Lögmannablaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 18
18 lögmannaBlaðið tBl 04/13
UMfJÖllUn
ÞAnn 7. nóVEmBER s.l. kvað
Hæstiréttur íslands upp áhuga verðan
dóm (mál nr. 302/2013) þar sem reyndi
á ábyrgð þeirra sem koma að sölu
fyrirtækja í skilningi laga nr. 99/2004,
um sölu fast eigna, fyrirtækja og skipa.
málið beindist gegn kPmg ehf., kPmg
Lausnum ehf. og kPmg Fs ehf. sem
höfðu komið að tilteknum viðskiptum
með einka hlutafélög árið 2007 en
auk þess var tveimur starfs mönnum
kPmg, þeim B og Es, stefnt í málinu
og sjóvaAlmennum og tryggingar mið
stöð varinnar til réttar gæslu.
kaup á einkahlutafélögum
Atvik málsins voru þau að E, stefnandi
málsins, átti tvö einkahlutafélög,
Vinnulyftur ehf. og smiðsbúð 12 ehf.
Félagið smíðandi ehf. hafði hug á að
kaupa þessi félög og reka áfram og
höfðu leitað til kPmg af þeim sökum.
í apríl 2007 undirrituðu stefndi B, f.h.
kPmg ehf. og smíðandi ehf. skjal sem
bar heitið „Verkefnistillaga um þjónustu
vegna kaupa á Vinnulyftum ehf., og
smiðsbúð 12 ehf.“.
stofnað var félag í kringum þessi
viðskipti og sá „CFfyrirtækjasala ehf.“
(félagið heitir í dag kPmg Fs ehf.) um að
stofna félagið Fs21 ehf. Það félag gerði
svo tilboð í allt hlutafé félaganna tveggja
en hlutafé í Fs21 ehf. var svo keypt af
þeim þremur einstaklingum sem voru
á bak við smíðanda ehf. í kjölfarið var
svo gengið frá kaupsamningi Fs21 ehf.
á félögunum tveimur.
Leitað var fjármögnunar vegna
kaupanna og fékkst hún hjá glitni
gegn veði í öllum tækjum og fasteignum
félagannna tveggja.
samþykkt kauptilboð hljóðaði upp
kpmgdómurinn:
miklar kröfur til milligöngu um
fyrirtækjasölu