Fréttablaðið - 08.11.2014, Blaðsíða 110

Fréttablaðið - 08.11.2014, Blaðsíða 110
8. nóvember 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 66 Ástarsöngvar verða í öndvegi á styrktartónleikum Kvennakórs Kópavogs í Austurbæ á morg- un, sunnudag. Uppselt er þegar á sönginn sem hefst klukkan 16 en möguleiki að komast á þann síð- ari sem byrjar klukkan 20. Erna Bjarnadóttir, ein kór- kvenna, segir reyndar kvenna- kórinn ekki endilega í aðalhlut- verki þótt hann taki mesta plássið á sviðinu. Hann hafi fengið ein- valalið tónlistarfólks til að koma fram með sér, eins og Pál Óskar Hjálmtýsson, Ölmu Rut Krist- jánsdóttur, Drengjakór íslenska lýðveldisins og snjalla hljóðfæra- leikara. Einn undirleikaranna er líka stjórnandi kórsins, John Gear, sem spilar á hljómborð og trompet. „Kórinn er samstilltur hópur eins og vera ber og þetta er í sjöunda skipti sem hann heldur slíka styrktartónleika. Yfirskrift þeirra er Hönd í hönd og að þessu sinni mun allur ágóði renna til Mæðrastyrksnefndar Kópavogs og líknardeildar LSH í Kópavogi. „Það er mikil eining um þetta verkefni, eins og undanfarin ár,“ segir Erna. „Fjöldi fólk gefur vinnu sína og meira að segja mat, við erum mjög þakklát því öllu.“ - gun Kórinn er samstilltur hópur eins og vera ber og þetta er í sjöunda skipti sem hann heldur slíka styrktartónleika. Erna Bjarnadóttir, kórfélagi TÓNLIST ★★★ ★★ Sinfóníuhljómsveit Íslands Stjórnandi: Rumon Gamba VERK EFTIR SVEIN LÚÐVÍK BJÖRNSSON, VINCENT D’INDY OG ERICK WOLFGANG KORNGOLD Á TÓNLEIKUM SINFÓNÍU- HLJÓMSVEITAR ÍSLANDS Í HÖRPU FIMMTUDAGINN 6. NÓVEMBER. EINLEIKARI: EINAR JÓHANNESSON. Ég er með góðar fréttir og slæmar fréttir. Góðu frétt- irnar eru tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið fyrir hlé. Slæmu fréttirnar eru sömu tónleikar eftir hlé. Byrjum á góðu fréttunum. Tónleikarnir hófust á svo- kölluðum hljómsveitarforleik eftir Vincent d’Indy sem bar nafnið Herbúðir Wallensteins. Þar er vísað í hluta úr þríleik eftir þýska skáldið Schiller. Þríleikurinn fjallar um atburði sem gerðust í 30 ára stríðinu, í baráttu kaþólikka og mótmælenda á sautjándu öld. Wallenstein var herforingi og tónlistin eftir d’Indy var eins konar túlkun á persónuleika hans og aðstæðum. Verkið var skemmtilegt, líflegt og tignarlegt. Hljóm sveitin lék af vandvirkni en líka krafti undir öruggri stjórn Rumons Gamba. Næst á dagskránni var frumflutningur á klarínettu- konsert eftir Svein Lúðvík Björnsson. Einar Jóhannes- son var í einleikshlutverkinu. Fyrst gat að heyra íhug- ula, rólega melódíu úr klarínettunni, sem var römmuð inn með nokkrum háværum hljómsveitarhljómum. Síðan breyttist hljómsveitarröddin í lágværan ym sem smám saman magnaðist upp. Útkoman var seiðandi. Eitthvað dásamlega fagurt var við samhljóm klarínett- unnar og hinna hljóðfæranna. Allsráðandi var unaðs- legur annarleiki, sem erfitt er að lýsa með orðum. Á eftir tók við kraftmeiri kafli sem var fallega áleit- inn. Skemmtilega þráhyggjukenndur slagverkspartur var framarlega. En jafnframt hvass klarínettueinleikur, sem var undirstrikaður með ámóta hörðum leik annarra klarínettuleikara í hljómsveitinni. Þessar öfgar sköpuðu áhrifamikla andstæðu við það sem á undan var gengið. Lokahlutinn var einstaklega heillandi. Rósemin var í fyrirrúmi á ný. Hæg laglína einleiksklarínettunnar fékk að njóta sín við síendurteknar strengjahendingar og veikradda, fjölbreytta slagverkstóna. Það var dáleið- andi í einfaldleika sínum. Einar Jóhannesson var frábær og hljómsveitin lék líka af nostursemi. Konsertinn eftir Svein Lúðvík er einn allra besti íslenski einleikskonsert sem ég hef hlýtt á. Hann verður vonandi fluttur sem fyrst aftur. Og þá eru það slæmu fréttirnar. Á dagskránni eftir hlé var sinfónía op. 40 eftir Erich Wolfgang Korngold. Hann var vissulega frábært kvikmyndatónskáld á fyrri hluta 20. aldarinnar. En svo fór hann að dala og sinfónían nú var samin á hnignunarskeiðinu. Hún var eitthvert mesta glundur sem ég hef heyrt, full af klisj- um og úreltum hugmyndum. Í þokkabót tók hún næstum klukkutíma í flutningi. Það er sennilega lengsti klukku- tími sem ég hef lifað á Sinfóníutónleikum. Svo var flutn- ingurinn ekki gallalaus, nokkrar feilnótur voru áber- andi. Þær gerðu klukkutímann enn þá lengri. Ég hefði frekar viljað heyra konsertinn eftir Svein Lúðvík aftur eftir hlé. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Fúl sinfónía eftir Korngold, en einleikskonsert eftir Svein Lúðvík Björnsson var sérlega fallegur, og var einnig prýðilega spilaður. Glæsilegur konsert, fúl sinfónía HÖFUNDUR OG FLYTJANDI „Einar Jóhannesson var frábær. Konsertinn eftir Svein Lúðvík er einn allra besti íslenski einleikskonsert sem ég hef hlýtt á.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Dansararnir og danshöfund- arnir Snædís Lilja Ingadóttir og Steinunn Ketilsdóttir munu deila kvöldi í Tjarnarbíói sunnudagana 9. og 16. nóvember næstkomandi og sýna hvor sitt sólóverkið. Steinunn sýnir verkið this is it sem hún frumsýndi á Reykjavík Dance Festival fyrr í haust. This is it er opinskátt sólóverk þar sem höfundur tekst á við sjálfsmynd einstaklingsins og ímynd. Í verk- inu takast á öfgar og klisjur þar sem Steinunn horfist í augu við sjálfa sig, tekst á við eigin kröf- ur og speglar sig í umhverfinu. Snædís sýnir verkið GOOD/BYE sem hún frumsýndi í Tjarnar bíói í september. Verkið fjallar um kveðjustundina, sem getur verið hversdagsleg, létt eða erfið, til- finningin fer eftir tengslum þínum við þá sem þú kveður. Þær stöllur eru nýkomnar heim frá Búkarest í Rúmeníu þar sem þær dvöldu í vinnustofu og hófu sköpunarferlið að nýju verki eftir Steinunni sem ber vinnutitilinn Nordic blondes og verður frum- sýnt í Tjarnarbíói haustið 2015. - fsb Tvö sóló á einu kvöldi Dansararnir Snædís Lilja Ingadóttir og Steinunn Ketilsdóttir sína hvor sitt verkið í Tjarnarbíói. Sungið um ástina og lífi ð í Austurbæ Kvennakór Kópavogs heldur tvenna styrktartónleika í Austurbæ við Snorrabraut á morgun og fær til liðs við sig Pál Óskar, Ölmu Rut og Drengjakór íslenska lýðveldisins, ásamt úrvali hljóðfæraleikara. KVENNAKÓR KÓPAVOGS Hér eru dömurnar klæddar í samræmi við þema síðustu vortónleika í Hörpu, Perlur og pilsaþytur. MYND/ÚR EINKASAFNI SNÆDÍS LILJA Önnur tveggja dansara sem sýna í Tjarnarbíói á morgun. Hin er Steinunn Ketilsdóttir.Nú eru lausar skrifstofur til leigu í húsnæði Matís, Vínlandsleið 14, fyrir lítil fyrirtæki og einstaklinga, sem sjá sér hag í því að vera innan um helstu sérfræðinga landsins í matvælavinnslu og líftækni. Húsnæðið sem er í boði eru nokkrar bjartar og góðar skrifstofur, einnig er hægt að fá aðgang að rannsóknaraðstöðu og vottuðu matvinnslurými eftir nánara samkomulagi. Kynntu þér málin á heimasíðu Matís, www.matis.is/bruin. Viltu vera hjá okkur?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.