Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Blaðsíða 58
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM
ar vísitölur bóta á bótaþega miðað við 1950
= 100. Þannig hefur upphæð óskerts ellilíf-
eyris einstaklings nálega fjórfaldast frá 1950
til 1962, barnalífeyrir rúmlega þrefaldast,
fjölskyldubætur fjölskyldu með 4 börn innan
16 ára aldurs á fyrsta verðlagssvæði rúmlega
nifaldast og fjölskyldubætur tilsvarandi fjöl-
skyldu á öðru verðlagssvæði meira en tólf-
faldast.
Raunverulegar tekjur bótaþeganna hafa
vitaskuld ekki hækkað svona mikið, þar sem
miklar verðhækkanir hafa átt sér stað á tíma-
bilinu. í töflu 5 svo og á mynd 3 er því sýnt,
hvernig kaupmáttur bótanna hefur breytzt og
er aftur miðað við 1950 = 100. Til þess að
reikna kaupmátt bótanna, hefur ekki verið
notuð vísitala framfærslukostnaðar, heldur
svonefnd vísitala neyzluvöruverðlags. Sú vísi-
tala hefur verið reiknuð á þann hátt, að út úr
vísitölu framfærslukostnaðar hafa húsnæðis-
liðurinn og skattaliðurinn verið felldir burt,
og frádrætti vegna kjötstyrks (til 1. nóv. 1950)
hefur verið sleppt. Nánar má lesa um útreikn-
ing þessarar vísitölu í 5. hefti þessa rits frá
marz 1958.
í töflunni sézt, að kaupmáttur bótanna
hefur farið vaxandi. Kaupmáttur ellilífeyris
einstaklings er þannig 48.8% meiri árið 1962
en hann var árið 1950. Sérstaklega hefur kaup-
máttur fjölskyldubóta aukizt. Er það að miklu
leyti að rekja til þess að upp hafa verið tekn-
ar greiðslur með öllum börnum innan 16 ára
aldurs, svo sem áður er getið.
Þótt kaupmáttur bótanna hafi mjög mikla
þýðingu, skiptir það bótaþega og miklu, hvern-
ig þeim farnast í samanburði við afkomu ann-
arra þjóðfélagsþegna. Eðlilegast er að gera
samanburð við þjóðartekjur á mann. í töflu