Fréttablaðið - 03.11.2014, Page 4

Fréttablaðið - 03.11.2014, Page 4
3. nóvember 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá FALLEGT VETRARVEÐUR verður á landinu á morgun, frost um mestallt land en víða bjart og hægur vindur. Annað kvöld má búast við snjókomu eða slyddu suðvestanlands þegar áhrifa frá lægð sem nálgast landið fer að gæta. 0° 8 m/s 2° 11 m/s 2° 5 m/s 4° 11 m/s Hæg breyti- leg átt. Snjókoma eða slydda SV-lands um kvöldið. Vaxandi vindur sunnan- lands. Gildistími korta er um hádegi 14° 22° 12° 16° 18° 12° 16° 13° 13° 28° 12° 23° 24° 16° 14° 17° 13° 15° 2° 7 m/s 3° 18 m/s 1° 9 m/s 2° 7 m/s 1° 6 m/s 2° 8 m/s -6° 8 m/s 1° 6° -1° 0° 0° 2° -2° -1° -3° 1° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur MIÐVIKUDAGUR Á MORGUN LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu fékk tilkynn- ingu aðfaranótt sunnudags um líkamsárás á Laugavegi. Tæp- lega tvítugur piltur gaf sig fram við lögregluþjóna og sagðist hafa fallið í götuna og næstum orðið fyrir bifreið þegar dyravörður ýtti honum. Hann kvartaði yfir eymslum í öxl. Þá var tæplega þrítugur maður handtekinn á skemmtistað í Austur stræti, eftir að hann sló annan mann í andlitið. Lögreglan segir þann sem varð fyrir árás- inni hafa fallið í gólfið og hrufl- ast nokkuð í andliti. Sá fór sjálfur á slysadeild, en árásarmaðurinn verður yfirheyrður þegar hann verður í ástandi til þess. - skó Sagði dyravörð hafa ýtt sér: Líkamsárásir í miðbænum ÁRÁSIR Tilkynnt var um tvær líkams- árásir aðfaranótt sunnudags. KÍNA Kínverskur embættismaður, Wei Pengyuan, geymdi jafnvirði fjögurra milljarða króna í reiðufé á heimili sínu. Þetta uppgötvaðist í maí síðastliðnum, en kínversk stjórnvöld hafa nú staðfest þetta. Wei var aðstoðaryfirmaður kola- máladeildar kínversku orkustofn- unarinnar. Rannsókn á fjármálum hófst í vor þegar grunur vakn- aði um að hann hefði þegið mútur í stórum stíl. Sextán talningar- vélar voru notaðar til að telja féð, og biluðu fjórar þeirra. Kínversk stjórnvöld eru í mikilli herferð gegn spillingu og hafa meira en 13 þúsund embættismenn verið sakfelldir fyrir spillingu og mútu- þægni á fyrstu níu mánuðum þessa árs. - gb Embættismaður gripinn: Var með fjóra milljarða heima HEILBRIGÐISMÁL Kiwanisklúbbur- inn Drangey ætlar að safna fyrir kaupum á speglunartæki fyrir Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki. „Klúbburinn hefur ákveðið að fara í fjársöfnun á meðal fyrir- tækja og stofnana í Skagafirði til að kaupa framangreint tæki, sem meðal annars myndi nýtast í átaksverkefni varðandi skimun fyrir ristilkrabbameini,“ segir í erindi til byggðaráðs Skagafjarð- ar þar sem óskað er eftir styrk til að kaupa tækið sem kostar um 18 milljónir króna. - gar Kiwanismenn í Skagafirði: Safna fyrir speglunartæki ÍRAK, AP Vígasveitir Íslamska rík- isins stilltu að minnsta kosti 50 manns upp úti á götu í gær í þorp- inu Ras al Maa og skutu svo allan hópinn til bana. Svipað athæfi hafa þeir sýnt undanfarna daga víðar í Írak, og hafa nú að minnsta kosti 150 manns verið tekin af lífi á götum úti. Flestir hinna myrtu til- heyrðu sama þjóðflokki súnní-mús- lima, Al Bu Nimr, og virðist sem vígasveitirnar telji sér stafa sér- stök ógn af þessum hópi. Á föstu- daginn myrtu vígasveitirnar 50 manns af sama þjóðflokki, en dag- inn áður voru 48 manns myrtir. - gb Vígasveitir íslamista í Írak: Taka tugi af lífi á hverjum degi VÍGASVEITIR Liðsmenn Íslamska ríkis- ins aka um götur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP kynntu þér málið!w w w . s i d m e n n t . i s Mannvirðing Siðmennt styður opið, víðsýnt og fjölbreytt samfélag ÚKRAÍNA, AP Vopnaðir menn í herklæðum fylgdust grannt með íbúum í austanverðri Úkraínu, sem komu til þess að greiða atkvæði í gær. Aðski lnaðarsinnar efndu til kosninganna viku eftir að almennar þingkosningar voru haldnar í Úkraínu. Um það bil helmingur landsvæðis tveggja héraða er á valdi uppreisnar- manna, sem vilja aðskilnað hér- aðanna frá Úkraínu og helst sam- einingu við Rússland. Hvorki Úkraínustjórn né Vestur- lönd almennt hyggjast taka mark á niðurstöðum kosninganna í gær. Óvíst er um kosningaþátttöku, en um 350 kjörstaðir voru opnir í gær. Um það bil 1,4 milljónir manna eru sagðar hafa kosninga- rétt. Þrátt fyrir að leiðtogar upp- reisnarmanna hafi í september fallist á vopnahlé, þá geisa enn átök á svæðinu. Nánast daglega kemur til skotbardaga eða ann- arra átaka. - gb Aðskilnaðarsinnar í austanverðri Úkraínu efndu til umdeildra kosninga: Byssumenn fylgdust með öllu FJÖLMIÐLAR Hjálmar Gíslason leiðir hóp fjárfesta með mikla reynslu af frumkvöðlastarfsemi og uppbyggingu nýrra fyrirtækja sem koma nú inn í eigendahóp fjölmiðilsins Kjarnans. Hjálmar verður auk þess formaður nýrrar stjórnar Kjarnans. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá Kjarnanum. Stofnendur og starfsmenn munu áfram eiga rúman meirihluta í félaginu eða 67 prósent. Ritstjóri Kjarnans er Þórður Snær Júlíusson. - vh Kjarninn fær nýja fjárfesta: Hjálmar í stjórn 662 íbúar búa á Patreks-firði en íbúarnir voru 627 árið 2011. Það er fjölgun um tæplega sex prósent. Heimild: Hagstofa Íslands MENNTUN Fækkun nemenda við menntaskólana gæti leitt til þess að skólarnir þurfi að fækka stöðugildum um meira en hundr- að. Þetta segir Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykja- vík (MR), en hann segir útlit fyrir að nýnemum við skólann fækki um 75 næsta ár. Í síðustu viku greindi Fréttablaðið frá því að útlit væri fyrir fækkun um 20 kennara. Yngvi telur að fjöldinn sé mun meiri. „Það er talað um að fækka þeim nemendum sem ríkið ætlar að borga með á ári um 1.608, frá fjárlögum 2014, sem þýðir að niður skurðurinn gæti haft áhrif á yfir 100 stöðugildi í framhalds- skólunum,“ segir Yngvi. Hann bendir á að í fjárlaga- frumvarpi ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að ársnemendum framhaldsskólanna fækki um 916. Hins vegar fækki þeim sam- tals um 1.608 frá fjárlagafrum- varpinu fyrir árið 2014. „Við getum ekki brugðist við þessum breytingum fyrr en á miðju næsta ári. Umræðan hefur nánast einungis snúist um skóla sem þurfa að vísa frá nemend- um sem eru 25 ára og eldri. Hins vegar er nemendum að fækka í öllum skólum.“ MR tekur inn um 250 nýnema á hverju ári. Yngvi segir stefna í að skólinn geti einungis tekið inn um 175 nýnema þegar skólaárið 2015/2016 hefst, ef frumvarpið verður að lögum. Skólinn þyrfti þá að leggja niður fjögur stöðu- gildi. „Hins vegar vitum við ekki hvernig staðan verður í vor og ég vona að frumvarpið taki breyt- ingum á Alþingi.“ Guðríður Arnardóttir, for- maður Félags framhaldsskóla- kennara, segir félagsmenn hafa miklar áhyggjur af stöðu mála og framtíð skólanna. „Það segir sig sjálft að þegar það er svona mikill niðurskurð- ur í fjármagni til skólanna, og þegar þú fækkar nemendum þetta mikið eins og raunin virðist ætla að verða, að það muni hafa í för með sér fækkun í stéttinni,“ segir Guðríður. „Það hefur verið nokkuð óljóst hvernig standa á að þess- um breytingum og ekki einung- is vegna þessara áforma um að fækka nemendaígildunum heldur líka vegna styttingaráformanna. Um leið og þú fækkar áföngum til stúdentsprófs þá þarftu færri kennara. En ég held enn í von- ina um að stjórnvöld veiti áfram svigrúm fyrir þessa fjölbreytni og sveigjanleika sem við höfum verið svo stolt af í framhaldsskól- unum.“ haraldur@frettabladid.is Rektor MR óttast að yfir 100 störf tapist Framhaldsskólarnir gætu samtals þurft að fækka stöðugildum um meira en hundrað ef fjárlagafrumvarpið verður samþykkt. Rektor MR segir útlit fyrir að nýnemum við skólann fækki um 75. Kennarar hafa miklar áhyggjur af stöðu mála. KOSNINGAR Uppreisnarmenn greiða atkvæði, gráir fyrir járnum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KENNARAR Félagsmenn í Félagi framhaldsskólakennara eru um 1.750 talsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM YNGVI PÉTURSSON GUÐRÍÐUR ARNARDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.