Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Blaðsíða 17

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Blaðsíða 17
ATVINNUTEKJUU ALÞÝÐUSTÉTTA mjög svipuð að hlutfalli við atviunutekjur. í bæði skiptin ollu raunverulegar fjölskyldubæt- ur mjög verulegri lækkun nettóbyrðar beinu skattanna., þótt í fyrra skiptið hafi þær gengið undir nafninu „kjötstyrkur“. Flest önnur ár tímabilsins hafa atvinnutekj- urnar óhagstæðari afstöður gagnvart þjóðar- tekjum, og munar sérstaklega miklu sum árin, ef miðað er við ráðstöfunartekjur. Af því til- efni er rétt að taka fram, að engin sérstök ástæða er til að líta á afstöðurnar árið 1948 sem jafnvægisafstöður, sem eigi að marka stefnuna fyrir komandi tíma. Þvert á móti virð- ist við yfirlit yfir áraröðina sem afstöður á milli 95 og 97 séu nær jafnvægi og ættu frem- ur í þeim skilningi að vera settar sem 100. Afstöðurnar falla í mismunandi undirtíma- bil, eftir því hvort um atvinnutekjur fyrir sköttun eða ráðstöfunartekjur er að ræða. Báðum hnignaði til ársins 1951. Frá því ári og til 1955 var afstaða atvinnuteknanna um 95 stig, nema 1952 97 stig. En afstaða ráð- stöfunarteknanna féll niður í 92 stig. A þess- um árum varð allmikil óraunveruleg aukning peningatekna, er mun hafa fært tekjurnar upp í skattstiga, sem í rauninni var ekki ætlunin að ættu við um tekjur af þeirri hæð. Afstaða ráðstöfunarteknanna hækkaði í 94 stig árið 1954. Hélzt hún óbreytt til ársins 1958, að því ári meðtöldu, en þó að undan- teknu árinu 1957, er hún féll í 91 stig. Að vísu hafði afstaða atvinnuteknanna fyrir skött- un hækkað upp í 98 stig árið 1956. En það kom ekki að raunverulegu haldi, a. m. k. ekki fyrir þá fjölskyldustærð, sem hér er miðað við, þar sem aukin skattabyrði eyddi áhrifum þeirrar hækkunar. Engin skýrt afmörkuð tilhneiging kemur fram í þróun afstöðu atvinnutekna fyrir skött- un til þjóðartekna, frá því hún náði 98 stigum árið 1956. Afstaðan náði tæpum 105 stigum árið 1959 og mun þá nokkuð ofmetin, vegna þess að verðlagið var þá háð mjög miklum niðurgreiðslum. Árið 1960 var þessi afstaða rétt við 103 stig, en þá drógu mjög óhagstæð viðskiptakjör allmjög úr þjóðartekjunum, en munu síður hafa haft áhrif á atvinnutekjurn- ar. Árið 1961 voru atvinnutekjumar tiltölu- lega lágar vegna verkfallsins. Auk þess var verðlag tiltölulega óhagstætt launþegum, þar sem full áhrif gengisbreytingarinnar 1960 voru komin fam í ársbyrjun, en launahækkun- inni á miðju árinu fylgdi skjótlega ný gengis- breyting og verðhækkun landbúnaðarvara. Ár- 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.