Fréttablaðið - 31.12.2014, Síða 32

Fréttablaðið - 31.12.2014, Síða 32
FÓLK|ÁRAMÓT 1. FREYÐANDI KIRSUBERJAKOKTEILL 60 ml kirsuberjalíkjör 15 ml límónusafi Kolsýrt vatn Fylltu kokteilhristarann af klaka. Hellið límónu- safanum og kirsuberjalíkjörnum yfir og hristið vel. Setjið ísmola í hátt glas og síið blönduna í glasið og fyllið svo með kolsýrða vatninu. Hrærið saman og skreytið með kirsuberi. Þessi er afar sætur og mjög sterkur. 2. GAMALDAGS VISKÍKOKTEILL 60 ml viskí 20 ml límónusafi 15 ml sykursíróp 1 tsk. grenadínsíróp Hristið allt saman í kokteilhristara með klaka. Fyllið glas að þremur fjórðu með muldum klaka og síið blönduna í glasið. Skreytið með appelsínu- berki. 3. MARTINI OG GIN Sletta af þurru vermút 60 ml þurrt gin Hellið smávegis af vermút í kalt glas. Hrærið ginið í kokteilhristara fullum af klaka og síið það svo í glasið. Berið fram með ólífu eða límónusneið. Einnig má hræra bæði vermútið og ginið í einu í klakafylltum hristara og sía blönduna svo í glasið. Ef ykkur finnst drykkurinn of þurr má bæta við vermút. 4. ÓÁFENGT LÍMÓNAÐI SEM FER VEL Í GLASI 100 gr ávaxtasykur Safi úr 4 límónum Klaki Mynta 1 l kolsýrt vatn Blandið sykrinum og límónusafanum í könnu. Setjið klakann út í, hellið kolsýrða vatninu yfir og hrærið. Setjið klaka og myntu í glösin og skreytið með límónusneið. Uppskriftirnar eru fengnar af www.mixthatdrink. com og www.bbc.co.uk GAMLÁRSPARTÍ ÁRAMÓTADRYKKIR Gamla árið er jafnan kvatt með góðum mat og guða- veigum. Við tíndum saman nokkrar uppskriftir að frískandi áramótakokteil- um til að fylla klingjandi glösin. SKÁL Á áramótum er tilefni til að skála í góðum drykkjum. 1 4 3 2 7 daga heilsunámskeið dagana 11.-18. janúar 2015 Komdu með! Á námskeiðinu lærum við að bera ábyrgð á eigin heilsu með því að huga að mataræði, reglulegri hreyfingu, streitu og andlegri heilsu. Á námskeiðinu er lögð áhersla á hressilega hreyfingu, hollt mataræði, fræðslu, slökun og útivist í fallegu umhverfi. Farið verður í markmiðasetningu í heilsueflingu og mikilvægi þess að horfa lengra fram í tímann. Verð pr. einstakling með gistingu er 145.000 kr. í einbýli en 135.000 kr. í tvíbýli. 70.000 kr. án gistingar. Hressandi námskeið fyrir þá sem vilja koma sér af stað, setja sér markmið varðandi hreyfingu og mataræði og huga að andlegri líðan. - berum ábyrgð á eigin heilsu Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands Nánari upplýsingar og skráning á heilsustofnun.is eða í síma 483 0300. ht.is UMBOÐSMENN UM LAND ALLT AKRANES • AKUREYRI • HÚSAVÍK • EGILSSTAÐIR • SELFOSS • REYKJANESBÆR • REYKJAVÍK Engin venjuleg upplifun Við kynnum Philips Ambilight 9000 sjónvörpin Ultra HD með Android

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.