Lögmannablaðið - 01.12.2013, Qupperneq 17

Lögmannablaðið - 01.12.2013, Qupperneq 17
lögmannaBlaðið tBl 04/13 17 efni greinar lögmaður kemur jafnan fram fyrir hönd umbjóðenda sinna en ekki í eigin nafni í máLi ÚRskuRðARnEFndAR lögmanna nr. 10/2012 kom til skoðunar hvort lögmaður hafi með framgöngu sinni gengið gegn því sem hann sannast vissi og með því brotið gegn framangreindu ákvæði siðareglna lögmanna. málsatvik voru á þá lund að kærandi átti fasteign í danmörku og leitaði hinn kærði lögmaður til hans fyrir hönd umbjóðanda síns í tengslum við möguleg kaup á henni. Var í því skyni lagt fram tilboð í eignina og úrskurðarnefnd telur að málatilbúnaður aðila verði skilinn á þann hátt að það kauptilboð hafi verið samþykkt af hálfu kæranda. Ekkert varð hins vegar af því að kaupsamningur milli aðila væri undirritaður og taldi kærandi að með því væri tilboðið fallið niður. Hinn kærði lögmaður sendi í framhaldinu bréf á kæranda og óskaði eftir því að kaupsamningsfundur yrði haldinn og að umbjóðandi hans hygðist halda kaupunum upp á kæranda gegn greiðslu kaupverðs. Var þessu fylgt eftir af hálfu hins kærða lögmanns með því að hann boðaði til kaupsamningsfundar. kaupsamningsfundurinn var síðan haldinn og kaupsamningur gerður milli aðila á grundvelli kauptilboðsins. samkvæmt kaupsamningi var gert ráð fyrir að tiltekin fasteign í Reykjavík stæði til fullnustu greiðslum en síðar kom í ljós að umrædd fasteign var í nauðungarsölumeðferð og hafði kaupandinn því engar heimildir til að veðsetja hana. Fullyrðing í kaupsamningi aðila að sú fasteign yrði seld félagi í eigu nafngreindra aðila á 330 milljónir reyndist haldlaus. á sama tíma og þessi viðskipti áttu sér stað fékk kærandi tilboð frá öðrum aðila í fasteignina. Ekkert varð af sölu eignarinnar til þess aðila enda hélt upphaflegur kauptilboðshafi tilboði sínu upp á kæranda á sama tíma eins og áður er lýst. kaupsamningur milli aðila var hins vegar aldrei efndur af hálfu kaupanda og hinn kærði lögmaður svaraði engum erindum kæranda í kjölfar þess að greiðslufall varð. Var samningnum síðar rift og áskilnaður gerður af hálfu kæranda um skaðabætur. kærandi krafðist þess fyrir úrskurðar­ nefndinni að hún úrskurðaði um hvort kærði hefði brotið gegn góðum lögmannsháttum eins og þeir komi fram í siðareglum lögmanna og lögum um lögmenn. Einnig krafðist kærandi þess að nefndin úrskurðaði um það hvort kærði kynni að hafa skapað sér bótaábyrgð vegna framgöngu sinnar í málinu og skjalagerðar. Byggði kærandi á því að hinn kærði lögmaður hefði með villandi hætti, og að því er virðist með ráðnum hug, blekkt kæranda til samninga undir þvingun og með því eyðilagt söluferli gagnvart þriðja aðila sem hafi verið á lokastigi. í því sambandi var einkum tvennt sem kærandi nefndi því til stuðnings. Annars vegar að hinn kærði lögmaður hefði fullyrt að kaupsamningsgreiðsla umbjóðanda hans væri til reiðu og hins vegar að í kaupsamningsdrögum sem kærandi byggði á að lögmaðurinn hefði samið, hefðu komið fram ákveðnar fullyrðingar um þá tryggingu sem boðin var fram með afsali á fasteign í Reykjavík. síðar kom í ljós að enginn fótur hafi verið fyrir þessum fullyrðingum. í athugasemdum sínum til nefndar­ innar hafnaði hinn kærði lög maður að hann hefði blekkt kæranda til samninga við umbjóðanda sinn. krafðist kærði þess að kærandi, sem væri sjálfur lögmaður, yrði víttur fyrir tilhæfu lausar sakir og fyrir að reyna blekkja úrskurðarnefndina. Þá hafnaði hann því að hann hefði komið nálægt gerð kaupsamnings aðila eða þeim tryggingum sem settar voru fram fyrir efndum hans. Úrskurðarnefndin vísaði frá þeirri kröfu kæranda að mælt yrði fyrir um mögulega bótaábyrgð kærða enda stæðu engar heimildir til þess. um mat á því hvort ákvæði 1. gr. siðareglna lögmanna hefði verið brotið í umrætt sinn, kom fram að hafa þyrfti í huga að lögmenn komi jafnan fram fyrir hönd umbjóðenda sinna en ekki í eigin nafni. upplýsingagjöf um fjárhagsleg málefni umbjóðanda verði að líta á sem eigin upplýsingagjöf umbjóðandands í gegnum viðkomandi lögmann en ekki upplýsingar sem lögmaðurinn veitir að undangenginni sjálfstæðri athugun á málefninu. Hið sama gildi þegar lögmaður bjóði fram tilteknar tryggingar fyrir hönd umbjóðanda síns. Ekki séu gerðar kröfur um að lögmaðurinn hafi með því lagt sjálfstætt mat á gildi þeirra. án frekari staðfestingar af hálfu hins kærða lögmanns, gat kærandi þannig ekki treyst á að um væri að ræða upplýsingar sem kærði hefði sjálfur staðreynt. á kæranda hvíldi sönnunarbyrðin um það að hinn kærði lögmaður hefði með framgöngu sinni gengið gegn því sem hann vissi sannast. í málinu lægi ekkert fyrir um það að hinn kærði lögmaður hefði þekkt svo gjörla til fjárhags umbjóðanda síns að honum hafi verið það ljóst að umbjóðandinn gæti ekki greitt umrædda kaupsamningsgreiðslu eða staðið við að leggja fram umræddar tryggingar. Var það því mat nefndarinnar að lög­ maðurinn hefði ekki gert á hlut kæranda með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna. Ingvi Snær Einarsson hdl. lögmanni ber að efla rétt og hrinda órétti. skal lögmaður svo til allra mála leggja, sem hann veit sannast eftir lögum og sinni samvisku (1. gr. Codex ethiCus).

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.