Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Blaðsíða 35
FJARMUNAMYNDUNIN 1962
í landbúnaði. Aðalástæðan fyrir þessari aukn-
ingu er sú, að innflutningur allra bifreiða var
gefinn frjáls í september 1961, en aðflutn-
ingsgjöld héldust eins og áður miklu lægri á
jeppum en á öðrum fólksbifreiðum.
Sandgræðsla og skógrækt. Fjármunamynd-
un jókst í þessum greinum úr 7.0 millj. kr.
1961 í 8.9 milljónir árið 1962, og er hér mið-
að við verðlag ársins 1960.
Klak- og eldisstöðvar. Mikill fjörkippur hef-
ur færzt í þessa atvinnugrein á undanförnum
árum. Jókst fjármunamyndun úr 2 millj. kr.
árið 1961 í 5.4 millj. kr. 1962 á verðlagi árs-
ins 1960. Nlunar þar mest um Eldisstöðina í
Kollafirði. Þessi liður hefur ekki komið fyrir
áður í fjármunamyndunarskýrslum.
Bústofn. Breytingar bústofnsins teljast ekki
til fjármunamyndunar frekar en birgðabreyt-
ingar. Er þessi háttur á skýrslugerð í samræmi
við alþjóðareglur.
Eigi að síður þykir rétt að láta hér fylgja
nokkrar tölur um bústofn síðustu ára, sjá 8.
töflu. Endanlegar tölur liggja enn ekki fyrir
um bústofninn í árslok 1962, en þó munu hin-
ar áætluðu tölur nærri lagi. Sauðfé mun hafa
fækkað um 52.5 þúsundir og hrossum um rúm-
lega 1000, en nautgripum mun hafa fjölgað
um nálægt 350. Rýrnun bústofnsins mun hafa
numið um 30—35 millj kr. að verðmæti.
Fiskveiðar
Eftir hin miklu skipakaup ársins 1960 fóru
útgerðarmenn sér í fyrstu hægt um öflun nýrra
tækja, þannig að fjármunamyndunin árið 1961
varð aðeins 103 millj. kr. á 1960-verðlagi. Eigi
að síður voru bátakaupin út af fyrir sig heldur
meiri að verðmæti en árin 1957 og 1958 hvort
um sig. Vaxandi velgengni bátaútvegsins,
ásamt batnandi horfum um framtíðaröryggi
síldveiðanna, olli því, að stórfelld bátakaup
hófust aftur með árinu 1962. Meira en tvöfalt
magn þess árs mun þó hafa bætzt við á árinu
1963. Greiður aðgangur að lánum með hag-
stæðum kjörum hefur mjög stuðlað að hinum
miklu bátakaupum.
Togarar. Enginn togari var keyptur til
landsins á árinu 1962. A árinu fórst togarinn
Elliði, svo að togurunum fækkaði í 47.
Onnur fiskiskip. Innlend bátasmíði jókst enn
á árinu, og voru smíðaðir alls 49 bátar. Flest-
ir þessara báta, eða 40, voru 12 lestir eða
minni, þar af nokkrir gamlir nótabátar, sem
breytt var í fiskiskip. Fluttir voru inn 10 fiski-
bátar samtals 1.466 rúmlestir brúttó. Af þess-
um bátum voru 7 úr stáli, en 3 úr eik. Fjórir
bátanna voru smíðaðir í Noregi, þrír í A-
Þýzkalandi, og einn í hverju landanna Dan-
mörku, Svíþjóð og Rússlandi.
Hvalveiðiflotanum bættist eitt skip á árinu,
Hvalur VIII, sem er 397 rúmlestir brúttó,
smíðaður í Noregi.
Yfirlit yfir breytingar fiskiskipaflotans og
stærð hans í árslok 1962 er gefið í töflu 9.
Iðnaður
Fjármunamyndun í öllum greinum iðnaðar
til samans var með allra mesta móti árið 1962,
333 millj. kr. á 1960-verðlagi, eða næstum því
eins mikil og árið 1958, þá er saman fóru
miklar framkvæmdir í vinnslu sjávarafurða og
stórframkvæmdir við sementsverksmiðjuna.
Onnur ár tímabilsins 1957—1962 var fjármuna-
myndun í iðnaði frá 220 til 260 millj. kr., og
skera þessi tvö ár, 1958 og 1962, sig því úr.
Aðeins eitt ár áður náði fjármunamyndun í
iðnaði svipaðri hæð og þessi tvö ár, en það
var árið 1946.
Iðnaður er hér skilgreindur í hinum víða
skilningi hagskýrslugerðar, þ. e. nær yfir
vinnslu landbúnaðarafurða og sjávarafurða
auk annars iðnaðar, er vinnur fyrir innlendan
markað. í töflu 4 er sýnd sundurliðun fjár-
munamyndunarinnar á helztu iðnaðargrein-
arnar.
Vinnsla landbúnaðarafurða. Fjármunamynd-
un í þessari grein var svipuð og árið áður, eða
33