Lögmannablaðið - 01.10.2010, Qupperneq 14
14 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2010
Franski Lýðveldisdómurinn (Cour
de justice de la république) var
stofnaður árið 1993 með stjórn
skipunarlögum nr. 93952 frá 27. júli
1993. Lögin bættu nýjum kafla við
stjórnarskrána, sem fjallar um
refsiábyrgð ráðherra. Áður en
Lýðveldisdómurinn var stofnaður
var Hæstidómur (Haute Cour de
Justice) hæfur til að kanna refsi
ábyrgð ráðherra. Hæstidómur hafði
jafnframt lögsögu til að dæma
forseta lýðveldisins fyrir landráð.
Lýðveldisdómurinn leysti síðan
Hæstadóm af hólmi, en einungis
varðandi refsiábyrgð ráðherra.
Hæsti dómur er ennþá hæfur til að
dæma forseta lýðveldisins og úr
skurða um brottvikningu hans.
Hæstidómur og Lýðveldisdómur eru
báðir sérdómstólar. Í þessari grein
verður eingöngu fjallað um Lýð
veldis dóminn.
Lögsaga
Samkvæmt 1. mgr. 681. gr. frönsku
stjórnarskrárinnar, bera ráðherrar
refsiábyrgð fyrir afbrot sem teljast
glæpur (crime) eða brot (délit), sem
framin eru í embættisrekstri þeirra. Rétt
er að taka fram að í frönskum refsirétti
er ítarleg flokkun á afbrotum m.t.t.
þeirrar refsingar sem við þeim liggur.
Óhægt væri að gefa ítarlega skilgrein
ingu á hugtökunum crime og délit án
þess að fara yfir meginreglur og
undatekningar sem hegningarlögin
hafa að geyma, en meginreglan er sú að
crime eru afbrot sem varða að lágmarki
15 ára en að hámarki ævilöngu fangelsi
og délit eru afbrot sem varða að
lágmarki sekt og fangelsi í 2 mánuði en
í 10 ár að hámarki. Lýðveldisdómurinn
er einn hæfur til að dæma um refsi
ábyrgð ráðherra sem tengist embættis
rekstri þeirra. Lýðveldis dómurinn er
ekki hæfur til að kanna t.d. einka
réttarkröfur brotaþola enda á sam
kvæmt lögum um Lýðveldisdóminn að
bera slíkar kröfur upp við almenna
dómstóla. Auk þess er Lýðveldis
dómurinn ekki hæfur heldur til að
dæma ráðherra fyrir afbrot sem þeir
fremja á meðan þeir eru í embætti en
sem tengjast ekki beint embættisrekstri
þeirra.
Samsetning
Lýðveldisdómsins
Almenn lög um Lýðveldisdóminn hafa
að geyma ákvæði um samsetningu
dómsins. Í Lýðveldisdómnum eiga sæti
fimmtán dómarar. Tólf þeirra eru
þingmenn, en sex eru kosnir af
öldungaráðinu (sénat) og sex af
þjóðþinginu (assemblée nationale).
Hinir þrír dómararnir eru kosnir af
dómurum við franska Hæstaréttinn
(Cour de Cassation) og einn þeirra er
skipaður forseti Lýðveldisdómsins.
Ákæruvaldið við Lýðveldisdóminn er í
höndum saksóknara Hæstaréttar.
Í rannsóknarnefndinni eru þrír dómarar
og þrír varamenn skipaðir af Hæstarétti.
Rannsóknarnefndin sér um að upplýsa
mál eftir að saksóknari hefur gefið
fyrirmæli um að hefja rannsókn.
Kærunefndin sér um að taka á móti
kærum og senda þær á saksóknarann. Í
kærunefndinni eru þrír dómarar
Hæstaréttar, tveir dómarar úr Stjórn
sýsluhæstaréttinum (Conseil d‘Etat) og
tveir dómarar frá fjármála dómstólnum
(Cour des Comptes).
Meðferð máls fyrir
Lýðveldisdóminum
Hver sá maður sem kveðst hafa orðið
fyrir misgerð af völdum afbrots (crime
eða délit) sem ráðherra hefur framið í
embættisrekstri, getur sent kæru um
slíkt afbrot til kærunefndarinnar. Þegar
kæran berst kærunefndinni, metur hún
hvort kæran sé nægilega rökstudd til að
vísa henni til saksóknara. Saksóknarinn
gefur síðan rannsóknarnefndinni fyrir
mæli um að hefja rannsókn, sem byggð
er á ákvörðun kærunefndarinnar.
Saksóknari getur og vísað máli til
rannsóknarnefndarinnar ex officio
þ.e.a.s. að hann getur gefið fyrirmæli
um að hefja rannsókn án þess að afbrot
hafi verið kært. Í slíkum tilvikum eru
Aðsent efni
Franski lýðveldisdómurinn
Antoine Lochet, hdl.