Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Blaðsíða 31

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Blaðsíða 31
Fjármunamyndunin 1962 Skýrslugerð á vegum Efnahagsstofnunarinnar um ffármunamyndun hefur Haraldur Ellingsen, viðskiptafræðingur, annazt. Inngangur Hér fer á eftir skýrsla um fjármunamynd- unina árið 1962, sem Efnahagsstofnunin hefur unnið í umboði Framkvæmdabankans. Jafn- framt eru í skýrslunni birtar endurskoðaðar tölur um fjármunamyndun áranna 1957—1961. Þessar tölur höfðu áður verið birtar í þjóð- hags- og framkvæmdaáætlun ríkisstjómarinn- ar, er var lögð fram í apríl sl. Hefur þeim ekki verið breytt hér að öðru leyti en því, að nokkr- um smærri liðum, er heimildir voru ekki nær- tækar um, hefur nú verið bætt við, auk þess sem lítils háttar breytingar hafa verið gerð- ar á reikningshætti sumra liða. Hefur sú end- urskoðun verið gerð fyrir öll árin 1957—1961. Ekki er ástæða til að gera hliðstæða leiðrétt- ingu á tölum ára fram að 1957 vegna þess um hversu smáa liði er hér að ræða. Fram til þessa hefur yfirleitt verið talað um fjárfestingu og fjármunamyndun í sömu merkingu. I þjóðhags- og framkvæmdaáætl- uninni hafa þessi hugtök hins vegar verið skil- greind á þann veg, að fjármunamyndun nái til varanlegra fjármuna, en fjárfesting geti bæði náð til varanlegra fjármuna og breytinga birgða og bústofns. Mun þessari skilgreiningu einnig verða fylgt hér og aðeins fjallað um fjármunamyndunina, enda liggja ekki fyrir heimildir um heildarbreytingu birgða. Heildar fj ármunamy ndunin Fjármunamyndunin í þjóðarbúskapnum í heild á verðlagi hvers árs, er sýnd í 1. töflu. Einnig sýnir sú tafla skiptingu í meginflokka eftir atvinnugreinum eða fjármunaflokkum. Með tilliti til þeirra verðbreytinga, sem átt hafa sér stað á tímabilinu, er samanburður milli ára á verðlagi hvers árs ekki markverður. Þess vegna hefur fjármunamyndunin verið umreiknuð til verðlags ársins 1960 eftir þeim verðbreytingum, sem við eiga um hverja teg- und fjármuna um sig. Er sú niðurstaða einn- ig sýnd í töflunni. Það kemur í ljós, að heildarfjármunamynd- un var að magni til mjög svipuð á árinu 1962 eins og hún var á árunum 1957—1959, en þau ár var fjármunamyndunin tiltölulega mjög jöfn frá ári til árs. Á hinn bóginn varð mikil sveifla í fjármunamynduninni árin 1960—1961, fyrst til hækkunar, en síðan lækkunar. Árið 1960 var langmesta fjármunamyndun, sem orðið hefur hér á landi fram til ársins 1963, en ekki er enn sýnt, hve miklu það ár muni skila umfram árið 1960. Fjármunamyndunin árið 1960 var 9% meiri en árið áður. Meira en öll hækkunin stafaði af auknum kaupum fiskiskipa, þannig að fjármunamyndun af inn- lendum uppruna mun fremur hafa dregizt saman en aukizt. Fjármunamyndun ársins 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.