Lögmannablaðið - 01.12.2013, Qupperneq 9
lögmannaBlaðið tBl 04/13 9
UMfJÖllUn
einhæft og gamaldagS menntakerfi
að mínu mati er grunn og mennta
skólakerfið mjög einhæft og
gamaldags og það hvetur ungt
fólk eingöngu til þess að velja
fáar greinar í háskóla. Það er t.d.
áberandi á Íslandi hversu fáir velja
að mennta sig í tæknigreinum.
grunn og menntaskólakerfið ýtir
öllum nemendum í sömu átt þannig
að á endanum fara flestir sem klára
menntaskóla í sömu greinarnar í
háskólum; t.a.m. lögfræði, verkfræði,
viðskiptafræði.
Nýútskrifaður lögfræðingur
upp inntökupróf í lagadeildina þar sem
stefnt verður að því að 150 nemendur
verða teknir inn á fyrsta ári. Að sögn
Eyvindar g. gunnarssonar forseta
lagadeildar má gera ráð fyrir að færri
útskrifist í kjölfarið en nauðsynlegt er að
lagadeildin geri miklar kröfur til þeirra
sem hyggjast starfa sem lögfræðingar og
gegna trúnaðarstörfum í samfélaginu.
„Við erum að útskrifa fólk til að verða
lögfræðingar. Ég geri mér grein fyrir
því að þeir sem ljúka lagaprófi eru
vel í stakk búnir til að gegna ýmsum
öðrum störfum. Aftur á móti hef ég
miklar efasemdir um skynsemina í því
að útskrifa á næstu árum hundruð
lögfræðinga til að gegna störfum sem
ólöglærðir er fullfærir um að sinna.
Auk þess hef ég ekki orðið var við annað
en að nemendur sem stunda nám við
lagadeild Háskóla Íslands ætli sér að
starfa sem lögfræðingar í framtíðinni. Er
það spennandi framtíðarsýn að mennta
sig til ákveðinna starfa en að þurfa svo
að hasla sér völl á allt öðrum vettvangi?
Er þeim tíma vel varið í háskólanámi?,“
spurði hann.
guðmundur sigurðsson forseti laga
deildar Háskólans í Reykjavík segir að
aldrei hafi verið meiningin að mennta
alla lögfræðinga til að verða lögmenn:
„Mín skilaboð eru þau að lögfræðinám
er góð menntun sem getur nýst á
mörgum sviðum samfélagsins. Menn fá
góða þjálfun í laganáminu til að vinna
sig í gegnum álitaefni sem nýtist við ýmis
önnur störf í samfélaginu. Það þarf
að breyta því viðhorfi að lögfræðingar
eigi einungis að sinna lögmennsku og
lögfræðistörfum í þrengri merkingu þess
orðs,“ sagði hann.
Háskólinn á Bifröst tekur nú þátt
í alþjóðlegu samstarfsverkefni sem
nefnist „Law Without Walls“ en markmið
þess er að bregðast við breyttri stöðu
lögfræðinga á vinnumarkaði. Að sögn
Helgu kristínar Auðunsdóttur, sviðsstjóra
lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst gengur
verkefnið út á að samtvinna lögfræði
við nýsköpun til efla skapandi hugsun
hjá lögfræðingum. „Það er ljóst að í
framtíðinni verða lögfræðingar ekki
einungis í hefðbundnum lögfræði
störfum og þeir þurfa að skapa sín
eigin tækifæri. Það er hlutverk okkar,
sem erum í háskólasamfélaginu, að
undirbúa nemendur til að takast á við
nýjar áskoranir og aðstæður á breyttum
vinnumarkaði,“ sagði hún.
Að sögn ágústs Þórs árnasonar,
formanns lagadeildar Háskólans á
Lagaþýðingar í öruggum höndum
Sérhæfðir þýðendur með víðtæka reynslu af öllum sviðum lagatexta.
Öll helstu tungumál. Traust og fagleg þjónusta.
Sendu okkur fyrirspurn á skjal@skjal.is og við komum þinni þýðingu í öruggar hendur.
Skjal þjónusta ehf. - Síðumúla 28 - 108 Reykjavík
Sími: 530 7300 - www.skjal.is
fleiri Skólar, minni kröfur, fleiri
lögfræðingar, aukið atvinnuleySi
Ég get talið upp fólk í kringum mig
sem ekki hefur fengið vinnu eftir
útskrift og enn fleiri sem ekki hafa
hlotið fastráðningu. toppnemendur
og ástæðan er augljós. Fjórir háskólar
sem útskrifa lögfræðinga og ekkert
samræmi er á milli þeirra krafna sem
gerðar eru í þeim. ef þú stendur þig
ekki nógu vel í einum háskóla, þá
færir þú þig yfir í þann næsta og
færð gráðuna þar. ólíkt þeim áhrifum
sem oxford og Harvard hafa hvor á
annan, þar sem keppst er um besta
námið, hefur samkeppnin hér orðið
til þess að kröfur eru minnkaðar. Fleiri
skólar minni kröfur gerðar í námi
fleiri lögfræðingar aukið atvinnuleysi.
einfalt. að mínu mati hefur átt sér
stað ámælisverð gengisfelling á heilli
stétt með 5 ára háskólanám að baki.
Nýútskrifaður lögfræðingur