Lögmannablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 29
lögmannaBlaðið tBl 01/12 29
niðurlag
Dómar Hæstaréttar í gengistrygg ingar
málum hafa verið misvísandi og niður
staða að verulegu leyti ráðist af því
hverjir hafa setið í dóminum hverju
sinni. Hvorki stjórnvöld, fjármálafyrirtæki
né aðrir hafa verið í öfundsverðu
hlutverki við að reyna að fylgja leiðsögn
réttarins.
Við setningu laga nr. 151/2010 var
stjórnvöldum og löggjafanum a.m.k.
nokkur vorkunn að líta svo á að í
afdráttar lausu orðalagi Hæstaréttar í máli
nr. 471/2010 fælist að óhjákvæmilegt
væri að endurreikna lánið að nýju og
horfa framhjá öllum greiðslum. Í
dóminum er m.a. vísað til þess að „bein
og órjúfanleg tengsl“ séu á milli
gengistryggingar og vaxta og slík
vaxtakjör „gátu ekki komið til álita nema
í tengslum við gengistryggingu þess.“
Auk þess sem „ógildi ákvæðisins um
gengistryggingu leiði til þess að líta verði
með öllu framhjá ákvæðum samningsins
um vaxtahæð.“ Í dóminum er ekki reynt
að draga úr fordæmisgildi hans með
því að setja einhverja fyrirvara við þetta
orðalag.
Það voru ekki aðeins stjórnvöld og
löggjafinn sem lögðu þennan skilning
til grundvallar við lagasetninguna,
heldur kemur hann einnig fram í
niðurstöðum héraðsdómara og hjá þeim
dómurum Hæstaréttar sem sátu í
réttinum í málum nr. 471/2010 og nr.
600/2011. raunar töldu tveir fastir
dómarar réttarins sig vanhæfa vegna
tengsla við málsaðila, en annar dómarinn
og maki hins, voru eða höfðu verið
samstarfsmenn annars málsaðila. tveir
dómarar sem skipuðu meirihluta
réttarins voru einnig fyrrum samstarfs
menn málsaðila en töldu sig hins vegar
ekki vanhæfa.
Þegar fyrir liggur samkvæmt dómi
Hæstaréttar nr. 471/2010 að grunn
forsenda fyrir vaxtaákvörðun reynist
ógild og sú niðurstaða er viðurkennd
bæði af meirihluta og minnihluta
Hæstaréttar í máli nr. 600/2011 er erfitt
að koma auga á, að allt að einu skapist
forsendur fyrir því að víkja til hliðar
meginreglum kröfuréttar um að kröfuhafi
eigi rétt á að fá fullar efndir og þeirri
reglu vaxtalaga að endurreikna eigi
kröfuna miðað við vexti Seðlabanka
Íslands frá stofndegi.
Þótt vissulega megi fallast á það að
skuldarar geti verið í góðri trú þegar
þeir greiði afborganir og vexti sem taka
mið af gengistryggingu er erfitt að sjá
hvernig þeir geta verið í góðri trú um
að greiða sömu vexti eftir að gengis
tryggingin hefur verið felld niður.
Ástæðan fyrir því að þeir tóku slíkt lán
var að tryggja sér lægri vexti gegn því
taka á sig áhættu á að gengi erlendu
myntanna hækkaði. Vextir fela í sér verð
á mynt. Ef viðskipti með tiltekna mynt
eru ólögmæt er ekki hægt að miða við
vexti af myntinni. Í meirihluta og
minnihlutaákvæði Hæstaréttar í máli nr.
600/2011 er vísað til dóms Hæstaréttar
nr. 471/2010 um að slíkt komi ekki til
álita. Er vandséð hvernig hægt er að
krefjast þess að gengistrygging, sem
vextir miðast við, falli niður og vera á
sama tíma í góðri trú um að það hafi
ekki áhrif á vextina. Hér er ekki verið
að fullyrða að það eitt og sér eigi að
leiða til annarrar niðurstöðu en þeirrar
að fullnaðarkvittunin haldi gildi sínu,
heldur einungis því að sú niðurstaða
verður ekki byggð á að skuldarinn hafi
verið í góðri trú.
Þá er talsverð einföldun fólgin í þeirri
röksemd meirihlutans að fjárhæð vaxta
sé umtalsverð þegar litið er til upphaf
legrar lánsfjárhæðar. bæði meirihluti og
minnihluti Hæstaréttar voru sammála
um það að órjúfanleg tengsl væru á
milli vaxta og gengistryggingar. Við mat
á því hvort fjárhæðir eru umtalsverðar
liggur því beint við að meta hver er
fjár hæð vaxta og gengistryggingar fyrir
og eftir endurútreikning. Fjárhæð vaxta
og gengistryggingar eftir endurútreikning
leiðir til þess að lánið lækkar um ca.
14 milljónir, sem varla felur í sér mikla
röskun á hagsmunum skuldara. Þessi
niðurstaða Hæstaréttar felur í sér að
vextir lánsins eru lægri en ef tekið hefði
verið óverðtryggt lán á þessum tíma
eða verðtryggt íbúðarlán, eins og
algengast var.
Þá er sérkennilegt að bera saman
óverðtryggðan höfuðstól frá 2006 við
vaxtagreiðslur sem eiga sér stað á
tímabilinu frá 2006 – 2011. Hér á landi
hafa verðsveiflur vegna verðbólgu og
hátt raunvaxtastig verið einkenni á
íslensku verðlagi. Íslendingar hafa búið
við verðtryggingu síðan 1979 sem var
að einhverju leyti svar við óstöðugum
gjaldmiðli og verðsveiflum fyrir þann
tíma. Frá 1979 eru dæmi um tímabil þar
sem verðtryggðar skuldbindingar, laun
og annað verðlag hafa sveiflast
gríðarlega. Sama má raunar segja um
gengisfellingar á þessu tímabili. Eðlilegra
hefði því verið að meta hvort fjárhæð
vaxtanna hafi verið umtalsverð út frá
raunvaxtastigi, verðþróun þ.á.m. launa
þróun eða almennum lánakjörum eins
og raunar vaxtalög gera ráð fyrir, en
ekki nafnvirði höfuðstólsins frá 2006.
Þá er erfitt að sjá hvaða þýðingu sá
rökstuðningur meirihluta Hæstaréttar
hafi, að skuldbinding umrædds skulda
bréfs hafi verið til langs tíma eða 30
ára. með þessu er Hæstiréttur að gefa
til kynna að lánstími geti skipt máli og
önnur niðurstaða kunni að eiga við ef
um er að ræða lán til skemmri tíma. Án
frekari skýringa er erfitt að átta sig á
þessum röksemdum. úrlausn Hæstaréttar
lýtur að fullnaðargreiðslu afborgana og
vaxta á ákveðnu tímabili og það er fyrst
og fremst tímalengd þess sem skiptir
máli, en ekki heildar lánstími. Vaxta
tímabil eru nánast undan tekningalaust
til skamms tíma og tímalengd þeirra
yfirleitt svipuð, óháð lánstíma.
Loks er sú niðurstaða að það standi
fjármálafyrirtækinu nær að bera hallann
af þessu en einstaklingum, einfaldlega
ákvörðun um það að dreifa þessu tjóni
á aðra viðskiptavini fjármálafyrirtækja.
Sá kostnaður kann að vera verulegur
og takmarka svigrúm þeirra til að koma
til móts við aðra viðskiptavini sína.
Dómurinn vekur upp fjölmargar spurn
ingar sem ekki er unnt að svara nema
með frekari dómsmálum. Endanlegur
kostnaður fjármálafyrirtækjanna liggur
því ekki fyrir.
Niðurstaða þessara vangaveltna er
sú að dómur Hæstaréttar nr. 600/2011
hljóti að teljast frekar veikt fordæmi,
ekki einungis vegna þess að rétturinn
klofnar í meirihluta og minnihluta,
heldur ekki síður vegna þess hve
rökstuðningur meirihlutans byggir á
veikum grunni.
Aðsent efni