Lögmannablaðið - 01.10.2010, Page 25

Lögmannablaðið - 01.10.2010, Page 25
LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2010 > 25 Kjarnakonur í FKL Félag kvenna í lögmennsku hefur verið öflugt það sem af er þessu starfsári en tilgangur félagsins er að efla samstarf og styrkja stöðu kvenna í lögmanna stéttinni. Í sumar m.a. var haldið í göngu upp á Esjuna. Fjölmargar konur og einn hundur mættu til leiks og fóru létt með að komast á toppinn. Í ágústmánuði prófuðu félags­ konur sjósund. Var það ógleymanleg upplifun og möguleg byrjun á sjósundfélagi LMFÍ. Nýlega var haldinn morgun­ verðarfundur þar sem kynnt var starfsemi FKA (Félag kvenna í atvinnurekstri). Í kjölfarið skráðu nánast allar viðstaddar sig í FKA enda kjarnakonur þar á ferð! Fjölbreytt vetrardagskrá er framundan og hvetur félagið allar konur í LMFÍ til að taka þátt. Það er markmið þessa starfsárs hjá stjórn FKL að efla, þétta og styrkja hinn góða hóp kvenna í LMFÍ. Að efla hópinn innanfrá gerir hann sterkari útávið. ÞHS Nokkrar hraustar sjósundkonur í Nauthólsvík. Á léttum nótum

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.