Lögmannablaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 19

Lögmannablaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 19
lögmannaBlaðið tBl 04/13 19 UMfJÖllUn á kr. 455.000.000,­ og skyldi greiða á þrennan hátt; í fyrsta lagi með greiðslu við undirritun samningsins, í öðru lagi með útgáfu skuldabréfs að fjárhæð kr. 90.000.000,­ og í þriðja lagi með greiðslu kr. 105.000.000,­ í reiðufé 31. mars 2008. skuldabréfið var gefið út í júlí 2007 af Fs21 ehf. til stefnanda og bar að greiða með einni afborgun hinn 1. ágúst 2010 en lánið bar 10,5% fasta vexti frá 11. júlí 2007 og skyldu þeir greiðast eftir á einu sinni á ári, hinn 1. ágúst ár hvert. Fs21 ehf. og Vinnulyftur ehf. voru sameinuð undir nafni síðarnefnda félagsins og var samruninn auglýstur í Lögbirtingarblaðinu 5. desember 2007. kaupverð ekki greitt að fullu svo fór að ekki var staðið við nema hluta af kaupverðinu samkvæmt samningi, m.a. var greiðslan í mars 2008 lækkuð úr 105 milljónum í rúmar 40 milljónir vegna tiltekinna fyrirvara í kaupsamningi um veltutölur Vinnulyftna ehf. og fleiri þátta en þessi lækkun byggði á einhliða mati kaupenda. um lækkunina varð strax ágreiningur milli aðila. Ekki voru greiddar vaxtagreiðslur af skuldabréfinu 2008 og 2009 og fékk E áritaða stefnu á hendur Vinnulyftum ehf. vegna þess. síðar fór svo að Vinnulyftur ehf. var úrskurðað gjaldþrota árið 2010. stefnandi lýsti kröfum í þrotabúið sem voru samþykktar af hálfu skiptastjóra. Fram kom við aðalmeðferð málsins í héraði að skiptastjóri teldi líklegt að eitthvað fengist upp í almennar kröfur, sem námu alls rúmum 1,1 milljarði króna. áhersla á skyldur milligönguaðila í dómi Hæstaréttar, sem sneri sýknudómi héraðsdóms, voru dæmdar skaðabætur óskipt á hendur kPmg ehf. og kPmg Fs ehf. og tveimur starfsmönnum. í dóminum er farið ofan í skilyrði 1. mgr. 1. gr. laga nr. 99/2004, um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa og vísað til þess að í lögskýringargögnum komi fram að í slíkri milligöngu felist meðal annars í undirbúningi viðskipta með fasteign, skip eða fyrirtæki, svo sem kynningu á eigninni, ráðgjöf, samningsgerð og skjalagerð. taldi Hæstiréttur að þegar horft væri til orðalags í verkefnistillögu og annarrar aðkomu kPmg að viðskiptunum mætti jafna henni til þess að um milligöngu í skilningi 1. mgr. 1. gr. laganna væri að ræða. Þá kemur fram í dómnum að samkvæmt 15. gr. laganna hvíli skylda á þeim, sem hefur slíka milligöngu, til að liðsinna bæði seljanda og kaupanda og að ekki stoði að benda á að kaupandi hafi leitað til kPmg en seljandi ekki, eða að seljandi hafi notið ráðgjafar annars staðar frá. misvægi í tryggingum aðila dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið gegn þessum skyldum við viðskiptin. Þar er sérstaklega lögð áhersla á að seljandinn hafi ekki fengið neinar tryggingar fyrir því að fá kaupverðið greitt en kaupandi hins vegar fengið tryggingar í formi fasteignaveðs vegna hugsanlegrar kröfu vegna breytinga sem kynnu að verða gerðar á álagningu opinberra gjalda. um þetta segir í dómi réttarins: „Eins og hér var ástatt hafði ekki aðeins verið raskað mjög jafnvægi milli skyldna seljanda og kaupanda, heldur var jafnframt brýn ástæða til að gera áfrýjanda skýra grein fyrir þeirri stórfelldu áhættu, sem hann bar af viðskiptunum, og ráða honum eindregið frá því að ganga til þeirra án þess að viðhlítandi trygging yrði sett fyrir greiðslu kaupverðsins, þar á meðal skuldabréfsins.“ niðurstaðan er sú að vanræksla hafi átt sér stað og að tjón stefnanda sé í nægjanlegum tengslum við það. Var skaðabótaábyrgð vegna þessa tjóns áfrýjanda felld óskipt á stefndu B, kPmg ehf. og kPmg Fs ehf. samrunatilkynning þótti ófullnægjandi Þá var ábyrgð einnig felld á Es, endurskoðanda á vegum kPmg, sem sá um samrunatilkynningu Vinnulyfta ehf. og Fs21 ehf. en þar kom fram að ekki yrði séð að sameining félaganna kæmi til með að „rýra verulega möguleika lánardrottna á fullnustu krafna í hverju félagi um sig.“ í dómnum er talið að þar sem kPmg hafi haft vitneskju um að glitnir hefði tekið veð í öllum eignum félaganna hafi það með engu móti staðist að sameiningin skerti ekki möguleika lánardrottna félaganna, einkum Vinnulyfta ehf. en þó einnig Fs21 ehf., á að fá fullnustu krafna sinna og „var sú skerðing að auki stórfelld“. Fram kemur að ef rétt yfirlýsing hefði verið gefinn hefði E getað notið réttar eins og aðrir lánardrottnar félaganna til að krefjast innan mánaðar frá ákvörðun

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.