Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Blaðsíða 19

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Blaðsíða 19
ATVINNUTEKJUR ALÞÝÐUSTÉTTA komnar á það stig, að niðurstöður þeirra sé hægt að leggja fram að svo stöddu. Helztu niðurstöðurnar, sem komizt varð að og nánar hafa verið raktar í köflunum hér að framan, eru sem hér segir: 1) Tekjuskiptingin, mæld eftir afstöðu at- vinnutekna alþýðustéttanna, verkamanna, sjómanna og iðnaðarmanna, til þjóðar- tekna á mann á föstu verðlagi, var árin 1959—1962 mjög lítið breytt frá árinu 1948. Gildir það jafnt, hvort sem litið er til atvinnutekna fyrir skattlagninu eða til ráðstöfunartekna að frádregnum bein- um sköttum og að viðbættum fjölskyldu- bótum. Hins vegar voru þessar afstöður launþegum nokkuð óhagstæðari áratug- inn 1950—’60 en þær voru bæði við upp- haf og í lok tímabilsins. Var afstaða at- vinnuteknanna fyrir skattlagningu þá flest árin milli 95 og 98 rniðað við 100 árið 1948. Afstaða ráðstöfunarteknanna var oftast milli 92 og 94. í höfuðdráttum hefur hlutskipti launþega fylgt þróun þjóðartekna, en sérstaklega hagstæð af- staða tekna þeirra við upphaf og lok tímabilsins stendur m. a. í sambandi við háar niðurgreiðslur og fjölskyldubætur. 2) Þýðingarmiklar breytingar hafa orðið á innbyrðis afstöðu atvinnuteknanna. Við upphaf tímabilsins voru tekjurnar mjög ójafnar eftir landshlutum, nærri 30% lægri í kauptúnum en í Reykjavík og um 15% lægri í kaupstöðum. Atvinnutekjur þessara staða þróuðust síðan jafnt og þétt til jafnaðar við atvinnutekjur í Reykjavík. Fullum jöfnuði var náð árið 1957, og hafa meðalatvinnutekjur í kaup- stöðum og kauptúnum síðan verið hærri en í Reykjavík. 3) Hlutföll atvinnutekna milli starfsstétt- anna, verkamanna, sjómanna og iðnaðar- manna, breyttust lítið fram til 1958. Tekj- ur sjómanna voru oftast um 12—16% hærri og tekjur iðnaðarmanna oftast um 10—16% hærri en tekjur verkamanna. Þó fór munurinn fremur minnkandi með árunum. Frá árunum 1958—’59 hafa bilin aftur á móti aukizt verulega. Tekjur iðnaðarmanna hafa að vísu aðeins náð því hlutfalli við tekjur verkamanna, er þær höfðu áður. En tekjur sjómanna hækkuðu mjög mikið og voru 41% hærri en tekjur verkamanna síðustu tvö árin, þ. e. 1961 og 1962. Á þessu mun þó að nýju hafa orðið mikil breyting til hlut- fallslegrar lækkunar sjómannatekna á ár- inu 1963. Af þessum niðurstöðum leiðir, að allmikill hluti launþegastéttanna hefur haft reynslu af mun óhagstæðari framvindu tekna sinna held- ur en þjóðartekna á mann í heild, en annar hluti hefur haft því hagstæðari reynslu. Þró- unin til jöfnunar tekna eftir landshlutum mátti teljast óhjákvæmileg, en heyrir nú að mestu liðnum tíma til. Þróun teknanna eftir atvinnustéttum er aftur á móti brýnt viðfangs- efni dagsins í dag. Á þeim vettvangi eiga laun- þegasamtök, atvinnurekendur og opinberir aðilar því mikilvæga hlutverki að gegna að stuðla að því að skapa skilyrði til framþróunar á grundvelli efnahagslegs og félagslegs jafn- vægis. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.