Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Blaðsíða 15
ATVINNUTEKJUR ALÞÝÐUSTÉTTA
Mynd 3
til, að þróunin á föstu verðlagi hefur skýrari
og ákveðnari þýðingu, og eins hitt, að torvelt
er að sjá, við hvaða hugtak þjóðartekna pen-
ingatekjurnar eru fyllilega sambærilegar með
tilliti til þeirra umfangsmiklu breytinga skatta
og tilfærslna, sem átt hafa sér stað á tíma-
bilinu.
Neyzluverðlagið felur í sér breytilegt hlut-
fall óbeinna skatta og styrkja. Afstaða kaup-
máttar atvinnutekna miðað við þjóðartekjur
á föstu verðlagi sýnir því ekki hreina mynd
tekjuskiptingar milli framleiðsluþáttanna.
Skipti hins opinbera við þegnana blandast þar
inn í. Hins vegar er sú mynd ekki dregin til
fulls, fyrr en reiknað hefur verið með bein-
um sköttum og þeim bótum, er mjög margir
launþegar taka við. Þetta er gert með þeim
útreikningum, sem birtir eru í töflu 8. Slíkir
útreikningar eru háðir þeim annmarka, að
þjónusta hins opinbera við borgarana og
framkvæmdir þess í þeirra þágu eru ekki
metnar sem framlag til Hfskjaranna. En þar
sem það framlag fer hægt vaxandi, skakkar
ekki miklu yfir skemmri tímabil.
Þannig á samanburðurinn við um hlutskipti
hlutfallslega stórs, en þó takmarkaðs hóps
launþega, sem slíkra, við ákveðin fjölskyldu-
skilyrði, gagnvart þjóðfélaginu öllu á hinn
bóginn, þ. e. a. s. gagnvart öllum launþegum,
einnig umræddum hópi, fyrirtækjum, fjár-
magnseigendum og öllum opinberum aðilum.
í eftirfarandi yfirliti er stillt saman nokkrum
vísitölum úr meðfylgjandi töflum, ásamt vísi-
tölu þjóðartekna á mann. Reiknuð er afstaða
heildarmeðaltals atvinnutekna til þjóðartekna
á mann, og er þar reiknað bæði með atvinnu-
tekjunum, áður en skattar hafa verið greidd-
ir og með ráðstöfunartekjunum, eftir að skatt-
ar hafa verið greiddir og tekið hefur verið við
fjölskyldubótum. Vísitölunum er raðað þannig,
að hækkunin fer stígandi frá einni vísitölunni
til annarrar.
Samanburður vísitalnanna leiðir glöggt í
ljós, hversu mishratt þróunin hefur gengið og
13