Lögmannablaðið - 01.03.2012, Side 14
14 lögmannaBlaðið tBl 01/12
á léttUM nótUM
Hið ÁrLEgA iNNANHúS KNAtt
SpyrNumót Lögmannafélags Íslands
(hið svonefnda Jólasnafsmót) fór fram
föstudaginn 25. nóvember sl.
um Jólasnafsmótið gilda reglur
sem samþykktar voru á Emilfundi
aga og íþróttanefndar á sumardaginn
fyrsta 2003. Í reglunum segir m.a. að
hámarksaldur liðs í heild megi ekki fara
yfir 300 ár, eigi megi fagna marki með
meira en einu faðmlagi per leikmann,
bannað sé að gefa þung högg undir
kjálkastað en klappa megi mönnum fyrir
jólasnafsmótið 2011
kvenþjóðin brýst fram á sjónarsviðið
sigurvegarar voru liðsmenn lögmannsstofunnar opus.
efri röð f.v.: grímur sigurðarson, flosi hrafn sigurðsson og arnar kormákur friðriksson.
neðri röð f.v.: sölvi davíðsson, erlendur Þór gunnarsson og kristján Baldursson.
á myndina vantar tvo liðsmenn sem voru farnir fyrir verðlaunaafhendingu: oddgeir
einarsson og Borgar Þór einarsson
góð tilþrif og „yngri“ leikmönnum og
léttari beri að sýna „eldri“ leikmönnum
og þyngri tilhlýðilega virðingu. Þá
kemur fram í reglunum að skilyrði sé
að meirihluti leikmannahópsins, fimm
í það minnsta, séu félagsmenn í LmFÍ,
aðrir þurfi að hafa lokið lögfræðiprófi
eða vera með bA í plöntusálfræði.
mótið var auglýst um miðjan
nóvembermánuð og var þar tekið fram
að hugsanlega þyrfti að takmarka fjölda
liða sökum þess tímaramma sem settur
hefði verið. Fyrstu liðin sem skráðu sig
til leiks tryggðu sér því þátttökurétt.
Alls óskuðu níu lið eftir því að taka
þátt í mótinu en eitt lið þurfti frá að
hverfa vegna umræddrar forgangsreglu.
Eftirtalin átta lið öttu kappi:
1. borgarlögmenn.
2. Félag kvenna í lögmennsku (FKL).
3. grínarafélagið.
4. K.F. Þruman.
5. Logos.
6. mörkin.
7. opus.
8. reynsla og léttleiki (r&L).
Athygli vakti að eitt þátttökuliða
(FKL) var eingöngu skipað konum.
Samkvæmt minni elstu manna hefur slíkt
ekki gerst áður í Jólasnafsmótinu sem
hefur þó verið haldið í tvö ár hið minnsta.
Verður að telja það sérstakt ánægjuefni
og vonandi til þess fallið að kvenþjóðin
taki virkari þátt í knattspyrnumótum
og öðrum íþróttaviðburðum á vegum
félagsins.
Starfsmaður félagsdeildar LmFÍ,
Eyrún ingadóttir, dró í eftirfarandi riðla:
riðill 1 riðill 2
borgarlögmenn mörkin
grínarafélagið opus
FKL Logos
r&L K.F. Þruman
Venju samkvæmt var leikið í
Framheimilinu og tveir alþjóðadómarar
fengnir frá Knattspyrnusambandi Íslands
til þess að dæma leikina.
riðlakeppnin var æsileg og
sýndu öll lið mikil tilþrif; tæklingar
flugu og hljóp sumum mikið kapp
í kinn. Að lokum fór það svo að
borgarlögmenn og grínarafélagið
komust áfram úr riðli 1, en opus og
mörkin úr riðli 2. Í undanúrslitum