Lögmannablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 18

Lögmannablaðið - 01.10.2010, Blaðsíða 18
18 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2010 Í lok september síðastliðinn fór 34 manna hópur í námsferð á vegum félagsdeildar LMFÍ til Tallinn í Eistlandi. Tallinn þykir ein fallegasta borg í Evrópu með gömlum borgar­ hluta frá tímum Hansa kaupmanna sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Námsferðir eru yfirleitt skipulagðar þannig að fagleg dagskrá og fróðleg skemmtun eru stundaðar jöfnum höndum. Þessi ferð var engin undan­ tekning þar á. Fyrsta morguninn var ekið og gengið um borgina með innlendum leiðsögumanni. Leiðsögu­ maðurinn, kona um sjötugt, var mikill karakter og það var sérstaklega skemmti legt að heyra hversu opinskátt hún talaði um þann tíma þegar landið var undir sovéskri stjórn. Þá er um­ hugsunarefni hversu mikla áherslu hún lagði á mikilvægi tjáningarfrelsisins. Að skoðunarferð lokinni var farið í dómhús í miðborginni sem hýsir tvö dómstig af þremur en Hæstiréttur er staðsettur í Tartu. Þegar Eistar fengu sjálfstæði frá Sovétríkjunum árið 1991 héldu dómarar, sem höfðu verið á tímum Sovétmanna, áfram störfum en horft var til þýskra laga við endurnýjun þeirra eistnesku. Löggjafinn Eistland varð lýðveldi árið 1918 en þjóðþing þeirra, Riigikogu, var í fyrsta skipti kosið árið 1921. Árið 1940 var landið hertekið af Rauða hernum í kjölfar leynisamninga Hitlers og Stalíns og allir þingmenn skotnir eða sendir til Síberíu. Sömu örlög biðu 10.000 manna af milljón íbúum Eistlands en árin 1941­ 1944 var landið hertekið af þýska hern­ um. Að loknu stríði tóku Sovét menn aftur við stjórnartaumum og við tók tímabil þar sem reynt var að afmá öll þjóðareinkenni Eista. Á níunda áratug 20. aldar hófu Eistar að berjast fyrir sjálfstæði og markast upphafið af tónleikum sem tugþúsundir Eista komu saman og sungu kjark í þjóðina. Eistar tala sjálfir um „söngbyltinguna“ en þeir fengu sjálfstæði árið 1991 án þess að blóði væri úthellt. Það var fróðlegt að heimsækja Riigikogu þar sem 101 þingmaður situr. Sex stjórnmálaflokkar eiga nú fulltrúa á þinginu og það vakti athygli okkar að 42 þingmenn sitja á sínu fyrsta kjör­ tímabili sem lýkur vorið 2011. Einungis 13 þeirra eru lögfræðingar en margir lögfræðingar starfa þó hjá þinginu. Þrír þeirra tóku á móti okkur, kynntu starf­ semi þingsins og svöruðu öllum spurningum okkar greiðlega. Lögmenn í Eistlandi Ein stærsta lögmannsstofa Eistlands, Tark Grunte Sutkiene, var heimsótt. Á móti okkur tók Hannes Vallikivi, sem er einn eigenda stofunnar auk þess sem hann var kosinn í stjórn Lögmannafélags Eistlands sl. vor. Á lögmannsstofunni starfa 34 lögmenn og þrír í útibúi í Tartu. Lögmannsstofan sameinaðist nýlega stórum stofum í Lettlandi og Námsferð til Tallinn Hópurinn fór í dómhús tallinnar en það hýsir tvö dómstig. Þriðja og hæsta dómstigið er í háskólaborginni tartu sem er um 200 kílómetra frá höfuðborginni. Á léttum nótum Það sem mér þótti merki legast við Eistland voru ungir lögmenn. Þórdís Bjarnadóttir Það sem mér þótti merki legast við Eistland var hvað allt er hreint og fágað og engir betlarar. Svo var gaman að heyra í fólki sem kann að meta málfrelsið og sjálfstæði landsins. Arnfríður Einarsdóttir

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.