Lögmannablaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 20

Lögmannablaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 20
20 lögmannaBlaðið tBl 04/13 UMfJÖllUn um samruna greiðslu gjaldfallinna krafna á hendur félögunum og tryggingar fyrir ógjaldföllnum kröfum. dómurinn taldi því að hér væri um vangæslu Es að ræða og að hún hafi leitt til þess að áfrýjandi hefði farið á mis við að fá tryggingar fyrir þeim verulegu fjárhæðum, sem hann átti ógreiddar frá Fs21 ehf. af kaupverði hlutanna í Vinnulyftum ehf. og smiðsbúð 12 ehf. og áður hefur verið getið. Var skaðabótaábyrgð af þessum sökum felld á Es og kPmg ehf. og voru því kPmg ehf., kPmg Fs ehf., B og Es dæmdir sameiginlega til greiðslu. Bar hluta tjóns sjálfur tjón E var talið nema í heild sinni kr. 183.732.232,­. Hins vegar kemur fram í dóminum að E hafi látið undir höfuð leggjast að leita sér ráðgjafar vegna málsins og einnig er tekið fram að hann hafi frá árinu 1995 staðið fyrir atvinnurekstri og hafi aflað sér reynslu af viðskiptum. Hæstréttur taldi að sú reynsla ætti að leiða til þess að gera mætti ríkar kröfur til meiri aðgæslu en hann sýndi í þeim viðskiptum, sem málið varðar. Var niðurstaðan að E bæri hluta af tjóni sínu sjálfur, eða þriðjung. miklar kröfur til milligöngu í dómnum felst að lagðar eru ríkar skyldur á þá sem taka að sér milligöngu við sölu fyrirtækja um ítarlega ráðgjöf og leiðbeiningar til beggja aðila, jafnvel þótt viðkomandi aðilar hafi meira en áratuga reynslu af rekstri fyrirtækja. Þá horfir Hæstiréttur til þess að kPmg hafi í reynd tekið að sér milligöngu um fyrirtækjaviðskiptin þótt formlegt orðalag í samkomulagi hafi ekki endilega borið slíkt með sér og að E hafi borið um það við meðferð málsins að hann hafi talið kPmg vera að gæta hagsmuna kaupenda, en ekki sinna hagsmuna. Þessi sjónarmið virðast hafa ráðið mestu um sýknu í héraði sem og að ekki hafi í sjálfu sér verið neitt athugavert við vinnubrögð kPmg í málinu. Ennfremur er áhugavert að svo virðist sem kaupsamningur milli aðila sé skýr um að hluti söluverðs verði greiddur síðar og án þess að beinar tryggingar séu veittar. Þetta kemur þó að einhverju leyti inn í það mat dómsins að fella hluta af tjóninu á stefnanda. Ætla má að þeir sem sinni ráðgjöf á sviði fasteigna­ og fyrirtækjaviðskipta þurfi að gaumgæfa forsendur Hæstaréttar í þessum dómi og taka mið af þeim varðandi aðkomu sína að verkefnum sem þessum þegar fram líða stundir. ÁH Jólaaðventuhádegisverðarhlaðborðssamverustund LögmAnnAFÉLAg ísLAnds, Lögfræð­ ingafélag íslands og dómarafélag íslands stóðu fyrir jólahádegisverði á aðventunni eins og síðustu ár. Rúmlega 100 lögfræðingar snæddu saman ljúffenga forrétti, vænar flísar af feitum sauðum, piparkökur eftir uppskrift bakarans í Hálsaskógi, jólagrís að hætti móður Emils í kattholti og svo danskættaða eftirrétti við undirleik jólalaga í útvarpi allra landsmanna.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.