Fréttablaðið - 31.12.2014, Síða 31

Fréttablaðið - 31.12.2014, Síða 31
 | FÓLK | 3 BEINTENGING VIÐ BÓKHALDSKERFI Ef bókhaldskerfi fyrirtækis getur nú þegar búið til rafræna reikninga er hægt að beintengja kerfið við skeytamiðlun InExchange á afar einfaldan hátt að sögn Guðmundar. „Fyrirtæki þurfa ekki að hafa áhyggjur af því hvaða form eða staðal móttakandinn notar. Við sjáum um að koma reikningum til skila rétta leið. Þannig geta viðskiptavinir okkar sent alla reikninga til okkar og við komum þeim til skila á því formi sem móttakandinn vill; með rafrænum hætti, sem PDF í tölvupósti eða með prentþjón- ustu okkar, og þannig komið reikningum til móttakanda á pappír í bréfpósti á ódýran og einfaldan hátt.“ InExchange á gott samstarf við fram- leiðendur og þjónustuaðila fjölmargra viðskiptakerfa og má þar nefna kerfi á borð við Dynamics Nav, Dynamics Ax, Stólpa, Agresso, SAP, Orra (fjárhags- bókhald ríkisins), Reglu, notando.is, Vigor og mörg fleiri. „InExchange á ekki í beinu samstarfi við DK Hugbúnað en notendur DK geta engu að síður sent raf- ræna reikninga á ódýran og auðveldan hátt með eReikningaprentaranum. InEx- change og móðurfélagið Miracle nota til dæmis bæði viðskiptahugbúnað frá DK og sendum við alla okkar reikninga með eReikningaprentaranum.“ Kostnaður við beintengingu viðskipta- kerfis er frá 1.990 kr. á mánuði auk 20 kr. gjalds fyrir sendan eða móttekinn reikning eða viðhengi óháð stærð. „Með mánaðarlegu þjónustugjaldi fær við- skiptavinur InExchange alla grunnþjón- ustu í þjónustuveri okkar. Viðskiptavinir okkar geta einnig sleppt því að greiða mánaðarlega þjónustugjaldið og greitt þess í stað tímagjald þegar eitthvað bjátar á. Reynslan hefur hins vegar sýnt að það margborgar sig að vera með fast þjónustugjald.“ MIKIL ÚTBREIÐSLA Guðmundur segir að InExchange sé með stærsta net notenda rafrænna reikninga á Íslandi og því mestar líkur á að við- skiptavinir nýrra notenda séu nú þegar tengdir fyrirtækjaneti félagsins. „Þó svo að móttakandi rafrænna reikninga sé tengdur öðrum skeytamiðlara en InEx- change er ekkert mál að senda reikninga áfram því kerfin okkar sjá um að koma þeim til skila,“ segir Guðmundur. Hins vegar býður InExchange viðskiptavinum sínum upp á fjölbreytta viðbótarþjón- ustu sem er einungis aðgengileg þeim sem eru tengdir fyrirtækjaneti InExc- hange. Þar má nefna meðal annars til- vísanaeftirlit og kostnaðarstaðaeftirlit. Í fyrirtækjaneti InExchange eru nærri 2.000 íslensk fyrirtæki og auk þeirra tengjast einnig ríkið, Reykjavíkurborg og flestöll sveitarfélög landsins netinu. ÖFLUGUR INNRI VEFUR Allir viðskiptavinir InExchange fá auk þess aðgang að innri vef fyrirtækisins þar sem meðal annars má fylgjast með öllum sendum og mótteknum reikningum, fylgjast með skráningu nýrra notenda auk margra annarra þátta. „Við rekum auk þess öflugt þjónustu- ver fyrir viðskiptavini okkar sem er opið alla virka daga milli kl. 9 og 17. Þar fá við- skiptavinir okkar úrlausn sinna mála hratt og örugglega enda er starfsfólk okkar þekkt fyrir kurteisi og ríka þjón- ustulund.“ FYRIRTÆKI ÁRSINS InExchange á Íslandi er í eigu Miracle og InExchange AB í Svíþjóð. „Miracle var valið fyrirtæki ársins 2013 og 2014 í árlegri könnun VR og starfsmanna á almennum vinnumarkaði. Auk þess fékk Miracle viðurkenningu sem Framúrskar- andi fyrirtæki árin 2012-2014 hjá Credit- Info en aðeins ríflega 1% skráðra hluta- félaga uppfyllir þau skilyrði sem þarf til að fá slíka viðurkenningu.“ Matsfyrirtækið Soliditet gaf nýlega InExchange AB í Svíþjóð hæstu ein- kunn, AAA, fyrir fjárhagslegan styrk og greiðslugetu. Eitt af skilyrðum fyrir slíkri einkunn hjá Soliditet er að fyrirtækið hafi verið í rekstri í tíu ár en góð staða InExchange AB skilaði hæstu einkunn þrátt fyrir að fyrirtækið sé eingöngu sex ára gamalt. „Það er því ekki ástæða til annars en að líta björtum augum til framtíðarinnar fyrir InExchange og þá fjölmörgu sam- starfsaðila okkar sem treysta á þjónustu okkar.“ Allar nánari upplýsingar um InEx- change á Íslandi og fjölbreyttar lausnir þess má finna á www.inexchange.is. HS Veitur Við höfum notað eReikningaprentara InEx- change frá því í október 2010 með mjög góðum árangri. Innleiðingin tók stuttan tíma og kostnaðurinn aðeins nokkur þúsund krónur. Í dag sendum við þúsundir reikninga með eReikningaprentara InExchange. Í þau fáu skipti sem eitthvað bjátar á leysir þjón- ustuver þeirra málin strax. Jónas Dagur Jónasson, HS Veitur Stífluþjónustan Við höfum notað vefsölukerfi InExchange síðan í apríl 2011. Með þessu kerfi gerum við alla okkar reikninga og sendum þá rafrænt. Við notfærum okkur einnig þann möguleika að senda reikninga sem PDF í tölvupósti eða prenta þá út og senda í pósti. Þetta sölukerfi reynist okkur frábærlega og þjónusta InEx- change er alveg til fyrirmyndar. Þorsteinn Garðarsson, Stífluþjónustan ehf. Eignarhaldsfélagið Hornsteinn Við sendum og tökum á móti reikningum með InExchange fyrir félögin okkar; BM Vallá ehf., Sementsverksmiðjuna ehf. og Björg- un ehf. Með móttökunni sparast mikill tími í fjármáladeildinni og starfsfólk getur sinnt öðrum verkefnum betur. Með sendingunni spörum við töluvert í pappír og póstburðar- gjöldum. Frábært hvernig InExchange getur tengt þetta allt saman fyrir okkur og gefið notendum aðgang að öllum félögum okkar. Elsa Hrönn Sveinsdóttir, aðalbókari, Eignarhaldsfélagið Hornsteinar. Ísey.is ehf. Við erum með DK bókhaldskerfi og notum eReikningaprentara InExchange til að senda rafræna reikninga. Við sendum mikinn fjölda reikninga til flestallra skóla landsins vand- ræðalaust og greiðum einungis 1.990 krónur í þjónustugjald á mánuði fyrir toppþjónustu. Frábært að leita til þeirra og aldrei rukkað fyrir þjónustusímtöl, nokkuð sem ég hef ekki kynnst áður. Ég gef þjónustu þeirra hæstu einkunn. Sigurbjörg Ingólfsdóttir, Ísey.is ehf. Umsagnir ánægðra viðskiptavina MÁLIN LEYST Rýnt í mál á þjónustuborðinu. STUND MILLI STRÍÐA Stundum gefst starfsmönnum tækifæri til að líta upp frá skjánum og bregða á leik. FUNDAÐ REGLULEGA Símafundur með systurfélaginu, InExchange í Svíþjóð.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.