Fréttablaðið - 08.11.2014, Síða 24

Fréttablaðið - 08.11.2014, Síða 24
8. nóvember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24 NÚA OG NÍU, fallega barna- bók sem Þorgrímur Þráinsson skrifar og Lína Rut Wilberg myndskreytir. Af tilefni útgáfu bók-anna Bassbar munu einir fremstu bassbarí-tónar Íslands standa saman á sviði annað kvöld í Salnum og flytja sönglög sem sérstaklega eru útfærð fyrir þeirra raddir. „Bassbarítónar eru neðri radd- ir karlmanna og ég ákvað að gefa út bækur fyrir þessa rödd vegna vöntunar á slíku,“ segir Jón Kristinn Cortez, tónlistarkennari og útgefandi bókanna tveggja, en hann er langt kominn með þriðju og fjórðu bókina í flokkn- um. „Fyrir mörgum árum bað einn af þessum bass barítónum mig um að lækka fyrir sig lag og tautaði um leið að það væru aldrei skrifuð lög fyrir hans líka. Þegar tónskáld skrifa lög hafa þau ákveðna raddgerð í huga og það vill verða þannig að bass- barítónar ná ekki nógu hátt til að syngja lögin.“ Í framhaldi af þessu samtali einsetti Jón Kristinn sér að leita uppi þau lög sem eru til fyrir röddina og bæta við fleiri lögum sem hann hefur lækkað um einn tón eða einn og hálfan. Lögin eru samtals þrjátíu og tvö og hefur Jón Kristinn fengið fríðan flokk til að flytja lög úr bókinni fyrir sig á útgáfutónleikum. „Þessir góðu söngvarar hafa aldrei staðið allir fimm saman á sviði og verður gaman að fylgj- ast með þeim flytja þessi karl- mannlegu sönglög íslenskra tónskálda,“ segir Jón Kristinn, en segir fólk þurfa að meta það sjálft hvort bassbarítónar séu ímynd karlmennskunnar. „Inn á milli er viðkvæmni sem sýnir mjúku hliðina líka,“ bætir hann við hlæjandi. Það eru ekki margir sem gefa út tónbækur á Íslandi en nýlega var þó stofnað Samband íslenskra tónbókaútgefenda, og er útgáfa Jóns Kristins hluti af því. Jón Kristinn hefur þó lengi verið í bransanum og hóf útgáfu í kringum 1970 en af illri nauð- syn. „Kennararnir í tónskól- anum voru með mjög misgóða handskrift og maður eyddi oft dágóðum tíma í að ráða í skrift- ina. Það varð til þess að ég fór að leita ýmissa ráða til að skrifa greinilega en það er ekki fyrr en tölvutæknin kom til sögunnar að skurkur verður í þessu.“ Meðal vinsælla laga sem samin eru fyrir bassbarítóna eru Sverrir konungur og Nótt en Jón Kristinn segist ekki ætla að bera þau á borð á tónleikunum. „Ég reyni frekar að leyfa fólki að heyra í lögunum sem eru ekki eins mikið sungin til þess að vekja athygli á þeim. Enda alveg þess virði að syngja og hlusta á.“ Þessir góðu söngv- arar hafa aldrei staðið allir fimm saman á sviði og verður gaman að fylgjast með þeim flytja þessi karl- mannlegu sönglög ís- lenskra tónskálda. Jón Kristinn Cortez Á TÓNLEIKA með franskri saxófóntónlist í Hannesarholti á sunnudag með saxófón- leikaranum Guido Bäumer og píanó- leikaranum Aladár Rácz. Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@365.is Sykurpúðasúkkulaði 450 ml mjólk 100 g dökkt súkkulaði 8 sykurpúðar (og einn í hvern bolla) Settu mjólkina í pott, brjóttu súkkulaðið í bita og settu þá út í ásamt sykurpúðanum, hitaðu og hrærðu stöð- ugt þar til súkkulaðið er bráðnað og sykurpúð- arnir líka. Helltu í bolla, settu sykurpúða út í hvern bolla og berðu fram. Heitt súkkulaði sem yljar og gælir við bragðlaukana Nanna Rögnvaldardóttir gefur tvær góðar uppskrift ir að súkkulaðidrykkjum sem henta vel í nóvemberkulda. Kryddað koníakssúkkulaði 300 ml vatn 2 msk. kakóduft 2-3 msk. hrásykur (eða hvítur sykur) Cayennepipar á hnífsoddi Negull og salt á hnífsoddi 300 ml mjólk 2 msk. koníak (eða calvados eða romm) Þeyttur rjómi Settu vatn í pott og hitaðu að suðu. Blandaðu kakódufti, sykri, cayenne- pipar, negul og salti saman í lítilli skál og hrærðu saman við þegar sýður. Hrærðu svo mjólkinni saman við, hitaðu og láttu suðuna koma vel upp. Taktu þá pottinn af hitanum og hrærðu koníakinu saman við. Gott að bera fram með rjóma og chili-súkkulaðiflögum. Á LJÚFA TÓNA af nýrri plötu hljómsveitarinnar Valdimar sem ber nafnið Batnar útsýnið. Á KONUNA Í BÚRINU á RÚV í kvöld en myndin er byggð á bók hins vinsæla glæpasagna- höfundar Jussi Adler-Olsen. Bassbarítónar flytja karlmannleg sönglög Jón Kristinn Cortez ákvað að safna saman íslenskum sönglögum fyrir bassbarítóna sem eru neðri raddir karlmanna. Af því tilefni koma fimm fremstu bassbarítónar landsins saman fram. BASSBARÍTÓNAR Jóhann Smári Sævarsson, Davíð Ólafsson, Bergþór Pálsson, Viðar Gunnarsson og Kristinn Sigmundsson voru reffilegir á æfingu fyrir tónleikana. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Jónína Leósdóttir rithöfundur Knús og lestur Ég ætla að vakna snemma og skunda í Norræna húsið og hlusta á Ágúst Einarsson prófessor segja frá hagrænum áhrifum ritlistar. Það sem eftir er helgarinnar ætla ég svo að njóta þess að knúsa mína nánustu, en ég hef ekkert getað knúsað þau vegna veikinda síðustu tvær vikurnar. Svo mun ég lesa bækur, kíkja á kaffihús og borða brakandi ferskt grænmeti. Orri Huginn Ágústsson leikari Leikhúshelgi Ég ætla að sýna Línu Lang- sokk tvisvar í dag og tvisvar á morgun. Sá litli tími sem ég hef aflögu eftir það fer í að rækta fjölskylduna og líkamann. Áslaug María Friðriksdóttir borgarfulltrúi Vinna og kaffi drykkja Í dag fer ég í fjölskylduafmæli og strax í kjölfarið hitti ég hressar konur í borgarstjórn. Á morgun mun ég sjá sýninguna Vara-litir og drekka kaffi með einhverjum sem nennir. Bryndís Björgvinsdóttir rithöfundur Nirvana-tónleikar Ég verð að fara á Nirvana þar sem ég búin að vera með hljómsveitina á heilanum síðustu tvö ár, því í bókinni Hafnarfjarðarbrandarinn er ein persónan mikill aðdáandi. HELGIN 8. nóvember 2014 LAUGARDAGUR FARÐU HLUSTAÐU LESTU HORFÐU...
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.