Fréttablaðið - 03.11.2014, Síða 10

Fréttablaðið - 03.11.2014, Síða 10
3. nóvember 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10 LOFTSLAGSMÁL Mannkynið þarf að draga hratt úr notkun jarðefna- eldsneytis og hætta henni með öllu fyrir næstu aldamót, eigi að takast að snúa við þeirri hlýnun andrúmsloftsins sem nú stefnir í óefni. Um þetta eru þúsundir vísinda- manna, sem standa að nýjustu skýrslu milliríkjanefndar Sam- einuðu þjóðanna um loftslagsmál, sammála. Þess í stað þurfa að koma endurnýjanlegir orkugjafar. „Vísindin hafa talað,“ sagði Ban Ki-moon, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, þegar skýrslan var kynnt á blaða- mannafundi í Kaupmannahöfn í gær. „Það er ekkert óljóst í boð- skap þeirra. Leiðtogarnir verða að hefjast handa. Tíminn er ekki með okkur.“ Hann segir það goðsögn eina, að aðgerðir gegn hlýnun muni verða mannkyninu dýrkeypt- ar. „Aðgerðar leysi myndi kosta meira,“ sagði hann. Þúsundir vísindamanna um heim allan hafa unnið árum saman að gerð skýrslunnar. Endan legar niðurstöður hafa auk þess verið unnar í samvinnu við stjórnvöld allra aðildarríkja Sam- einuðu þjóðanna. Harðar samn- ingaviðræður hafa staðið yfir undanfarna viku um endanlegt orðalag. Fátt er þó nýtt að finna í skýrsl- unni, enda er hún samantekt þriggja fyrri skýrslna loftlags- nefndarinnar sem birtar voru síðastliðinn vetur. Þrátt fyrir þá dökku mynd, sem dregin er upp af hlýnun jarðar, gætir tölu- verðrar bjartsýni í skýrslunni á möguleika mannsins til að snúa við þróuninni. „Allt sem við þurfum er viljinn til að breyta, og við treystum því að þekking og skilningur á vís- indum loftslagsbreytinga örvi þann vilja,“ sagði Rajendra Pach- auri, formaður nefndarinnar. Til þess þarf hins vegar víð- tækar aðgerðir og markvissa samvinnu, sem alls óvíst er hvort verði að veruleika í raun. gudsteinn@frettabladid.is Aðgerðarleysi yrði dýrkeyptara Mannkynið verður að hætta að nota jarðefnaeldsneyti fyrir næstu aldamót, segir loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna í nýjustu skýrslu sinni um hlýnun jarðar. Þúsundir vísindamanna hafa unnið að skýrslunni og eru þeir á einu máli um nauðsyn þess að grípa til aðgerða. ÚTBLÁSTUR Gróðurhúsalofttegundir streyma út í andrúmsloftið í meira mæli en nokkru sinni fyrr, þrátt fyrir áratuga langar umræður um að draga þurfi úr útblæstr- inum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SKÝRSLAN KYNNT Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ásamt Rajendra K. Pachauri, formanni milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslags- mál. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál var stofnuð árið 1988. Hún hefur nú fimm sinnum sent frá sér stórar áfangaskýrslur um loftslagsbreytingar af mannavöldum, þar sem dregnar eru saman nýjustu niðurstöður allra helstu vísindarannsókna um efnið. Hver skýrsla hefur yfirleitt verið í fjórum hlutum, þannig að fyrsti hlutinn fjallar um loftslagsbreytingarnar sjálfar, annar hlutinn um áhrif þeirra á mannlífið, en sá þriðji um leiðir til þess að vinna gegn þeim. Fjórði hlutinn er svo samantekt á hinum þremur, og það er þessi fjórði hluti fimmtu áfangaskýrslunnar sem kynntur var í Kaupmannahöfn í gær. Alls liggja 30 þúsund loftslagsrannsóknir vísindamanna um heim allan að baki þessari nýjustu skýrslu nefndarinnar. Allt ber þar að sama brunni því 95 prósent þessara rannsókna sýna fram á að megnið af þeirri hlýnun jarðar, sem orðið hefur síðan um miðja síðustu öld, er af manna völdum. Skýrslur loftslagsnefndarinnar Áhrif manna á loftslagskerfið eru skýr, og nýlegur útblástur gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum er sá mesti í sögunni. Lofts- lagsbreytingar undanfarið hafa haft víðtæk áhrif á mannlíf og náttúru. Á undanförnum þremur áratugum hafa hlýindi á yfirborði jarðar verið meiri en á öðrum áratugum frá árinu 1850. Tímabilið frá 1983 til 2012 var mjög líklega hlýjasta 30 ára tímabil síðustu 800 ára á norður- hveli jarðar, þar sem slíkt mat er mögulegt (mikið öryggi) og líklega hlýjasta 30 ára tímabil síðustu 1.400 ára (með meðal- öryggi). ➜ Úr niðurstöðum nefndarinnar grunnt á því góða? Dekkin eru einn mikilvægasti öryggisþáttur bílanna okkar, sér í lagi í vetrarakstri. Frá 1. nóvember gerir löggjafinn auknar kröfur um mynstursdýpt þeirra. Eftir það þurfa hjólbarðar bifreiða að hafa að lágmarki 3,0 mm mynstursdýpt yfir vetrartímann. Markmið breytinganna er að auka öryggi þitt og þinna í umferðinni. Þetta snýst nefnilega um svo miklu meira en bílinn. Opið kl. 8 – 17 virka dagawww.adal.is Til að einfalda þér að ganga úr skugga um að dekkin þín uppfylli þessar nýju kröfur bjóðum við þér að nálgast þar til gerða lyklakippu á næstu skoðunarstöð okkar án endurgjalds á meðan birgðir endast. Við tökum vel á móti þér. BANDARÍKIN, AP Foreldrar tólf ára drengs, sem heitir Menachem Zivotofsky, hafa allt frá fæðingu hans barist fyrir því að banda- rísk stjórnvöld skrái hann fædd- an í Ísrael. Strákurinn er fæddur í Jerú- salem, en Bandaríkjastjórn hefur til þessa fylgt þeirri afstöðu, og styðst þar við alþjóðalög, að Jerú- salemborg tilheyri ekki ísraelska ríkinu, hvað þá að hún sé höfuð- borg þess. Foreldrar piltsins, sem sjálf eru fædd í Bandaríkjunum, vísa hins vegar til þess að árið 2002 sam- þykkti Bandaríkjaþing að taka ætti undir þá afstöðu ísraelskra stjórnvalda, að Jerúsalem væri höfuðborg ríkisins. George W. Bush, þáverandi for- seti Bandaríkjanna, staðfesti á sínum tíma lög þess efnis en tók við það tækifæri jafnframt fram að stefnu Bandaríkjanna gagnvart stöðu Jerúsalemborgar yrði ekki breytt. Barack Obama hefur fylgt sömu stefnu og ekki viljað líta svo á að Jerúsalem sé höfuðborg Ísraels. Mál drengsins hefur verið að flækjast fyrir bandarískum dóm- stólum í nærri tólf ár, og er nú í annað sinn að koma fyrir hæsta- rétt. Í fyrra sinnið vísaði dóm- stóllinn málinu frá með þeim rökum að dómstólar ættu ekki að taka afstöðu í þessari deilu milli þingsins og forsetans. - gb Hæstiréttur Bandaríkjanna ræðir stöðu Jerúsalem: Tólf ára ágreiningur þingsins og forsetans MENACHEM OG ARI ZIVOTOFSKY Pilturinn ásamt föður sínum fyrir utan hæsta- rétt Bandaríkjanna árið 2011. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.