Fréttablaðið - 08.11.2014, Side 6

Fréttablaðið - 08.11.2014, Side 6
8. nóvember 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 HEILBRIGÐISMÁL „Það eru fáir sem þekkja sjúkdóminn en það geta allir fengið hann. Okkur langar að vekja athygli á sjúkdómnum í þeirri von að fleiri fái rétta greiningu og hann verði rann- sakaður enn frekar,“ segir Hrafn Garðarsson, sem er með tauga- sjúkdóminn CRPS eða Complex regional pain syndrome. Hrafn og Jóna Júlíusdóttir eru bæði með CRPS-sjúkdóminn sem kom fram í tilvikum beggja eftir meiðsli. Þau eru saman í stuðn- ingshóp sem deilir reynslu sinni í gegnum Facebook, en ásamt þeim eru ellefu aðrir Íslend ingar í hópnum. Hrafn handleggsbrotnaði í umferðarslysi fyrir þremur árum. Fljótlega fór hann að finna fyrir miklum taugaverkjum, meðal annars í fótum og höfði. „Þetta lýsti sér þannig að ég varð eldrauður og svona bláflekk- óttur á fótunum. Auk þess var ég með mikla spasmaverki,“ segir Hrafn. Eftir að hafa farið til nokkurra lækna þekkti loks einn þeirra einkenni sjúkdómsins og Hrafn fékk tiltölulega fljótt greiningu sem hann segir skipta miklu máli. „Ég fékk lyf sem virka að sumu leyti en hafa líka miklar auka- verkanir,“ segir hann, en meðal annars hefur sjón hans versn- að. Í dag lýsir sjúkdómurinn sér þannig að verkirnir eru nánast alltaf til staðar en misslæmir og hann er að mestu óvinnufær. „Ég er í dag 75 prósent öryrki. Ég fæ oft mikla verki í fæturna, hendurnar og höfuðið. Það er verst þegar verkirnir eru í höfð- inu því þá fylgir þessu mikill svimi og vanlíðan. Síðan fylgir þessu ofurnæmni í fætinum og í höfðinu frá hnakka að augabrún. Ég handleggsbrotnaði í bílslysinu og ég hef oft fengið verki sem eru eins og ég hafi handleggs brotnað aftur. Verkirnir eru mis jafnir en þeim hefur meðal annars verið lýst eins og fæðingu fyrsta barns, nema þeir fara ekki,“ segir Hrafn. Að sögn Hrafns háir sjúkdóm- urinn honum mikið í daglegu lífi. Hann hafi reynt að stunda vinnu eftir að hann greindist, en end- ist stutt því eftir nokkra daga í vinnu sé hann rúmliggjandi í nokkra daga á eftir. Jóna byrjaði að finna fyrir sjúkdómnum eftir að hún fór í aðgerð á hné vegna fótbolta- meiðsla. „Hnéð var algjörlega af- myndað, stíft og ég gat ekki hreyft það,“ segir Jóna. Verkirnir ágerðust og Jóna var greind með CRPS-sjúkdóminn. Hún lýsir verkjunum sem sker- andi sársauka. „Þetta eru eins og margfaldir tannpínuverkir, eins og verið sé að kveikja í útlimum og kremja beinin.“ Jóna segir verkina koma í törnum, þeir séu misslæmir en reyni hún á sig þá finni hún fyrir því í marga daga á eftir. Því seg- ist hún þurfa að velja vel hvað hún geri, þar sem hún þurfi oft að eiga við afleiðingarnar lengi á eftir. Í fyrra keypti Jóna sér til dæmis miða á tónleikahátíð. Hún náði ekki að klára fyrstu tónleikana vegna bólgu í fótum og verkja og var í rúminu næstu daga á eftir. „Þannig að maður þarf að eiga rökræður við sjálfan sig hvort að það sem maður ætlar að gera sé virkilega þess virði,“ segir hún. Jóna hefur fengið grætt raf- skaut inn í mænugöngin til þess að reyna að hindra fölsku tauga- boðin og það hafði góð áhrif. Hún hefur einnig fengið mænudeyf- ingar oft til þess að slá á verkina. „Þegar ég var sem verst þá bað ég læknana að klippa á mænuna til þess að koma í veg fyrir að boðin gætu skilað sér. Ég sá fyrir mér betra líf að geta rúllað mér áfram í hjólastól á milli staða, verkjalaus, heldur en að vera rúmliggjandi heima æpandi af kvölum og geta ekki hreyft mig,“ rifjar Jóna upp. Þetta segir Jóna lýsa ágætlega hversu örvæntingarfullt fólk verður meðan kvalirnar eru sem svakalegastar. „Maður er tilbúinn að gera nánast hvað sem er til að losna við kvalirnar. Það hefði samt ekki virkað að klippa á mænuna því að boðin koma frá heilanum og því hefðu þau bara haldið áfram,“ segir hún. Þau Hrafn og Jóna þurfa bæði að sætta sig við að lifa með sjúk- dómnum en vona að með auk- inni umræðu verði rannsóknir á honum efldar. „Auðvitað vonast maður eftir að með frekari rannsóknum finn- ist einhvern tímann lækning á sjúkdómnum,“ segir Hrafn. Ógnarverkir með CRPS-sjúkdómi Jóna og Hrafn eru bæði með ólæknandi CRPS-taugasjúkdóm sem veldur ólýsanlegum verkjum. Jóna bað læknana að skera sig í mænuna. „Þetta eru aukin og ýkt viðbrögð við oft minniháttar áverka sem fara í gang og mynda vítahring sem getur verið tímabundinn en í versta falli varað alveg ævilangt,“ segir Páll Ingvarsson taugalæknir, sem þekkir vel til CRPS. „Það er brýn þörf á auknum rann- sóknum og könnunum svo maður viti meira. Það er mjög líklegt að þetta sé jafnvel töluvert vangreint.“ Páll segir að sérhæfð taugaverkjalyf séu yfirleitt uppistaðan í meðferð við sjúkdómnum en þau dugi ekki í öllum tilvikum. Stundum séu líka gefin flogaveikislyf, þunglyndislyf og lyf sem draga úr síspennu. Páll segir erfitt að segja til um hversu margir séu með sjúkdóminn hérlendis þar sem ekki sé nein miðlæg skráning sem haldi utan um það. Hins vegar sé hann afar sjaldgæfur, í sumum tilvikum tímabundinn en í þeim verstu krónískur og vari ævilangt. „Eitt af því dularfyllsta við þetta er hvað það er lítið orsakasamband milli þess hversu mikið upphaflegt áreiti var og hversu mikið þetta CRPS-heil- kenni verður.“ Hann telur þörf á frekari rannsóknum til þess að vita meira um sjúkdóminn. „Vissulega er brýn þörf fyrir meiri rannsóknir og kannanir.“ TAUGALÆKNIR TELUR BRÝNA ÞÖRF Á FREKARI RANNSÓKNUM Á SJÚKDÓMNUM Nóvembermánuður er tileinkaður alþjóða vit- undarvakningu á CRPS- sjúkdómnum sem lýsir sér sem krónískt verkja- ástand sem einkennist af miklum sársauka. Verkirnir eru misslæmir en sársaukanum er lýst sem brunaverkjum, stunguverkjum og því að beinin séu að núast saman af miklum krafti. Oft verða litabreytingar á húð, bólgur, bjúgur, náladofi, hreyfiskerðing, ofurviðkvæmni og máttleysi svo eitthvað sé nefnt. Algengt er hjá þeim sem eru með sjúkdóminn að hann hafi komið upp í kjölfar meiðsla, aðgerða, beinbrots eða geislana. Um sjúkdóminn MATUR OG DRYKKUR Í LAUGARDALSHÖLL UM HELGINA  OPIÐ FRÁ 1018 „MATARHÁTÍÐIN“ Ég er svakalega spennt að smakka þennan flotta mat, allskonar drykki sem boðið verður upp á og skoða tilboðin. Svo er frítt fyrir yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum, annars bara 1.000 kall sem er hræódýrt miðað við sem er þarna í boði og svo gildir miðinn báða dagana. Ég er mjög forvitinn að skoða það sem er á boðstólum og svo er kannski hægt að kaupa eitthvað á hagstæðu verði, sem er ekki verra fyrir jólin. Hver sleppir svona sýningu? Ekki ég og mín fjölskylda. Við förum öll fjölskyldan, ekki spurning, og amma líka. Verkirnir eru misjafnir en þeim hefur meðal annars verið lýst eins og fæðingu fyrsta barns, nema þeir fara ekki. Hrafn Garðarsson Hefur verið með sjúkdóminn í um þrjú ár. Hann er í dag óvinnufær. Þetta eru eins og margfaldir tannpínuverkir, eins og verið sé að kveikja í útlimum og kremja beinin. Jóna Júlíusdóttir Þegar verkir Jónu voru sem verstir bað hún lækni um að klippa á mænuna í von um að þá myndu þeir hverfa. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is MYND/STEVEN RICHEIMER LITA- BREYTINGAR Meðal ein- kenna geta verið lita- breytingar á útlimum. FRÉTTABLAÐ IÐ /ERN IR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.