Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Blaðsíða 7

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Blaðsíða 7
ATVINNUTEKJUR ALÞÝÐUSTÉTTA Úrtakið er tekið úr skattaframtölum, eftir að skattstofur og skattanefndir hafa gert sín- ar leiðréttingar. Engu að síður getur áreiðan- leikinn verið nokkuð misjafn eftir stéttum og stöðum,, en hér verður ekki gerð nein tilraun til að meta það. Aðeins eru taldar tekjur af vinnu mannsins, þ. e. tekjur sem í eðli sínu eru laun, að meðtöldum aflahlut, ákvæðislaun- um og beinni sölu eigin vinnu án milligöngu vinnuveitanda. Launatekjur eiginkonu og barna eru ekki taldar með. Árin 1949 og 1950 var engin úrtaksathug- un gerð. Hefur verið fyllt í þær eyður með áætlun, er miðast við þróun tekna einstaklinga skv. skattaframtölum. Þróun peningateknanna Meðalatvinnutekjur verkamanna, sjómanna og iðnaðarmanna í heild voru 25.560 kr. árið 1948. Árið 1962 voru þær komnar upp í 103.616 kr., rúmlega fjórfalt hærri upphæð en árið 1948. Flest árin varð mjög veruleg hækkun peningateknanna, en aðeins eitt árið, 1949, lækkuðu þær lítils háttar. Hækkunin dreifðist ekki jafnt yfir árin. Var hún allt frá 1% árið 1957 upp í 21.3% árið 1962. En meðal- hækkunin yfir allt tímabilið, þ. e. hækkunin reiknuð í jöfnum vexti, var 10.5% á ári. Voru sjö ár með minni hækkun en þetta, en hin sjö með meiri hækkun. Árin 1951 og 1962 skáru sig úr með meira en 20% hækkun peningatekna. Árin 1953, 1955, 1956 og 1958 koma næst mflð 13.6—16.6% hækkun. Flest önnur ár var hækkunin um 8—9%. Þótt segja megi, að flest árin séu tölur þess- ar talandi tákn um verðbólguþróun, voru nán- ari ástæður hækkunarinnar mjög mismunandi. Árin 1950—52 urðu mjög örar hækkanir af völdum verðlagsuppbóta á laun, enda þótt jafnframt ætti sér stað atvinnusamdráttur og hnignun lífskjara miðað við vinnustund. Árin 1953—54 stafaði liækkunin svo til eingöngu af aukningu atvinnu og fól um leið í sér sam- svarandi hækkun raunverulegra tekna. Síðan hefur hækkun peningatekna flest árin verið langt umfram aukningu rauntekna. Um hlutföll og afstöður milli stétta og byggða verður rætt í næsta kafla hér á eftir. Hér verður þó drepið á það, í hverju þróun þessara undirflokka er frábrugðin þróun heildarmeðaltals atvinnutekna. Þar sem flokkun eftir stéttum liggur ekki fyrir fyrr en með árinu 1951, verður þróun tekna hinna einstöku stétta ekki rakin lengra en frá því ári. Vísitölur tekna þeirra eru þó tengdar við vísitölu meðaltals heildarinnar árið 1951 til þess að fá þeim sambærilegan grundvöll. Með því er ekki fullyrt, að breyt- ing þeirra hafi fylgst að frá 1948 til 1951, enda þótt mörg rök hnígi að þeirri niðurstöðu. Lítill munur er flest árin á tekjuaukningu verkamanna og iðnaðarmanna og veitir ýms- um betur. Við lok tímabilsins er aukning tekna iðnaðarmanna fyrir allt tímabilið aðeins um 1% meiri en heildaraukning meðaltekna verka- manna. Greinilegt er, að verkamenn bera til- tölulega skarðari hlut frá borði þau ár, sem stórverkföll hafa verið háð, svo sem árin 1952 og 1955. Undantekning er árið 1961, sé miðað við meðaltal fyrir allt landið. En þess ber að gæta, að meðaltekjur iðnaðarmanna í Reykja- vík, þar sem verkfallið stóð í heilan mánuð, jukust um 1.700 kr. frá árinu á undan, en tekj- ur verkamanna stóðu svo til alveg í stað. Samfylgnin í þróun tekna verkamanna og iðnaðarmanna tók nokkuð að minnka frá og með árinu 1958. Veitti verkamönnum nokkru betur það ár og hið næsta. En frá 1959 hefur tekjuaukning iðnaðarmanna orðið nokkru meiri, svo munar 8 hundraðstölustigum. Þar með hafa metin jafnast miðað við upphaf skýrslunnar árið 1951. Þessi mismunur á þróun teknanna verður þó að teljast lítilvægur í samanburði við þau frávik frá þróun meðalteknanna, er fram koma í tekjum sjómanna. Svo virðist sem setja megi 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.