Fréttablaðið - 31.12.2014, Síða 29
Sigga var ekkert að hika þegar hún var spurð um árið 2015. „Ég hef velt nýju ári mikið fyrir mér. Margir muna kannski eftir heimsendaspá
21. desember 2012 en þá er talið að dagatali Inka
eða Maya hafi lokið. Margar kenningar eru uppi
um að á þessum degi fyrir tveimur árum hafi lokið
ákveðnum myrkum kafla í sögu jarðarinnar. Frá
þeim degi hafi opnast á bjartari tíma með minni
spillingu og ljótleika en áður þekktist. Ég vil trúa
þessu,“ segir Sigga. „Einnig tel ég mikilvægt að við
trúum á það góða, það býr nefnilega inni í okkur.
Ef við horfum á allt með neikvæðum augum þokast
lítið í betri átt. Ég vil hvetja Íslendinga til að tileinka
sér jákvæðara hugarfar á nýju ári. Miðað við að lýð-
ræðið hafi fæðst 17. júní 1944 þá erum við að sigla
inn í mjög gott ár. Við þurfum þó að hafa fyrir þess-
um góðu breytingum vegna þess að ekkert gerist ef
við tökum ekki þátt í þeim,“ segir Sigga og bendir á
að það sé gott fyrir alla að finna Pollýönnu í sér.
„Það leynast góðar fréttir í fjölmiðlum en flestir
sjá einungis þessar neikvæðu. Þar sem mikið
streymi er af neikvæðum fréttum hvaðanæva úr
heiminum er stundum gott að líta í eigin barm og
skoða hvað maður hefur það í rauninni gott. Það
eru svo margir miklu verr staddir,“ segir Sigga enn
fremur. „Það þýðir ekkert að bíða eftir að hamingj-
an banki upp á með pitsunni. Við þurfum að finna
hana inni í okkur og finna kraftinn í lífinu.“
Hún segist stundum vakna upp að morgni og
sjá varla fram úr deginum. „Ég bið þá lífið að leysa
þennan dag á góðan hátt og síðan treysti ég að það
gerist. Jákvæð hugsun fleytir manni langt,“ segir
Sigga og rifjar upp ástandið þegar Geir bað Guð að
blessa Ísland. „Ég var stödd á Korputorgi og brast í
grát yfir hörmungunum sem ættu eftir að dynja yfir
okkur. Enginn matur yrði til í búðum, né lyf fyrir þá
veiku. Auðvitað var þetta ömurleg stund en horfum
til þess sem vel hefur verið gert síðan,“ segir hún.
„Ég er spennt fyrir árinu 2015 og tel að margt muni
koma fólki ánægjulega á óvart.“ ■ elin@365.is
SPENNT FYRIR 2015
ÁRAMÓT Sigríður Kling er litríkur persónuleiki sem sjaldan liggur á skoðunum
sínum. Hún horfir til stjarnanna og segist hafa gott næmi fyrir því sem fram undan
er. Sigga er bjartsýn á komandi ár og segir margt spennandi eiga eftir að gerast.
HAMINGJA
Sigga Kling segir
að fólk þurfi að
finna hamingjuna
og jákvæðnina
innra með sér.
MYND/VILHELM
VERJUM AUGUN
Góð vísa er aldrei of oft kveðin.
Notum hlífðargleraugu á gamlárs-
kvöld og horfum öruggum augum
inn í nýja árið.
NÁMSKEIÐ V
UPPLÝSINGAR O
Nýtt námskeið
hefst 26. okt 7. janúar
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI
SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS
Taka 12 Kg · Hljóðlát
Stórt op > auðvelt að hlaða
Sparneytin amerísk tæki.
<Þvottvélin tekur
heitt og kalt vatn Afkastamikill
þurrkari >
Þvottavél Þurrkari12 kg
Amerísk
gæðavara
Amerísk
gæðavara
Ábendingahnappinn má finna á
www.barnaheill.is