Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Blaðsíða 5

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Blaðsíða 5
Atvinnutekjur alþýðustétta Grein þessi fjallar um atvinnutekjur verkamanna, sjómanna og iðn- aðarmanna árin 1948—1962, um þróun þeirra, innbyrðis afstöður og samanburð við þjóðartekjur. A vegum Efnahagsstofnunarinnar hefur verið unnið til fullnustu úr skýrsluefninu. Á fyrri stigum úrvinnsl- unnar hafa verið gefnar bráðabirgðaskýrslur af tilefni fyrirspurna, og hafa þær upplýsingar víða verið birtar. En hér fer á eftir loka- skýrsla um þetta efni. Hinar árlegu úrtaksathuganir um atvinnu- tekjur hafa verið gerðar af Hagstofu íslancls. — Greinin er tekin saman af ritstjóra. Um samandregið yfirlit t/fir lxelztu niðurstöður vísast til niðurlagskafla greinarin nar. Þýðing skýrslna um þróun atvinnutekna Tilefni skýrslusöfnunar um atvinnutekjur var það ákvæði laga um verðlagningu land- búnaðarvara, að bændum skyldu tryggð sam- bærileg kjör við það, er aðrar vinnustéttir bæru úr býtum. Þótt sú meginregla hafi ver- ið sett með lögum árið 1943, tók framkvæmd hennar á sig fastara form með stofnun fram- leiðsluráðs landbúnaðarins árið 1947. Upp frá því hófust úrtaksathuganir á atvinnutekjum samkvæmt skattframtölum. Það kom smám saman í ljós, að skýrslur þessar voru ekki aðeins gagnlegar í sambandi við ákvarðanir um tekjur bænda, en um þá notkun þeirra verður ekki fjallað í þessari grein. Þær höfðu að geyma þýðingarmiklar upplýsingar um af- komu þeirra stétta, er þær náðu til, og gáfu jafnframt vísbendingu um þróun raunveru- legra tekna launþega yfirleitt. En um tekjur launþega hefur engum öðrum reglubundnum skýrslum verið safnað, né heldur hefur verið reiknuð út meðalhækkun kauptaxta frá ári til árs samkvæmt kjarasamningum. Þörf skýrslna um skiptingu þjóðarteknanna hefur lengið verið æði brýn, en þó brýnust nú eftir að farið er að vinna reglubundnar skýrslur um þjóðarframleiðslu og þjóðartekj- ur. Þar með hafa skýrslur um tekjur launþega fengið viðeigandi samanburðargrundvöll. Jafnframt vakna þær spurningar, hvort hlutur launþega hafi þróazt með sama hætti og þjóðartekjurnar í heild, hvort launatekjur liafi breytzt með líkum hætti og kauptaxtar kjara- samninga, og hverjar skýringar séu á þeim breytingum, er kunna að koma fram á afstöðu þessara stærða. Af þessum afstöðum og breyt- ingum þeirra má ráða margt um eðli og or- sakasamhengi í þróun kaupgjalds og verð- lags. En glöggur skilningur á þeim málum hlýtur að hafa meginþýðingu við mörkun stefnu stéttarfélaga og opinberra aðila, er um þessi mál fjalla. Hvarvetna þar, sem hagskýrslugerð er langt komið, þykir sjálfsagt að safna skýrslum, er 2 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.