Lögmannablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 23
GUðrÚn sesselJA ArnArDóttir, Hrl.
Aðsent efni
það sem fram fer í skýrslutökunni. Það
sem vekur hins vegar athygli er að þegar
skýrslan var skrifuð upp frá orði til orðs,
þá var ekkert getið um það að hlé hafi
verið gert á yfirheyrslunni, né heldur
að trúnaðarsamtal sakborningsins og
verjandans hafi verið tekið upp fyrir
mistök. Venjan er sú að allt er skráð
niður sem gert er og þess er sérstaklega
getið klukkan hvað gert er hlé og
klukkan hvað skýrslutöku er haldið
áfram. Það var hins vegar ekki gert í
þessu tilviki. Þá vekur einnig athygli
að ákærandinn í málinu uppgötvaði
ekki þessi mistök og gaf þá skýringu
að saksóknarar láti oft nægja að lesa
endurrit af yfirheyrslum og horfi ekki á
mynddiska með yfirheyrslunum sjálfum.
m.ö.o. að ákærendur treysti því að það
sem fram kemur í skrifuðu endurriti sé
rétt og endurspegli það sem fram fer.
mynddiskurinn með trúnaðarsamtali
sakborningsins og verjandans var því
lagt fram sem sönnunargagn í málinu,
sem er eins og áður er getið, í andstöðu
við 4. mgr. 134. gr. laga nr. 88/2008.
Í dómi héraðsdóms er sérstaklega
tekið fram að dómendur hafi hlustað og
horft á mynddiskinn með þessari skýrslu
y frá 21. janúar 2010. Engu að síður var
ekki gerð nein athugasemd við þessa
framlagningu af hálfu héraðsdóms. Hafi
dómararnir horft á allan mynddiskinn
hlaut þeim að vera ljóst að um skýrt brot
væri að ræða og þá hefði verið eðlilegt
að geta þess í dómi héraðsdóms. Það
að dómurinn vísaði til skýrslutökunnar
athugasemdalaust var í Hæstarétti talið
skýlaust brot gegn 4. mgr. 134. gr.
laga 88/2008 og taldi Hæstiréttur þetta
vítavert.
Það sem verjanda og
sakborningi fer á milli
Í umfjöllun fjölmiðla um málið hefur
komið fram að sakflytjendur, þ.e.
saksóknari og verjendur ákærða y
og X, séu sammála um að ekkert hafi
komið fram í trúnaðarsamtali y og
verjandans sem unnt hafi verið að byggja
á í málinu. Engu að síður er ljóst að
í rökstuðningi sínum fyrir sakfellingu
X víkur héraðsdómurinn að því að
upptökurnar staðfesti ekki það sem y
hélt fram þegar hann gaf skýringu á
breyttum framburði sínum fyrir dómi,
þ.e. að hann hafi verið beittur þrýstingi
af hálfu lögreglu og verið þráspurður.
m.a. af þessum sökum mat dómurinn
skýringu ákærða y á breyttum framburði
sínum ótrúverðugan. Sönnunarmatið er
vissulega frjálst og samkvæmt íslenskum
rétti er ekki óheimilt að byggja að
einhverju leyti á sönnunargögnum
sem aflað er með ólögmætum hætti
ef öðrum gögnum er jafnframt til að
dreifa. Hins vegar er í 4. mgr. 134. gr.
sml. lagt bann við framlagningu gagna
sem hafa að geyma upplýsingar um það
sem verjanda og sakborningi fer á milli.
Ef það er rétt, sem ég dreg ekki í efa,
að ómögulegt sé að afmá upptökur af
þessum mynddiskum þá hefði ákæruvald
aldrei átt að leggja fram diskinn eða
endurrit með því sem þar kom fram og
þar með hefði héraðsdómur væntanlega
eingöngu getað byggt á framburði y
fyrir dómi. Það hefði án efa leitt til sömu
niðurstöðu og í Hæstarétti.
Erlend lán
Endurútreikningur
á erlendum lánum
til staðfestingar
við útreikning
fjármálafyrirtækja
Nánari upplýsingar:
Valur Fannar Þórsson
í síma 545 6292
eða í tölvupósti
vthorsson@kpmg.is
kpmg.is