Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Blaðsíða 13
ATVINNUTEKJUR ALÞÝÐUSTÉTTA
hjónum með 2,24 börn að meðaltali. Með
fjölskyldubótum er reiknaður svonefndur
„kjötstyrkur“, er var afnuminn árið 1950. Þar
sem fjölskyldubætur fyrir hvert barn hafa ver-
ið misjafnar eftir fjölda barnanna, er reikn-
að með „dreifingu" barnafjöldans, þ. e. með
mismörgum börnum í fjölskyldu í þeim hlut-
föllum, er gilda við útreikning vísitölu fram-
færslukostnaðar. Hins vegar þótti ekki taka
því að reikna persónufrádrátt með þeim hætti.
Af töflu 8 má sjá, hvernig beina sköttunin
þróaðist með árunum, og hver áhrif hún hafði
á atvinnutekjurnar. Skattarnir eru færðir til
álagningarárs, sem í flestum tilvikum á að
falla saman við greiðsluár. Fyrir áhrif „kjöt-
styrksins“ var byrðin létt árið 1948, aðeins 5%
af meðaltekjum verka-, sjó- og iðnaðarmanna,
en árið 1950, er styrkurinn var felldur niður,
varð byrðin 7%. Úr því hélzt meðalhlutfallið
lítt breytt til ársins 1956, er það hækkaði
mjög, og náði síðan hámarki 13% árið 1957.
Árið 1959 var beina sköttunin hæst að upp-
hæð, 8520 kr. nettó, og var þá 11% af tekj-
unum. En með árinu 1960 var beina sköttun-
in lækkuð um meira en helming, aðallega með
fjölskyldubótunum að því er varðar þá fjöl-
skyldustærð, sem hér er stuðst við eða nið-
ur í 3478 kr. Hélst sköttunin í svipaðri upp-
hæð til ársins 1962 og var þá aðeins 3.7% af
tekjunum.
Eins og kunnugt er, eru skattar hér á landi
greiddir af tekjum ársins á undan. Þau ár,
sem sveiflur verða á tekjunum leiðir þetta til
þess, að sveiflurnar verða meiri en ella, í
stað þess að æskilegt væri, að skattarnir hefðu
áhrif í þá átt að jafna sveiflurnar. Einkar skýrt
kemur þetta í Ijós af tölum áranna 1957 og
1958.
Kaupmáttur atvinnutekna
Atvinnutekjurnar hafa verið umreiknaðar
til verðlags ársins 1962 eftir vísitölu neyzlu-
vöruverðlags. Þessi vísitala er orðin mönnum
svo kunn, að ekki ætti að þurfa að skýra hana
nánar,, en vísitala þessi er afbrigði af vísitölu
framfærslukostnaðar, þar sem húsnæðislið,
beinum sköttum, og fjölskyldubótum hinnar
síðarnefndu hefur verið sleppt. Svarar vísi-
talan þannig aðeins til verðlags þeirra gæða,
er keypt verða á markaðnum, að húsnæði
undanteknu, en tekur ekki tillit til annarra
skatta og styrkja en þeirra, sem koma fram
í verði vara eða þjónustu. Notuð er meðal-
vísitala hvers árs.
Meðalatvinnutekjurnar árið 1962 lágu nærri
100 þúsund krónum. Eru því upphæðirnar á
verðlagi þess árs, sbr. töflu 2, mjög handhæg-
ar til samanburðar raunverulegra tekna við
fyrri ár, en auk þess eru vísitölur rauntekn-
anna birtar í töflu 7, í neðri hluta beggja
taflnanna.
Þeim, sem hafa kynnt sér skýrslur um þró-
un þjóðarframleiðslunnar frá stríðslokum, mun
koma ferill kaupmáttar atvinnuteknanna
kunnuglega fyrir sjónir. Upphafsár skýrslunn-
ar, 1948, voru þjóðartekjur á mann 5% lægri
en árið áður, en um 1% lægri en árið þar á
undan, 1946. Atvinnutekjurnar árið 1948 munu
því hafa verið rétt við hámark þess, er þær
höfðu náð að kaupmætti fyrstu árin eftir
styrjöldina, áður en verulegir erfiðleikar héldu
innreið sína.
Næstu árin hnignaði kaupmætti atvinnu-
teknanna ört og komst hann árið 1952 niður
í 75% af kaupmættinum árið 1948. Ekki er
fyrir hendi vitneskja um, hve mikið af þeirri
hnignun var af völdum atvinnusamdráttar og
hve mikið af rýrnun kaupmáttar meðalat-
vinnutekna. En leiða má getum að því, að
hvor þessara þátta hafi valdið nálægt helm-
ingi. Atvinnutekjur verkamanna og sjómanna
náðu lágmarki kaupmáttar árið 1952, en iðn-
aðarmanna árið áður. En mjög litlu munaði
milli þessara ára bæði í heildarmeðaltali og
meðaltali einstakra stétta. Hins vegar munaði
talsverðu á þróun Reykjavíkur annars vegar og
kaupstaða og kauptúna hins vegar, þar sem
3
11