Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Blaðsíða 37
FJÁRMUNAMYNDUNIN 1962
undir iðnaðarvéla, sem sérgreindar verða,
þessar: matvæla- og drykkjarvöruiðnaður 5.0
m.kr., prjóna- og tóvinnuvélar 6.2 m.kr., veið-
arfæragerð 2.3 m.kr., fata- og skógerð (skipt-
ing saumavéla áætluð) 5.1 m.kr., tréiðnaður
6.4 m.kr., prentiðnaður 11.7 m.kr., og málm-
smíði 11.3 m.kr. Er hér alls staðar miðað við
endanlegt söluverð véla og uppsetningarkostn-
að þeirra á verðlagi ársins.
Ýmsar vélar og tæki
Fjármunamyndun í þessari grein var með
meira móti árið 1962, þó ekki eins mikil og
1959, en þá var sérstaklega mikið flutt inn af
alls konar vélum og tækjum. í lið þessum eru
taldar vélar til bygginga og mannvirkjagerðar,
en sumar þessara véla eru notaðar til vöruaf-
greiðslu í höfnum og vöruskemmum. Auk þess
eru skrifstofuvélar meðtaldar, en í 12. hefti
þessa rits voru þær taldar í flokknum verzlun
og veitingar.
Skipting vélanna árið 1962 er þannig: skurð-
gröfur, kranar, lyftivagnar og beltadráttarvél-
ar 30.5 mill. kr., aðrar vélar til bygginga og
mannvirkjagerðar 25.3 millj. kr. og skrifstofu-
vélar 32.2 millj. kr. Eru þessar tölur miðaðar
við verðlag ársins.
Virkjanir og veitur
Sýnt er í töflu 4, hvernig fjármunamyndun
í þessum flokki skiptist á undirgreinar.
Raforka. Engar meiriháttar virkjunarfram-
kvæmdir hafa staðið yfir síðustu þrjú árin.
Hafa framkvæmdir við hin stærri orkuver að-
eins numið nokkrum milljónum hvort áranna
1961 og 1962. Heildarframkvæmdir ársins
1962 voru 106.2 millj. kr. á verðlagi ársins
1960, og var það 7.2 millj. kr. meira en árið
áður. Eins og tafla 10 ber með sér, hefur ekki
orðið nein aukning afkastagetu annarra raf-
orkustöðva en dísilstöðva frá 1959 til 1960.
Langstærstu framkvæmdaaðilarnir árið
1962 voru Rafmagnsveitur og Héraðsrafmagns-
veitur ríkisins, en framkvæmdaupphæð þeirra
var 98.8 millj. kr. af 133.1 millj. króna raforku-
framkvæmdum í heild, reiknað á verðlagi árs-
ins. Helztu framkvæmdir Rafmagnsveitna rík-
isins 1962 voru sem hér segir: Aðalveitustöð
á Hvolsvelli var stækkuð. Strengur, 33 kw,
12.8 km að lengd, var lagður til Vestmanna-
eyja og rafveita Vestmannaeyja þar með tengd
við Sogskerfið í október 1962. Ný aðveitustöð
var byggð í Þorlákshöfn, 1000 kw að stærð.
Dísilstöðin í Stykkishólmi var aukin frá 448
kw upp í 675 kw. Rafmagnsveiturnar tóku við
dísilstöðinni að Kópaskeri, 137 kw að stærð.
Dísilstöðin í Neskaupstað var aukin um 600
kw upp í 1195 kw.
Tala býla, sem á árinu voru tengd Héraðs-
rafmagnsveitum ríkisins, var 181. í árslok
höfðu alls 2214 býli fengið rafmagn frá Hér-
aðsrafmagnsveitum ríkisins. Ennfremur höfðu
241 býli fengið rafmagn frá öðrum rafmagns-
veitum og 1019 frá einkarafstöðvum, þannig
að alls voru 3474 býli raflýst.
Héraðsrafmagnsveitur ríkisins tóku við
rekstri innanbæjarkerfisins á Kópaskeri á ár-
inu og endurbyggðu og stækkuðu ýmis inn-
anbæjarkerfi víðs vegar á landinu.
Hitaveitur og farðhitaboranir. Þessar fram-
kvæmdir tvöfölduðust að magni frá árinu áð-
ur, en voru mjög svipaðar og árin 1959 og
1960. Alls námu þær 59.4 millj. kr. á verðlagi
ársins. Þar af voru jarðhitaboranir u. þ. b. 17.5
millj. kr. Langmestur hluti þessarra fram-
kvæmda var á vegum Reykjavíkurborgar, eða
56.2 millj. kr. En einnig var unnið fyrir 2.9
millj. á Ólafsfirði og lítils háttar á Sauðárkróki,
Selfossi og í Hveragerði.
Vatnsveitur. Vatnsveituframkvæmdir námu
21.1 millj. kr. á árinu 1962 á móti 17.3 millj.
kr. árið áður, á verðlagi hvers árs. Þar af 8.6
millj. kr. á vegum Reykjavíkurborgar á móti
4.9 millj. árið 1961.
35