Lögmannablaðið - 01.10.2010, Side 26

Lögmannablaðið - 01.10.2010, Side 26
26 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2010 Umfjöllun Síðastliðin sjö ár hefur lögmanns stofan LOGOS tekið þátt í könnun sem gerð hefur verið um fyrirtæki ársins af VR. Oftar en ekki hefur LOGOS verið í hópi þeirra fyrirtækja sem best hafa komið út í könnuninni en árið 2008 var fyrirtækið í þriðja sæti í hópi stærri fyrirtækja, 2009 í öðru sæti en 2010 í fimmta sæti. Sigríður Þorgeirs­ dóttir lögfræðingur er fram­ kvæmdastjóri rekstrar sviðs LOGOS og segir könnunina skipta miklu máli fyrir fyrirtækið: „Við eyðum miklum tíma á vinnu­ staðnum og því skiptir máli að starfsmönnum líði vel og að andrúmsloftið sé létt.“ Hvernig kom til að þið hófuð þátttöku í könnuninni? „Upphaflega var hún einungis fyrir félagsmenn VR en svo var hún opnuð fyrir alla starfsmenn. Við sáum þetta sem tækifæri til að fá betri innsýn inn í viðhorf allra starfsmanna til þeirra þátta sem könnunin tekur til. Við erum stöðugt að vinna í því að bæta okkur og fyrirtækið og þetta er gott innlegg í þá vinnu.“ Hvert hefur svarhlutfallið verið meðal starfsmanna? „Að meðaltali hafa um 75% starfsmanna svarað könnuninni en við höfum svo nýtt okkur þjónustu Capacent, sem framkvæmir könnunina, til að fá ítarlegri greiningu á svörum okkar starfsmanna. Við hvetjum starfsfólk til að svara könnuninni af einlægni en hún er nafnlaus og þar af leiðandi ætti hún að endurspegla viðhorf fólksins. Einnig hvetjum við starfsmenn til að tjá sig við okkur um það sem betur má fara og það hefur tekist vel enda er þetta einstaklega sterkur og góður hópur. Það er því almennt þannig að það er fátt sem kemur á óvart í niður stöðunum.“ LOGOS í hópi fyrirmyndarfyrirtækja

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.