Fréttablaðið - 08.11.2014, Side 28
8. nóvember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 28
Þjálfarinn
Halldór Kári hét hann
heldur betur flottur,
hafði fyrir sið
að temja rottur.
Er þolinmæði þraut
þess í staðinn naut
að þjálfa út’ á svölum
silfurskottur.
Í útgáfupartíinu á mánudaginn,
sem haldið verður í Eymundsson í
Austurstræti klukkan 17, notar Egill
tækifærið og styrkir gott málefni.
Hann hefur tekið sig til, unnið upp
og rammað inn 50 myndir úr bókinni
sem verða til sýnis og sölu á staðnum
á mjög sanngjörnu verði. Öll innkoma
af sölunni mun renna til ABC-barna-
hjálpar.
eftir að börnin komu heim og
ég leiddi ekkert frekar hugann að
þeim, en fyrir þremur árum rifj-
ast það upp fyrir mér að einhvers
staðar séu þessar vísur niðurkomn-
ar og ég fer að lesa þær. Þá sé ég
þarna eina og eina vísu sem mér
finnst ekki svo vitlaus. Ég hef þá
samband við mikla og góða vinkonu
mína, sem nú er látin, Elínu Snædal,
sem var frábær íslenskumanneskja
og kunni bragfræði út í æsar, og bið
hana að kíkja á vísurnar fyrir mig.
Síðan vorum við að henda þessu á
milli okkar í tæpt ár, það varð að
einhverjum leik hjá okkur, án þess
að mér dytti nokkur bók í hug. Elín
var mjög hörð við mig þegar kom
að bragfræðinni og ég komst ekki
upp með nein undanbrögð. Hún
nær að fara yfir um hundrað vísur,
henti sumum og samþykkti aðrar og
ég hlýddi henni auðvitað. Svo ger-
ist það fyrir rúmu ári að Ella deyr
í bílslysi og upp úr því fer ég að
hugsa að ég ætti kannski að gera
eitthvað úr þessu. Við höfðum eytt
svo miklum tíma í vísurnar og við
skemmt okkur svo vel yfir þess-
ari vitleysu allri að mér fannst að
ég yrði að sýna því einhvern sóma.“
Teiknað á iPad á Indlandi
Þótt vísurnar væru tiltækar var þó
stærsta verkefnið eftir; að mynd-
skreyta þær. Egill hafði reyndar
alltaf sent litlar teikningar með
þeim til barnanna en þurfti að
útfæra þær betur og ákvað að taka
sér frí úr vinnu, fara eitthvert til
hlýrri landa og teikna eins og óður
maður. „Ég hafði nú bara hugsað
mér að búa til nokkur eintök af lít-
illi bók og gefa börnunum mínum og
barnabörnum í jólagjöf, útgáfa var
enn ekki inni í myndinni. Það er svo
um miðjan desember í fyrra sem ég
fæ upphringingu frá Völu Matt vin-
konu minni sem segist vera búin að
finna stað á Indlandi fyrir mig. Hún
var þá stödd á Seyðisfirði hjá henni
Þóru sem á og rekur hótel á Indlandi
og ég var yfir mig hrifinn af þess-
ari hugmynd. Hafði langað til Ind-
lands alveg síðan Bítlarnir voru þar
í denn og fyrr en varði var ég búinn
að bóka herbergi á hótelinu hjá Þóru
í fimm vikur. 15. desember er ég
svo mættur þar til að stunda hug-
leiðslu og teikna, sem ég og gerði.
Þetta var þvílíkt upplifelsi, búandi
á þessu yndislega hóteli, kynnast
Þóru og starfsfólkinu sem allt var
dásamlegt. Það endaði með því að
ég fór eiginlega ekkert af hótelinu,
fékk að borða með starfsfólkinu þótt
það væri ekki seldur matur á hótel-
inu, labbaði um þennan „litla“ bæ
þar sem búa sex til sjö hundruð þús-
und manns og teiknaði og teiknaði.“
Ellefu stíflur í hjartanu
Afrakstur Indlandsdval arinnar
voru hundrað teikningar, allar
teiknaðar á iPad, og Egill sá fram
á það að sennilega væri þetta bara
efni í bók. „Ég banka upp á hjá
þeim í Veröld og þeir segjast ætla
að kíkja á þetta og ég er sáttur við
það. Á meðan ég er að bíða eftir
svari frá þeim fæ ég reyndar um
nóg annað að hugsa því ég fæ þær
óvæntu upplýsingar að hjartað í
mér sé allt stíflað. Þetta kom fram
við reglubundið eftirlit en ég hafði
ekki fundið fyrir neinu nema því að
mér fannst ég vera orðinn svo latur.
Ég var orðinn allt of feitur og tengdi
þessa leti bara því að ég væri að eld-
ast. Eftir tólf, fjórtán tíma vinnu-
dag hér í sjónvarpinu var ég hætt-
ur að nenna að taka upp pensil og
vinna næstu sex tímana við að mála
í vinnustofunni heima. En, sem
sagt, ég fór í hjartaþræðingu og þá
kemur í ljós að það eru ellefu stífl-
ur í hjartanu. Þremur dögum síðar
fór ég í aðgerð og það var skipt um
sex æðar í hjartanu í mér. Ég var
í fríi í þrjá mánuði, fór í mánuð í
endurhæfingu á Reykjalundi og er
núna, fimm mánuðum eftir aðgerð-
ina í betra formi en nokkru sinni.
Það var nákvæmlega ekkert drama
í þessu en ég tek þetta mjög alvar-
lega. Finnst ég hafa fengið aðvörun
um að nýta lífið betur og er bara á
fínu flugi.“
Veraldarmenn hrifust af vís-
unum og teikningunum og ákveðið
var að velja rúmlega þrjátíu þeirra
til útgáfu í bókinni Ekki á vísan að
róa og Egill segir ferlið hafa verið
mjög skemmtilegt. „Ég hafði aldrei
kynnst bókaútgáfu fyrr og hafði
mjög gaman af því. Þessar vísur,
sem voru upphaflega bara sálu-
hjálp fyrir sjálfan mig, hafa von-
andi eitthvað að segja fleiri krökk-
um en mínum. Ég tileinka bókina
börnunum mínum sex og barna-
börnunum fjórum og svo eru auð-
vitað í henni kærar þakkir til Ellu
vinkonu minnar.“
Verður aldrei neitt úr mér
Egill varð 67 ára fyrir stuttu en það
hvarflar ekki að honum að draga
sig í hlé. „Ég sagði nú við útvarps-
stjóra að ég hefði átt von á því að
þeir ætluðu ekki að losa sig við mig
á þeim tímamótum og senda mig á
stofnun. Hann sagði mér að hafa
ekki áhyggjur af því, það væri nóg
fyrir svona reynslubolta að gera. Ég
hef heldur aldrei hugsað þá hugsun
að hætta að vinna en það kemur
auðvitað að því með mig eins og
aðra og þá bara tekur maður því.
Ég hef reynt í gegnum tíðina að
líkjast föður mínum sem var ein-
stakur maður og ég mun aldrei ná
að líkjast honum nægilega. Hann
var svo yndislega ljúfur og góður
og sá alltaf eitthvað gott við allt.
Honum fannst lífið bara geggjað.
Hann dó níutíu og þriggja ára eftir
að hafa verið rúmliggjandi heima
í tvö ár en það var alveg sama
hvenær maður heimsótti hann og
spurði hvernig hann hefði það þá
sagði hann alltaf: „Ég hef það virki-
lega gott, vinurinn minn.“ Þetta við-
horf hef ég reynt að temja mér, ég
er ekki að segja að mér hafi tek-
ist það, en mér finnst þessi tilvera
bjóða upp á tækifæri til að gera svo
ótrúlega hluti. Ég hef alltaf reynt að
gera það sem ég hef tekið að mér
vel og búa til eitthvað sérstakt. Ég
er svo heppinn maður, mér þykir
óskaplega vænt um börnin mín
öll, tengdadætur, barnabörn, alla
mína góðu vini og reyndar allt fólk
– nema leiðinlegt fólk, ég þoli það
ekki. Mér finnst gaman að vinna
með ungu fólki, eins og þeim Hrað-
fréttavitleysingum, og bý örugglega
yfir þó nokkurri reynslu sem getur
komið að gagni. Það verður nátt-
úrulega aldrei neitt úr mér, eins og
Hörður sagði, en ég hef örugglega
meira gaman af lífinu en margir
sem ná miklum árangri á einhverju
einu sviði. Mér tekst að njóta þess
sem ég hef á hverjum tíma og finnst
þessi tilvera meiriháttar.“
Egill er hafsjór af skemmtilegum sögum eins og meðfylgjandi saga ber
með sér. Hér segir af því þegar hann, alls óvænt, varð fylgdarmaður
Ringos Starr þegar hann spilaði með Stuðmönnum í Atlavík um árið.
„Þegar Ringo var væntanlegur til landsins voru Stuðmenn flognir austur
í Atlavík og báðu Jónas R. Jónsson að taka á móti honum þegar flugvélin
lenti, koma honum í koju og fljúga svo með honum austur daginn eftir.
Þetta var seinnipartinn á föstudeginum fyrir verslunarmannahelgi og ég
var á leið í sumarbústað með mína fjölskyldu þegar Jónas hringir og segir
að Ringo vilji endilega fara út að borða og við hjónin verðum að koma
með. Við erum mætt hálftíma síðar á veitingahúsið Arnarhól og erum
kynnt fyrir Ringo og Barböru konu hans. Jónas hafði fengið allar upp-
lýsingar um þarfir stjörnunnar, meðal annars það að hann notaði ekkert
krydd á matinn og gekk í það að verða við öllum þörfum Bítilsins. Við
Jónas náttúrlega þóttumst það miklir heimsborgarar að það hvarflaði ekki
að okkur að minnast á Bítlana en það fóru að renna á okkur tvær grímur
þegar Ringo var sí og æ að vísa til einhvers frá Bítlatímanum. Fljótlega
bætast Sigurjón Sighvatsson og Gunni Þórðar í hópinn og við setjumst að
snæðingi. Það er mikið borðað og mikið, mikið drukkið og alltaf heldur
Ringo áfram að tala um Bítlana. Það endar með því að ég get ekki stillt mig
eftir að hafa horft á allar serímóníurnar í kringum mat trommarans og spyr
hvernig í ósköpunum hann hafi eiginlega farið að á Indlandi
þar sem allur matur er hressilega kryddaður. „Það var nú ekki
flókið,“ sagði Ringo. „Ég pakkaði niður í tvær töskur. Í annarri
var enskt kex og í hinni ensk sulta og þegar ég var búinn úr
báðum töskunum þá pakkaði ég niður og fór heim.“
Eftir máltíðina var haldið í áframhaldandi gleðskap heima
hjá Agli og þar var setið og spilað og drukkið fram á morgun.
Egill segir það reyndar lygi sem haldið hefur verið fram að
Bítillinn hafi viljað kók í koníakið. Hann
hafi drukkið koníak í íslensku appelsíni,
sem hafi verið eina blandið sem til var í
ísskápnum. „Þarna erum við til klukkan
sjö um morguninn við drykkju og spilerí,
við Ringo spiluðum til dæmis fjórhent á
píanóið og hann söng Yesterday. Gunni
Þórðar lét senda eftir gítarnum sínum og
spilaði með og þetta var hressandi. Þegar
komið er að kveðjustund heimtar Ringo að
við Gunni komum með austur í Atlavík,
því þetta hafi verið svo gaman. Og
það verður úr að við förum austur
með honum, ég, Jónas og Gunni, og
vorum upp frá því kallaðir bítla-
gæslumennirnir eins og Stuðmenn
sungu síðar um í laginu Hringur og
bítlagæslumennirnir.“
Hringur og bítlagæslu mennirnir
STYRKIR ABC-BARNAHJÁLP LISTAMAÐURINN Egill er með vinnu-
stofu heima og
málar flesta daga.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Fljótlega
eftir að hún
fór út varð
það úr að við
ákváðum að
skilja og
mikið tóma-
rúm myndað-
ist í lífi mínu.
Þetta var
þriðja hjóna-
bandið mitt,
þriðja fjöl-
skyldan mín
og ég hafði
ekki séð
annað fyrir
en að loks
væri ég
kominn heill
í höfn.