Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Blaðsíða 8

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Blaðsíða 8
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM þáttaskil milli áranna 1957 og 1958. Fram til þess tíma höfðu tekjur sjómanna vaxið hægar en meðaltalið, þótt árin 1954 og 1955 væru undantekningar. En frá og með 1958 hafa tekjur sjómanna vaxið um 20% fjögur árin af fimm, eða um 16% á ári til jafnaðar. Er það langt umfram tekjuhækkun verkamanna og iðnaðarmanna á sama tíma, er var í báðum tilvikunum tæp 11% til jafnaðar á ári. Sundurliðun teknanna eftir þéttleika byggð- arinnar, þ. e. í Reykjavík, kaupstaði og kaup- tún, nær aftur til ársins 1948. Sú þróunarsaga er merkileg. Hefst hún á því., að Reykjavík ber af kaupstöðunum og langt af kauptúnun- um. Þróunin hefur hins vegar verið kaupstöð- um og kauptúnum svo í vil, að afstöðurnar hafa snúizt við í lok tímabilsins. Lengi vel fólst í þessu jöfnun upp á við, en síðustu árin hafa smærri staðirnir farið fram úr höfuðstaðnum. Munur vaxtarhraðans er mikill. Vísitala pen- ingateknanna í Reykjavík árið 1962 var 362 (m.v. 1948 = 100), þ. e. peningatekjurnar höfðu hækkað um 262%. En á sama tíma höfðu meðaltekjur sömu stétta í kaupstöðum hækk- að um 337% og í kauptúnum um 421%. Afstöður atvinnuteknanna eftir landshlutum Sú þróun, sem orðið hefur til jöfnunar á at- vinnutekjum um allt land, og síðan jafnvel til þess, að höfuðstaðurinn hefur dregizt aftur úr, kemur greinilegast fram í hundraðshlut- föllum teknanna innbyrðis. Þessi hlutföll eru sýnd í töflum 3—5. Alkunna er, að efnahagsstarfsemi nútímans stuðlar að myndun öflugra miðstöðva. Um þungamiðju efnahagslífsins verður atvinnu- starfsemin öflugust og jöfnust. Kaupgjald og verðlag verður þar oftast hærra heldur en þegar til úthéraða dregur. Báðir þessir megin- þættir, magns og verðlags, í efnahagsstarfsem- inni stuðla að hærri meðaltekjum í þunga- miðju efnahagslífsins heldur en annars staðar. Sá mismunur hefur þó ekki raunverulegt gildi að því marki sem verðlag er hærra eða gildi peninganna rýrara um þungamiðjuna, þar sem skipan peningahagkerfis er orðin al- gjör. Ennfremur er nokkur sjálfbjargabúskap- ur algengari í úthéruðum. Bætir þetta hvort tveggja muninn upp að nokkru. En í vaxandi mæli hefur kaupgjald og verðlag jafnast og sjálfbjargabúskapur lagst af, þannig að með tímanum hefur meir mátt treysta peninga- mælikvarðanum í innbyrðis afstöðum tekna. Engu að síður hefur eftir staðið vandamál misjafns viðgangs efnahagsstarfseminnar eftir landshlutum. Hér á landi hefur verðlagsþróunin aðeins verið mæld á einum stað, í Reykjavík. Er því ekki hægt að meta neinar aðrar afstöður í þróun raunverulegra tekna en þær, sem koma fram í afstöðum peningateknanna. Þetta kem- ur sennilega ekki að sök, þar sem flutnings- kostnaður hefur verkað til hærra verðlags úti um land og vegið á móti áhrifum lægri kaup- gjaldseiningar. Enda þótt fært kunni að vera að meta áhrif sjálfbjargabúskapar, er það um- svifamikið og hefur ekki verið reynt. Afstöður atvinnuteknanna við upphaf þess tímabils, sem hér um ræðir, voru mjög í sam- ræmi við það, sem hér hefur verið lýst. Arið 1948 voru meðaltekjur verka-, sjó- og iðnaðar- manna í kaupstöðum 92% og í kauptúnum að- eins 71% af sams konar tekjum í Reykjavík. Meðaltekjur í kaupstöðum það ár virðast hafa verið árangur af óvenju hagstæðum sjávar- afla, en árið eftir var hlutfall kaupstaðanna aðeins 81.5% miðað við Reykjavík, en kaup- túnanna 70%. Frá árinu 1949 þróuðust tekjurnar í kaup- stöðum og kauptúnum jafnt og þétt til jafn- aðar við meðaltekjur í Reykjavík, sbr. mynd 1. Árin 1952 og 1955 skera sig út úr óslitn- um þróunarferli kaupstöðum og kauptúnum í hag, og má þar merkja áhrif hinna miklu verkfalla þessara ára. Hið sama endurtekur sig árið 1961. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.