Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Blaðsíða 19
ATVINNUTEKJUR ALÞÝÐUSTÉTTA
komnar á það stig, að niðurstöður þeirra sé
hægt að leggja fram að svo stöddu.
Helztu niðurstöðurnar, sem komizt varð að
og nánar hafa verið raktar í köflunum hér að
framan, eru sem hér segir:
1) Tekjuskiptingin, mæld eftir afstöðu at-
vinnutekna alþýðustéttanna, verkamanna,
sjómanna og iðnaðarmanna, til þjóðar-
tekna á mann á föstu verðlagi, var árin
1959—1962 mjög lítið breytt frá árinu
1948. Gildir það jafnt, hvort sem litið er
til atvinnutekna fyrir skattlagninu eða
til ráðstöfunartekna að frádregnum bein-
um sköttum og að viðbættum fjölskyldu-
bótum. Hins vegar voru þessar afstöður
launþegum nokkuð óhagstæðari áratug-
inn 1950—’60 en þær voru bæði við upp-
haf og í lok tímabilsins. Var afstaða at-
vinnuteknanna fyrir skattlagningu þá
flest árin milli 95 og 98 rniðað við 100
árið 1948. Afstaða ráðstöfunarteknanna
var oftast milli 92 og 94. í höfuðdráttum
hefur hlutskipti launþega fylgt þróun
þjóðartekna, en sérstaklega hagstæð af-
staða tekna þeirra við upphaf og lok
tímabilsins stendur m. a. í sambandi við
háar niðurgreiðslur og fjölskyldubætur.
2) Þýðingarmiklar breytingar hafa orðið á
innbyrðis afstöðu atvinnuteknanna. Við
upphaf tímabilsins voru tekjurnar mjög
ójafnar eftir landshlutum, nærri 30%
lægri í kauptúnum en í Reykjavík og um
15% lægri í kaupstöðum. Atvinnutekjur
þessara staða þróuðust síðan jafnt og
þétt til jafnaðar við atvinnutekjur í
Reykjavík. Fullum jöfnuði var náð árið
1957, og hafa meðalatvinnutekjur í kaup-
stöðum og kauptúnum síðan verið hærri
en í Reykjavík.
3) Hlutföll atvinnutekna milli starfsstétt-
anna, verkamanna, sjómanna og iðnaðar-
manna, breyttust lítið fram til 1958. Tekj-
ur sjómanna voru oftast um 12—16%
hærri og tekjur iðnaðarmanna oftast um
10—16% hærri en tekjur verkamanna. Þó
fór munurinn fremur minnkandi með
árunum. Frá árunum 1958—’59 hafa bilin
aftur á móti aukizt verulega. Tekjur
iðnaðarmanna hafa að vísu aðeins náð
því hlutfalli við tekjur verkamanna, er
þær höfðu áður. En tekjur sjómanna
hækkuðu mjög mikið og voru 41% hærri
en tekjur verkamanna síðustu tvö árin,
þ. e. 1961 og 1962. Á þessu mun þó að
nýju hafa orðið mikil breyting til hlut-
fallslegrar lækkunar sjómannatekna á ár-
inu 1963.
Af þessum niðurstöðum leiðir, að allmikill
hluti launþegastéttanna hefur haft reynslu af
mun óhagstæðari framvindu tekna sinna held-
ur en þjóðartekna á mann í heild, en annar
hluti hefur haft því hagstæðari reynslu. Þró-
unin til jöfnunar tekna eftir landshlutum
mátti teljast óhjákvæmileg, en heyrir nú að
mestu liðnum tíma til. Þróun teknanna eftir
atvinnustéttum er aftur á móti brýnt viðfangs-
efni dagsins í dag. Á þeim vettvangi eiga laun-
þegasamtök, atvinnurekendur og opinberir
aðilar því mikilvæga hlutverki að gegna að
stuðla að því að skapa skilyrði til framþróunar
á grundvelli efnahagslegs og félagslegs jafn-
vægis.
17