Fréttablaðið - 08.11.2014, Síða 100

Fréttablaðið - 08.11.2014, Síða 100
8. nóvember 2014 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 56TÍMAMÓT Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTÍNAR MÖLLER Kirkjusandi 3. Kristján Ragnarsson Margrét Vala Kristjánsdóttir Sæmundur Sæmundsson Tómas Kristjánsson Þóra Hrólfsdóttir Hildur R. Kristjánsdóttir Alexander K. Guðmundsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, TEITUR BERGÞÓRSSON kennari, lést föstudaginn 31. október á bráðamóttöku Landspítalans. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 11. nóvember klukkan 15.00. Guðný María Hauksdóttir María Teitsdóttir Hulda Teitsdóttir Elís Hólm Þórðarson Hrund Teitsdóttir Þorvaldur Örn Kristmundsson Björg Arnþórsdóttir Michael C. Martinsen og barnabörn. Elsku móðir okkar, amma og tengdamóðir, HARPA GUÐMUNDSDÓTTIR Sóltúni 11, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 1. nóvember. Útförin fer fram frá Langholtskirkju, mánudaginn 10. nóvember klukkan 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi og Karítas. Guðbjörg Sævarsdóttir Björn G. Straumland Guðlaugur Maggi Einarsson Þóra Björk Árnadóttir Harpa, Hera, Einar Elías Hilmir, Sævar, Þórey Elskulegur faðir okkar, afi og langafi, THEÓDÓR G. JÓHANNESSON (DÓDÓ) frá Nýjabæ í Vestmannaeyjum, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 2. nóvember. Útförin fer fram frá Seljakirkju miðvikudaginn 12. nóvember kl. 13.00. Arnar Theódórsson Sigríður Theódórsdóttir Sigurður J. Ólafs barnabörn og barnabarnabörn. Innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og heiðruðu minningu okkar ástkæra GUNNARS BJARNASONAR húsasmíðameistara, Öldugötu 25, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á 11E, líknardeildar LSH og Karitasar. Einnig þökkum við öllum vinunum í KFUM og KFUK og Gídeon fyrir alla aðstoðina. Guð blessi ykkur öll. Kristín Sverrisdóttir Sverrir Gunnarsson Guðrún Birna Brynjarsdóttir Jakob Bjarni Sverrisson Ólafur Bjarnason Hallfríður Bjarnadóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, SIGMAR HRÓBJARTSSON múrarameistari, frá Hamri í Hegranesi, lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu við Boðaþing í Kópavogi miðvikudaginn 5. nóvember. Útför hans fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 14. nóvember klukkan 13.00. Ingibjörg Guðmundsdóttir Bergdís Ósk Sigmarsdóttir, Gunnlaugur Gísli Sigmarsson, Sigurþór Heimir Sigmarsson, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Sigríður Sigurgeirsdóttir, Hansína Sigurgeirsdóttir, Þorkatla Sigurgeirsdóttir, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir og fjölskyldur. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Davíð Ósvaldsson útfararstjóri Óli Pétur Friðþjófsson útfararstjóri 551 3485 • www.udo.is ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS 5 1 3300 t n Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hinrik Valsson STOFNUÐ 1996 STOFNUÐ 1996 „Ég ætla að halda upp á afmælið þegar kemur fram á vordaga og vonast til að geta gert það með vinum og kunningj- um. Það kemur yfir mann þegar tug- irnir eru orðnir þetta margir að hugsa aftur í tímann og átta sig á verðmæt- unum í vináttu þess fólks sem maður hefur deilt tilverunni með.“ Þetta segir Jóhanna Bogadóttir þegar hún er innt eftir áformum sínum í tilefni sjötugsaf- mælisins sem er í dag. Jóhanna hefur lengi mundað pensil- inn og á yfir hundrað sýningar að baki. „Ég er enn á kafi í myndlistinni, hún togar í mig endalaust. Mér finnst ég eiga svo margt ógert,“ segir hún bros- andi. Þó að margir tali um að hætta að vinna um sjötugt eða fyrr segir hún það ekki á dagskrá hjá myndlistar mönnum. Kveðst líka heppin með heilsuna. „Ég er farin að skilja betur ömmur mínar sem töluðu um það þegar ég var lítil hvað það væri dýrmætt að hafa góða heilsu.“ Sem barn kveðst hún hafa heillast af fallegum litum og fegurð heimsins og langað snemma að lýsa þeirri tilfinn- ingu. „Ég vildi samt fara í „alvöru“ nám og var í stærðfræðideild MA, tók bara fram vatnslitina á kvöldin á heima- vistinni og hélt að ég mundi alltaf hafa myndlistina sem tómstundagaman en um það leyti sem ég tók stúdentsprófið var sú ákvörðun tekin að fara í listnám. Þetta var einhvers konar köllun, ekki bara val.“ Hún lærði bæði í Frakklandi og Sví- þjóð og kveðst síðan oft hafa bæði málað og sýnt erlendis. „Þegar ég dvel í útlöndum verð ég að taka efni með mér og hafa smá vinnuaðstöðu. Það eru mín allra bestu frí. Mig hefur aldrei langað í baðstrandarfrí en auðvitað get ég þráð að vera í sólskini og betra og hlýrra loftslagi, verandi hér í skammdegi og roki. Ég hef verið á framandi slóðum eins og Afríku, Mexíkó og Indlandi sem hafa haft gríðarleg áhrif á mig og mína vinnu,“ segir hún og kveðst eilíflega þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til þess. „Ég hafði alltaf mikla útlandaþrá og hef í raun búið miklu meira á Íslandi en ég hugsaði mér þegar ég var ung.“ Jóhanna ólst upp í Vestmannaeyj- um, meðal annars við rok og brim og segir baráttu mannsins við höfuðskepn- urnar hafa verið rauða þráðinn í hennar myndlist. „Hvar sem ég fer um heiminn finn ég fyrir sömu tilfinningum sem færa mig aftur til upprunans.“ gun@frettabladid.is Skil ömmur mínar núna Myndlistarkonan Jóhanna Bogadóttir er sjötug í dag en ætlar að fagna þeim áfanga með vorsól á loft i. Hún er ævintýrakona sem hefur búið meira á Íslandi en hana dreymdi um. LISTAKONAN „Þetta var einhvers konar köllun. Ekki bara val,“ segir Jóhanna um myndlistina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Lætur kraft litanna njóta sín Guðrún Pálína Guðmundsdóttir sýnir í Populus Tremula nú um helgina. Guðrún Pálína var bæjarlista- maður Akureyrar 2013 og dvaldi hálft ár í Berlín. Þar vann hún að portrett- og landslagsmyndum sem hún sýnir í Populus Tremula í Listagilinu í dag og á morgun milli klukkan 14 og 17. Titill sýningar- innar er Nóvember. Hún kveðst reyna að hafa teikningu sem ein- faldasta í verkum sínum, láta kraft litanna njóta sín og laða fram til- finningaþrungið andrúmsloft. - gun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.