Lögmannablaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 24
24 lögmannaBlaðið tBl 04/13
Á léttUM nótUM
viðstaddur fund hjá héraðsdómi, þegar
dómstjóri úthlutaði máli mínu um leið
og ákæra var birt. Það gerði hann með
orðunum: „jæja, tadayoshisan, það er
best að þér takið þetta mál, þér eruð
jú svo kunnugur svona – bormálum!“
með þessu var dómstjóri, á formlegum
fundi, að ýja að einum hinna dýrari
fyrriparta sem gengið höfðu fjöllum
hærra undanfarna viku: „Biðill tól þá
brúði fól / bor hlaut skjól þar nára ...“.
Allir hlógu, flestir af innileik en aðrir af
kurteisi – nema auðvitað ég. mér var
ljóst að dómarar eru betur meðvitaðir
en aðrir um þær mannlegu tilfinningar,
sem kunna að búa að baki ólíklegustu
málum, en samt leyfði hann sér nú að
hafa þetta mál í flimtingum í áheyrn
minni, væntanlegs sakbornings. Ég gat
ekki annað en efast um sanngirni og
óhlutdrægni þeirrar málsmeðferðar sem
í vændum var.
Ég þekkti lítillega til tadayoshisan.
Hann var af traustum samuraiættum,
greindur og duglegur piltur og góður
lög fræð ingur, en afar metnaðargjarn. í
dómara störfum hafði hann ávallt verið
hliðhollur valdastéttum og þeim sem
valda tengsla nutu. Hann hafði jafnvel
gengið lengra í þeim efnum en sjálfur
Hæsti réttur í kyoto. Ætla mátti að hann
vildi nýta málið til að greiða sér leið í
Hæsta rétt.
ákæruatriðin voru mér þó meira
áhyggjuefni. Þau voru, svo að hið
lítilvægasta sé tekið fyrir fyrst, að ég
hefði brugðist skyldum mínum sem
embættismaður. í öðru lagi hefði ég
stefnt í hættu öryggi ríkisins. í þriðja
lagi hefði ég, hvorki meira né minna,
gerst sekur um crimen læsæ majestatis,
þ.e. atlögu að persónu keisarans.
Ég gat ekki fundið að neitt hinna
tilvitnuðu refsilagaboða ættu við um
hátignarlegorð, enda voru alls engin
ákvæði í japönskum hegningarlögum um
slíkt. Var því opin leið fyrir saksóknara
og dómara að koma sér í mjúk hjá æðstu
stjórn ríkisins með kröfugerð og dómi úr
takti við sett refsilög og þá sök sem ég
þó kann að hafa borið. Víst var einnig
að hvorki aðall né alþýða myndu taka
vægum dómi vel.
í gæsluvarðhaldinu gat ég, stöðu minnar
vegna, átt nokkurt óbeint samband við
saksóknara, enda þótt ekki væri gert
ráð fyrir því í lögum. Ég hafði búist við
og vonast eftir líflátsdómi, en ekki átti
mér að verða að þeirri ósk. krafist var
ævilangrar þrælkunarvinnu í tinnámum
norður á Hokkaídó. Fræðilega séð
er sú refsing talin mildari en líflát ef
almúgamaður á í hlut, en ég taldi mig
kunna nógu mikið í lögum til að vita
að maður í minni stöðu ætti rétt á
líflátsdómi, ef ekki seppuku, við aðstæður
sem þessar. í kröfugerð saksóknara fólst
því félagslegur stöðumissir. nærtækt
var einnig að ætla að með ævilöngum
þrælkunardómi myndi réttvísin halda því
fram, uns málið hyrfi í gleymskunnar
djúp, að mér hefði verið sýnd öll
hugsan leg linkind og miskunn.
á þessum tíma var japanskt saka
mála réttarfar þannig að saksóknari lagði
fram skriflega ákæru en dómari sá um
að upplýsa mál og dæma. í samræmi
við það var réttur settur og mér gert að
svara spurningum tadayoshi dómara.
Ein hin fyrsta þeirra var: „Hvort ykkar
átti frumkvæði að því að þið legðust
saman?“
Ég hafði talsvert reynt að íhuga
fyrirfram hvernig spurningu af þessu
tagi yrði svarað. Fleira kom þar til en
sannleiksþörf ein. tvenns varð að gæta.
í fyrsta lagi, þá er ég karlmaður, og
heiður minn sem slíks krefst þess að
kona, sem veitir mér það er aðeins
kona megnar að veita, hljóti fremur
af því gæfu en ógæfu. í öðru lagi var
ég embættismaður keisara og skyldur
til hollustu við hann og ríki hans. Það
myndi vega að persónu hans, og jafnvel
skaða öryggi ríkisins, að kenna sjálfri
landsmóðurinni, naomi keisaraynju, að
einhverju leyti um hvernig farið hafði.
Ég mátti einmitt ekki bregðast skyldum
mínum og heiðri, hvorki sem maður né
sem embættismaður. Ég varð að haga
svari mínu með tilliti til þess:
„Ég veit, herra dómari, að þér
gerið yður grein fyrir því, að ég á erfitt
með að svara þessari spurningu. En –
frumkvæðið var að öllu leyti mitt.“
með formála mínum vildi ég gefa
LÖGMANNSÞJÓNUSTA
SÍÐAN 1907
logos@logos.is
www.logos.is
42 New Broad Street
London EC2M 1 JD
England
+44 (0) 207 920 3020
+44 (0) 207 920 3099
Efstaleiti 5
103 Reykjavík
Iceland
5 400 300
5 400 301