Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Síða 50

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Síða 50
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM HLUTFALLSLEG SKIPTING TEKNA ALMANNA - TRYGGINGAKERFISINS FRÁ RÍKISSJÖÐI FRÁ SVEITAR- FÉLÖGUM FRÁ ÚT- FLUTNINGSSJÖÐI IÐGJÖLD AT- VINNUREKENDA 1 I AÐRAR IOGJÖLD 1 1 TEKJUR HINNA TRYGGÐU Mijnd 1 eða sveitarfélaga er sá, að bæturnar eru látnar í té eftir föstum reglum, en ekki eftir óvissu mati. Ennfremur er litið á bæturnar sem ákveðinn rétt hins tryggða, sem endurgjald fyrir þau iðgjöld, er hann greiðir, en á opin- bera framfærslu er oft litið sem ölmusu. Fyrsta almannatryggingalöggjöfin kom til framkvæmda í Prússlandi á tímum Bismarcks. Fram til þess tíma voru alþýðutryggingar byggðar á frjálsum samtökum. A Bretlandi var tryggingalöggjöf samþykkt árið 1911, og eftir það fór þeim löndum sífellt fjölgandi, er komu upp almannatryggingakerfi. Fyrsta heildarlöggjöfin um almannatrygg- ingar hér á landi voru alþýðutrygginga- lögin frá 1936. Voru þá teknar upp skyldu- tryggingar. Fram til 1936 hafði verið nokk- ur vísir að almannatryggingum. Hins vegar var sú trygging þá að mestu leyti frjáls, svo að hinir efnaminni lögðu sjaldnast í þann kostnað að tryggja sig. Alþýðutryggingalögin voru felld úr gildi árið 1946 með setningu almannatrygginga- laganna, en þau gengu í gildi í ársbyrjun 1947. Grundvelli ellitrygginga var gjör- breytt. Horfið var frá þeirri stefnu að safna iðgjöldum hinna tryggðu í sérstakan sjóð, Lífeyrissjóð íslands, er síðar skyldi standa straum af framfærslu gamalmenna og ör- yrkja. í stað þess var ákveðið, að framlög og iðgjöld hvers árs skyldu notuð til bóta- greiðslna á því ári. Uthlutun og greiðsla ellilauna og örorkubóta var flutt frá sveitar- félögunum og falin Tryggingastofnun ríkis- ins. Lífeyrisupphæðir voru ákveðnar í lög- unum og fastar reglur settar um skerðingu vegna tekna. Svið trygginganna var víkk- að, þær látnar taka til mæðra, barna og ekkna, auk gamalmenna, öryrkja og slas- aðra. Eftirtaldar bótagreiðslur voru teknar upp, auk þeirra sem fyrir voru: barnalíf- eyrir, fjölskyldubætur, fæðingarstyrkur, ekkjubætur, og sjúkradagpeningar. Síðan 1946 hafa nokkrar lagabreytingar verið gerðar, en grundvallaratriðum tryggingalag- anna hefur ekki verið breytt. Mikilvægustu breytinga, sem átt hafa sér stað verður getið í yfirlitinu um einstakar bætur. Tekjur almannatryggingakerfisins Tekjum almannatryggingakerfisins má skipta í 5 flokka: 1. Eignatekjur, sem eru mestmegnis vaxtatekjur, 2. Iðgjöld hinna 48

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.