Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Blaðsíða 37

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Blaðsíða 37
FJÁRMUNAMYNDUNIN 1962 undir iðnaðarvéla, sem sérgreindar verða, þessar: matvæla- og drykkjarvöruiðnaður 5.0 m.kr., prjóna- og tóvinnuvélar 6.2 m.kr., veið- arfæragerð 2.3 m.kr., fata- og skógerð (skipt- ing saumavéla áætluð) 5.1 m.kr., tréiðnaður 6.4 m.kr., prentiðnaður 11.7 m.kr., og málm- smíði 11.3 m.kr. Er hér alls staðar miðað við endanlegt söluverð véla og uppsetningarkostn- að þeirra á verðlagi ársins. Ýmsar vélar og tæki Fjármunamyndun í þessari grein var með meira móti árið 1962, þó ekki eins mikil og 1959, en þá var sérstaklega mikið flutt inn af alls konar vélum og tækjum. í lið þessum eru taldar vélar til bygginga og mannvirkjagerðar, en sumar þessara véla eru notaðar til vöruaf- greiðslu í höfnum og vöruskemmum. Auk þess eru skrifstofuvélar meðtaldar, en í 12. hefti þessa rits voru þær taldar í flokknum verzlun og veitingar. Skipting vélanna árið 1962 er þannig: skurð- gröfur, kranar, lyftivagnar og beltadráttarvél- ar 30.5 mill. kr., aðrar vélar til bygginga og mannvirkjagerðar 25.3 millj. kr. og skrifstofu- vélar 32.2 millj. kr. Eru þessar tölur miðaðar við verðlag ársins. Virkjanir og veitur Sýnt er í töflu 4, hvernig fjármunamyndun í þessum flokki skiptist á undirgreinar. Raforka. Engar meiriháttar virkjunarfram- kvæmdir hafa staðið yfir síðustu þrjú árin. Hafa framkvæmdir við hin stærri orkuver að- eins numið nokkrum milljónum hvort áranna 1961 og 1962. Heildarframkvæmdir ársins 1962 voru 106.2 millj. kr. á verðlagi ársins 1960, og var það 7.2 millj. kr. meira en árið áður. Eins og tafla 10 ber með sér, hefur ekki orðið nein aukning afkastagetu annarra raf- orkustöðva en dísilstöðva frá 1959 til 1960. Langstærstu framkvæmdaaðilarnir árið 1962 voru Rafmagnsveitur og Héraðsrafmagns- veitur ríkisins, en framkvæmdaupphæð þeirra var 98.8 millj. kr. af 133.1 millj. króna raforku- framkvæmdum í heild, reiknað á verðlagi árs- ins. Helztu framkvæmdir Rafmagnsveitna rík- isins 1962 voru sem hér segir: Aðalveitustöð á Hvolsvelli var stækkuð. Strengur, 33 kw, 12.8 km að lengd, var lagður til Vestmanna- eyja og rafveita Vestmannaeyja þar með tengd við Sogskerfið í október 1962. Ný aðveitustöð var byggð í Þorlákshöfn, 1000 kw að stærð. Dísilstöðin í Stykkishólmi var aukin frá 448 kw upp í 675 kw. Rafmagnsveiturnar tóku við dísilstöðinni að Kópaskeri, 137 kw að stærð. Dísilstöðin í Neskaupstað var aukin um 600 kw upp í 1195 kw. Tala býla, sem á árinu voru tengd Héraðs- rafmagnsveitum ríkisins, var 181. í árslok höfðu alls 2214 býli fengið rafmagn frá Hér- aðsrafmagnsveitum ríkisins. Ennfremur höfðu 241 býli fengið rafmagn frá öðrum rafmagns- veitum og 1019 frá einkarafstöðvum, þannig að alls voru 3474 býli raflýst. Héraðsrafmagnsveitur ríkisins tóku við rekstri innanbæjarkerfisins á Kópaskeri á ár- inu og endurbyggðu og stækkuðu ýmis inn- anbæjarkerfi víðs vegar á landinu. Hitaveitur og farðhitaboranir. Þessar fram- kvæmdir tvöfölduðust að magni frá árinu áð- ur, en voru mjög svipaðar og árin 1959 og 1960. Alls námu þær 59.4 millj. kr. á verðlagi ársins. Þar af voru jarðhitaboranir u. þ. b. 17.5 millj. kr. Langmestur hluti þessarra fram- kvæmda var á vegum Reykjavíkurborgar, eða 56.2 millj. kr. En einnig var unnið fyrir 2.9 millj. á Ólafsfirði og lítils háttar á Sauðárkróki, Selfossi og í Hveragerði. Vatnsveitur. Vatnsveituframkvæmdir námu 21.1 millj. kr. á árinu 1962 á móti 17.3 millj. kr. árið áður, á verðlagi hvers árs. Þar af 8.6 millj. kr. á vegum Reykjavíkurborgar á móti 4.9 millj. árið 1961. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.