Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Blaðsíða 50

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Blaðsíða 50
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM HLUTFALLSLEG SKIPTING TEKNA ALMANNA - TRYGGINGAKERFISINS FRÁ RÍKISSJÖÐI FRÁ SVEITAR- FÉLÖGUM FRÁ ÚT- FLUTNINGSSJÖÐI IÐGJÖLD AT- VINNUREKENDA 1 I AÐRAR IOGJÖLD 1 1 TEKJUR HINNA TRYGGÐU Mijnd 1 eða sveitarfélaga er sá, að bæturnar eru látnar í té eftir föstum reglum, en ekki eftir óvissu mati. Ennfremur er litið á bæturnar sem ákveðinn rétt hins tryggða, sem endurgjald fyrir þau iðgjöld, er hann greiðir, en á opin- bera framfærslu er oft litið sem ölmusu. Fyrsta almannatryggingalöggjöfin kom til framkvæmda í Prússlandi á tímum Bismarcks. Fram til þess tíma voru alþýðutryggingar byggðar á frjálsum samtökum. A Bretlandi var tryggingalöggjöf samþykkt árið 1911, og eftir það fór þeim löndum sífellt fjölgandi, er komu upp almannatryggingakerfi. Fyrsta heildarlöggjöfin um almannatrygg- ingar hér á landi voru alþýðutrygginga- lögin frá 1936. Voru þá teknar upp skyldu- tryggingar. Fram til 1936 hafði verið nokk- ur vísir að almannatryggingum. Hins vegar var sú trygging þá að mestu leyti frjáls, svo að hinir efnaminni lögðu sjaldnast í þann kostnað að tryggja sig. Alþýðutryggingalögin voru felld úr gildi árið 1946 með setningu almannatrygginga- laganna, en þau gengu í gildi í ársbyrjun 1947. Grundvelli ellitrygginga var gjör- breytt. Horfið var frá þeirri stefnu að safna iðgjöldum hinna tryggðu í sérstakan sjóð, Lífeyrissjóð íslands, er síðar skyldi standa straum af framfærslu gamalmenna og ör- yrkja. í stað þess var ákveðið, að framlög og iðgjöld hvers árs skyldu notuð til bóta- greiðslna á því ári. Uthlutun og greiðsla ellilauna og örorkubóta var flutt frá sveitar- félögunum og falin Tryggingastofnun ríkis- ins. Lífeyrisupphæðir voru ákveðnar í lög- unum og fastar reglur settar um skerðingu vegna tekna. Svið trygginganna var víkk- að, þær látnar taka til mæðra, barna og ekkna, auk gamalmenna, öryrkja og slas- aðra. Eftirtaldar bótagreiðslur voru teknar upp, auk þeirra sem fyrir voru: barnalíf- eyrir, fjölskyldubætur, fæðingarstyrkur, ekkjubætur, og sjúkradagpeningar. Síðan 1946 hafa nokkrar lagabreytingar verið gerðar, en grundvallaratriðum tryggingalag- anna hefur ekki verið breytt. Mikilvægustu breytinga, sem átt hafa sér stað verður getið í yfirlitinu um einstakar bætur. Tekjur almannatryggingakerfisins Tekjum almannatryggingakerfisins má skipta í 5 flokka: 1. Eignatekjur, sem eru mestmegnis vaxtatekjur, 2. Iðgjöld hinna 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.