3 Lov om ansvar for handlinger som
påtales ved Riksrett.
4 1. gr. 12. kap. Regeringsformen.