Fréttablaðið - 31.12.2014, Side 24

Fréttablaðið - 31.12.2014, Side 24
31. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| ÁRAMÓT | 24 LIGGUR Á KAFFISTOFUNNI Guðni Páll Viktorsson var fastur á hjartadeild Landspítalans dögum saman og lá á kaffistofu deildar innar vegna verkfalls lækna. Vegna verkfallsins vissi hann ekki hvað að sér amaði og hafði ekki farið í nauðsynlegar rannsóknir fjórum dögum eftir að hann var lagður inn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM TÓLF HESTAR Tólf hestar fundust drukknaðir í Bessastaðatjörn rétt fyrir jól. Hestarnir fóru út á ísinn og ísinn lét undan. Þyrla var notuð til að hífa hræin upp úr tjörninni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GENGUR ÚT ÚR RÁÐUNEYTINU Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér embætti innanríkisráðherra í nóvember. Með því vildi hún skapa frið um störf ráðuneytisins og hlífa þeim sem lekamálið hafði bitnað illa á. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN STÓRBRUNI Í SKEIFUNNI Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í júlí vegna stórbruna í Skeifunni. Eldurinn átti upptök sín í húsnæði efnalaugarinnar Fannar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SVELL Mikið annríki var á bráðamóttöku Landspítalans í janúar vegna slysa í hálk- unni. Eina helgina leituðu sjötíu manns sér aðstoðar. Borgin var gagnrýnd harkalega fyrir aðgerðarleysi hvað ruðning, söltun og sandburð varðar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.