Lögmannablaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 29

Lögmannablaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 29
lögmannaBlaðið tBl 04/13 29 UMfJÖllUn starfið snúist um að láta gott af sér leiða. í mörgum þessara landa eru vandamálin mjög alvarleg, þar sem fólk er pyntað eða sætir annarri illri meðferð, og aðstæður í fangelsum eru víða skelfilegar. Þá er flóttamanna­ og innflytjendavandinn vaxandi og aðstæður flóttamanna eða innflytjenda, t.d. í grikklandi eða á ítalíu, verulega slæmar. svo eru auðvitað önnur mál sem maður getur í vissum skilningi sagt að séu „mýkri“ þótt það séu auðvitað mikilvæg mannréttindamál, eins og t.d tjáningarfrelsið sem hefur verið löng og ströng barátta fyrir í mörgum þessara ríkja. án tjáningarfrelsis er ekkert virkt lýðræði. Getur þú nefnt fleiri eftirminnilegt mál sem þú tókst þátt í að dæma? Það eru mörg mál sem eru eftirminnileg. Eitt þeirra er „Al skeini gegn Bretlandi“ sem var fyrir yfirdeildinni, og snérist um það hvort og að hve miklu leyti breskir hermenn, sem tóku þátt í stríðsrekstri í írak, ættu að virða mannréttindasáttmála Evrópu í samskiptum sínum við óbreytta borgara þar. maður hefði haldið fyrirfram að þeir myndu ekki vera skuldbundnir sáttmálanum á slíku ferðalagi þar sem þetta væri utan lögsögu Bretlands. En það var nú niðurstaðan engu að síður á grundvelli þess sem kallast „effective control“. Lögsaga dómstólsins er ekki bara landfræðileg heldur eru ríkin sem eru aðilar að sáttmálanum einnig bundin af honum í samskiptum sínum í öðrum heimshlutum ef skilyrði um „effective control“ er uppfyllt. Þetta er dæmi um mál sem var í senn áhugavert og mikilvægt í hinu stærra heimspólitíska samhengi. Annað mál sem er eftirminnilegt er „konanov gegn Lettlandi.“ Það varðaði meinta stríðsglæpi sem kona­ nov þessi átti að hafa framið í seinni heimstyrjöldinni. Það var talið að Lettland hefði ekki brotið gegn ákvæðum sátt­ málans með þessum málarekstri gegn honum eftir að Lettar fengu sjálfstæði sitt. málið var stórpólitískt og Rússar mjög ósáttir, enda var maðurinn álitinn stríðhetja þar í landi. mörg mál gegn Bretlandi hafa verið mjög áhugaverð, þótt þau teljist misjafnlega mikilvæg. Ég var svo heppinn að vera mestan minn tíma í deildinni þar sem fengist er við mál gegn Bretlandi. má þar nefna „Eveida o.fl. gegn Bretlandi“ en þar reyndi á hvort vinnuveitanda er heimilt að banna starfsmönnum sínum að bera trúartákn á sér. Flugfreyja hjá einu bresku flugfélaganna vildi bera kross og hafa hann sýnilegan utan yfir einkennisbúninginn en flugfélagið hafði bannað það. starfsmaður borgar­ skrifstofu vildi ekki gefa saman fólk af sama kyni af trúarlegum ástæðum og stóð frammi fyrir starfsmissi. Þótt deila megi um alvarleika eða mikilvægi slíkra mála eru þau býsna áberandi í Evrópu þessa dagana. Enn eitt eftirminnilegt mál er „mosley davíð Þór Björgvinsson hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum á starfsferli sínum. auk þess að hafa verið dómari við mde, hefur hann verið fulltrúi á lögmannsstofum, aðstoðarmaður dómara við efta dómstólinn og prófessor við lagadeildir háskóla íslands og háskólans í reykjavík svo fátt eitt sé nefnt. alls eru 47 dómarar við mde sem koma frá flestum evrópulöndum. dómurum er skipt upp í fimm deildir með níu til tíu dómurum í hverri þeirra. Í hverjum dómi sitja yfirleitt sjö dómarar, en í yfirdeild, grand Champer, sitja 17 dómarar.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.