Lögmannablaðið - 01.12.2013, Side 26

Lögmannablaðið - 01.12.2013, Side 26
26 lögmannaBlaðið tBl 04/13 Á léttUM nótUM stefnumót við hæstarétt FÉLAg kVEnnA í LögmEnnsku hefur þetta starfsárið 2013­2014 staðið fyrir stefnumótaröð. Þann 28. nóvember sl. heimsótti hópur kvenlögmanna þannig æðsta dómstól landsins, Hæstarétt íslands, að dómhúsinu við Arnarhól. Rúmlega sextíu lögmenn voru skráðir til leiks, þ. á m. heiðursfélagi félagsins frú guðrún Erlendsdóttir fyrrum hæstaréttardómari, og á annan tug hæstaréttarlögmanna. Færri komust að en vildu en fullt varð á stefnumótið innan sólahrings frá upphafi skráningar. Heimsóknin hófst á því að tveir aðstoðarmenn hæstaréttardómara, lögfræðingarnir guðlaug jónasdóttir og Valgerður sólnes, kynntu gestum starfsemi Hæstaréttar og þróun hin síðari ár. Þá voru gestir leiddir um bygginguna með leiðsögn; frá aðalinngangi eftir gönguhalla í þingsal, móttökuherbergi forseta Hæstaréttar, aðstöðu dómara og minni dómsal réttarins. Var gestum kynnt saga byggingarinnar og þau listaverk sem fyrir augu bar. Að endingu var haldið í aðaldómsal réttarins þar sem þær ingibjörg Benediktsdóttir hæstaréttardómari og ingveldur Einarsdóttir settur hæsta­ réttardómari buðu gesti velkomna. Að heimsókn lokinni var gestum boðið til móttöku að skrifstofu Lögmanna Laugavegi 3 þar sem kvenlögmönnum gafst tækifæri til þess að ræða saman og efla tengsl sín í milli. Að móttökunni stóðu eigendur stofunnar, Lára V. júlíusdóttur hrl. og Hulda Rós Rúríksdóttir hrl. áttu lögmenn þar góða stund saman fram undir kvöld. Félag kvenna í lögmennsku kann Hæstarétti íslands og Lögmönnum Laugavegi 3 kærar þakkir fyrir góðar móttökur. Marta Margrét Ö. Rúnarsdóttir hdl., formaður stjórnar FKL

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.