Fréttablaðið - 03.11.2014, Síða 8

Fréttablaðið - 03.11.2014, Síða 8
3. nóvember 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8 VIÐSKIPTI Forsvarsmenn tveggja af þremur stærstu lífeyrissjóðun- um hafa ekki velt fyrir sér kaup- um á þeim eignasöfnum sem Íbúða- lánasjóður hefur boðið til sölu. Formlegt söluferli var hafið þann 17. október, en áður hafði Íbúða- lánasjóður boðað til fundar þar sem eignirnar voru kynntar. Frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboði rennur út 6. nóvember. Eignirnar eru samtals um 400 talsins og eru staðsettar víða á landinu. Flestar eignirnar eru í Reykjanesbæ, eða um 151 talsins. Næstflestar eru í Fjarðabyggð eða 71 og svo á Fljóts- dalshéraði. „Ekki ennþá,“ segir Þórhallur Jósepsson, upp- lýsingafulltrúi Lífeyrissjóðs verslunarmanna, aðspurður hvort sjóðurinn hafi skoðað kaup á þess- um eigum. Ekkert liggi þó fyrir um það hvað sjóðurinn muni gera á næstunni. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur lífeyrissjóður- inn Gildi ekki heldur sýnt eignunum áhuga enn sem komið er. Ekki náðist í Hauk Hafsteinsson, framkvæmda- stjóra Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, við vinnslu fréttarinnar. Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir þó að við- brögð við þessum auglýstu eign- um hafi farið langt fram úr vonum Íbúðalánasjóðs. Hann bendir á að margir hafi sótt kynningarfund- inn og margir sótt gögn sem Íbúða- lánasjóður útbjó um eignirnar. Hann bendir jafnframt á að sölu- ferlið muni standa yfir allt fram í janúar. „Það er allavega töluverður áhugi,“ segir Sigurður. Þetta séu aðallega eignasterkari aðilar, sjóð- ir og aðilar tengdir sjóðum en líka félög sem reki leigufélög. „Þetta er breiður hópur samt sem áður,“ segir hann. Sigurður segist ekki hafa kannað hvaða eignir fái mestu athyglina. „Þó maður hallist að því að þetta sé svona meira Reykjavík og önnur nærliggjandi sveitarfélög,“ segir Sigurður. Umræddar eignir eru boðnar til sölu í sjö eignasöfnum. Í lýsingu á eignunum segir að við val í hvert eignasafn hafi verið horft til þess að eignirnar henti til útleigu og valdar hafi verið íbúðir í kjörnum sem voru í útleigu. Það sé forsenda sölunnar að íbúð- irnar verði seldar aðilum sem munu eiga þær áfram til útleigu. Þannig verður sérstaklega litið til þess við val á kaupendum, hverjar fyrirætl- anir þeirra séu. jonhakon@frettabladid.is Skynjar mikinn áhuga á eignum ÍLS Íbúðalánasjóður setti á dögunum 400 íbúðir í sölu, sem ætlaðar eru til útleigu. Tveir af þremur stærstu lífeyrissjóðunum hafa ekki sýnt eignunum áhuga. Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs segir þó marga hafa sýnt eignunum áhuga. ESKIVELLIR Hluti af þeim eignum sem Íbúðalánasjóður er með til sölu er við Eski- velli í Hafnarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR SIGURÐUR ERLINGSSON Sveitarfélag Fjöldi íbúða Hlutfall af heild Reykjavík 19 4,80% Hafnarfjörður 34 8,50% Akureyri 11 2,80% Reykjanesbær 151 37,80% Selfoss 7 1,80% Akranes 30 7,50% Fjarðabyggð 71 17,80% Borgarbyggð 8 2% Fljótsdalshérað 43 10,80% Norðurþing 3 0,80% Grindavík 2 0,50% Hveragerði 6 1,50% Þorlákshöfn 7 1,80% Vogar 8 2% Eignir í sölu EFNAHAGSMÁL Vilhjálmur Egils- son, hagfræðingur og rektor Háskólans á Bifröst, segir að staða lífeyrissjóðanna og margra ann- arra væri mun betri í dag hefðu gjaldeyrishöftin ekki verið sett á og að þau hafi verið mikil mistök. Verði þeim aflétt í dag muni fátt breytast. Verði höftin þó á mikið lengur verði kostnaðurinn jafn mikill á endanum og vegna efna- hagshrunsins. Þetta kom fram í viðtali við Vilhjálm í Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Vilhjálmur sagði að án haftanna væri hér mun meiri hagvöxtur en raunin er og sprotafyrirtækin færu ekki úr landi. Nefndi hann til að mynda kostnaðinn við að halda kerfi gjaldeyrishaftanna við. Hann segir að stjórnvöld hefðu átt að leyfa krónunni að falla nægilega mikið svo það kæmi að ákveðnum náttúrulegum botni. Þá segir hann að mögulegt hefði verið að kaupa upp eignir eins og ríkisskuldabréf fyrir tiltölulega litla peninga. Hann nefndi einnig kostnaðinn við að halda kerfi gjaldeyrishafta við og sagði kostnaðinn vera orðinn þann sama og kostnaðinn við hrunið. „Ef það yrði sagt á morgun að höftin væru farin, ég er viss um að það myndi mjög lítið gerast.“ - skó Vilhjálmur telur að afnám gjaldeyrishafta myndi ekki hafa mikil áhrif: Segir gjaldeyrishöftin mistök VILHJÁLMUR EGILSSON Telur að staða lífeyrissjóða væri betri ef gjaldeyrishöft hefðu ekki verið sett á. EFNAHAGSMÁL Bæði Hagdeild Lands- bankans og Greiningadeild Arion banka telja víst að peningastefnu- nefnd kjósi að halda vöxtum sínum óbreyttum. Næsta stýrivaxtahækk- un verður á miðvikudaginn. Greiningadeild Arion bendir á að verðbólga sé lág um þessar mund- ir og vel undir verðbólguspá Seðla- bankans í síðustu Peningamálum, gengið sé stöðugt og einnig vísbend- ingar um að hægja kunni á einka- neyslu á seinni helmingi ársins. „Aftur á móti eru kjarasamning- ar lausir á næstunni og háar launa- kröfur í kortunum, auk þess sem líkur á launaskriði á almennum vinnumarkaði fara vaxandi. Það eru því hverfandi líkur á því að pen- ingastefnunefnd komi á óvart með lækkun stýrivaxta í ljósi óvissunn- ar á vinnumarkaði. Við gerum ráð fyrir að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti á seinni hluta næsta árs en það veltur að miklu leyti á niður- stöðum kjarasamninga framundan,“ segir Greiningadeildin. - jhh Greiningadeild Arion segir að óvissan á vinnumarkaði hindri vaxtalækkun: Búast við óbreyttum vöxtum SEÐLABANKASTJÓRAR Már Guð- mundsson og Arnór Sighvatsson gera grein fyrir peningastefnunni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Ég nota SagaPro Hjálmar Sveinsson, verkefnastjóri „Nú vakna ég úthvíldur“ www.sagamedica.is Sama góða varan í nýjum umbúðum E N N E M M / S IA • N M 6 49 16

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.